Litla Diskó Dís

Það er víst alveg á hreinu að það er ég. Lítil Diskó Dís.
Í gær fékk ég sms um hvort ég vildi fara út um kvöldið. Þetta var frá Nikky sem ég er að þjálfa Karate með. Nú textin fór til baka með ,,, Hvernig út? Hún,,, Það er verið að opna nýjan næturklúbb...við verðum á gestalistanum. Frítt inn og kampavín. Ég,,, hmmm,,,aldrei verið á næturklúbb hér áður,,, og ég dansa EKKI. En af hverju ekki að skella sér, Siggi í Barcelona svo maður getur bara líka haft gaman. Svo fæ ég texta til baka.. Hún... Þetta er Diskó og allir eiga að vera klæddir í diskó. Og ég búin að segja já.....ég hélt ég myndi deyja. Þá var ekki annað en að reina að finna einhver diskóföt.. Og haldiði að ég eigi einhver diskóföt? Ég gæti farið í álvöru rokkpartý og fittað álvöru inn,,,en diskó.....hvað er í gangi. Er ekki í lagi með þetta lið. Allavega þá var farið í gegnum allt en ekkert fannst. Svo ég tók niður kassa með gömlum fötum. Dró ég þá ekki upp rauðu plastbuxurnar mínar. Muniði eftir þeim? Vá bara diskó í kassa, Svo við þetta var skellt kjól sem ég hafði aldrei farið í áður. Og Rauðir DR martins sem ég klíndi glimmer á. Hárið í kikk og grænblár eyeliner og bleikur kinnalitur. Svo á endanum var ég bara frekar diskóleg. Svo var farið til Nikky þar sem hún keyrði á staðinn. Þetta var eiginlega svoldið skrítið því ég hafði ekki hugmynd um hvar þetta var. Þá kom það í ljós að þetta var út í finnaghy sem er úthverfi. Ok með það,,,,,, ( dem ísak er að taka út uppþvottavélinni, best að blanda sér) Jæja áfram með diskó. Þegar við komum á staðin þá var ekki búið að opna á staðin svo okkur var vísað á pöbbinn. Vá þetta var eins og Bridget Jones...Við vorum eins og fífl í diskóklæðum innan um venjulega klætt fólk á lókal pub. Svo komu fleiri diskódrottningar svo við vorum ekki alveg út úr kú lengur. Að lokum var opnað upp. Það tók á móti hálfberir strákar málaðir rauðir ,,eins og skrattar með vængi. Greijunum hvað þeim var kallt. SVo voru auðvitað ljósmyndarar á staðnum. Það voru teknar myndir eins og maður sér í Séð og Heyrt. Upp stillt fólk í röð... Addi Palli og Bergþóra eru í svaka stuði.. blablabla. Nú maður reynir að brosa og svo stafa nafnið sitt rétt. SVo fórum við inn í VIP barin, þetta var rosa flottur uppgerður klúbbur. Þetta var sem sagt uppgert úr gömlu en tókst vel. Svo við Nikky fengum kampavín og settumst við borð og ætluðum að tala saman...en ó mæ god.... þvílíkur háfaði. Maður þurfti að garga eins og á tónleikum. Það er kannski að maður sé að verða gamall en kommon. Og ekki gleima að þetta var diskókvöld.......þar sem það var spilað tekknó allt kvöldið. Ég hef aldrei á æfinni fundist 3 klukkutímar eins lengi að líða, Hugsaði til krakkana heima að horfa á Karatekid 3. Þar vildi ég vera. En þar sem mér var boðið og við vorum bara 2 þá gat maður ekki verið dóni og bara farið. svo ættlaði hún líka aðp skutla mér heim. Og hún ættlaði að vera til miðnættis. Bara tek það fram að kl var 2100 þegar við komum upp. Sjittttt hvað þetta var leiðinlegt. Ég ætla allllldrei á næturklúbb aftur. Svo sem ef það hefði verið alminnileg músik þó það hefði bara verið 80s diskó. En maður þekkti engan og við gátum ekki talað saman og Nikky langaði svo að dansa en ég hélt nú ekki. Glætan. Svo kom stelpa sem aranseraði þessu öllu með ljósmyndara,, Það átti að taka mynd af öllum gestunum svo við stóðum upp og brostum. ÞAð þurfti nú að taka nokkrar myndir því ég hvít eins og ég er og Nikky frá Sri Lanka, Þá dró ég allt flassið í mig. En að lokum þá lukkaðist þetta og svo fékk ég hana til að fara. Púki. Við hlupum í bílinn fegnar að þurfa ekki að hanga eftir leigubíl í frostinu. Við í jeppann og...............hann startaði ekki ......dauður... steindauður. Svo það var ekki annað en að hlaupa á næsta leigubíl til að fá símanúmer á stöðinni. Nema hvað þessi elska var laus og keyrði okkur heim. Sjóðheitur bíll og allt. Svo heim komst ég rétt eftir miðnætti. Frelsinu feginn. Vááááá hvað þetta var hrikalega leiðinlegt. Hefði viljað bara fara á kaffihús og spjalla í stað fyrir að vera á næturklúbb, með stelpum í keppni um hver er berari en hin . SVo það var gott að koma heim og fá sér beiglu og bjór til að ná taugunum niður. Ég verð að segja þetta aftur,,hafiði einhverntíman leiðst svo mikið og viljað vera annarstaðar að kroppurinn herpist saman og ykkur finnst þið vera að kafna. Ðat vos mí.

Annars í dag er sunnudagur og Ísak reif sig eldsnemma upp á rassgatinu og SIggi á leiðinni heim. Svo nú er bara kaffibolli og tölva í boði.. Hvernig væri nú að hafa samband við mann í skilaboðunum. Alltaf gaman að heira frá fólki .. svo ef þú kemur inn á segðu allavega hæ við húsfreyjuna í Belfast. Lifið heil ,,,Í frosti skal á skautum standa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ásdís diskópía, heheheheheee... frábær tilhugsun!

Þoli heldur ekki svona teknóbúllur að ég tali nú ekki um ef þeir kveikja á bláu blikk ljósi!

Bryndís (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 16:49

2 identicon

Séð þig alveg fyrir mér í dískógallanum  

Rósa (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

belfast

Höfundur

Ásdís Líndal
Ásdís Líndal
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband