Jo hill lifir enn

Í megin máli hvar á maður að byrja. Ætti maður að rekja upp allt það sem gerst hefur frá 14 apríl. ÓÓÓÓÓskaplega langt síðan. Það er margt sem hefur gerst. Siggi var á íslandi og var þar kvattur til að láta mig blogga. Gaman að heira að það hafa verið einhverjir sem hafa haft gaman af.
Alla vega þá er fulllt búið að gerast. Siggi á stanslausu ferðalagi, hingað og þangað út um kvippinn og hvappinn. Svo eru mamma og pabbi komin og farinn. Þau komu í viku og við hjónin notuðum tíman og skruppum til Danmerkur. Í afmæli hjá Hans, fyrir ykkur sem þekkið hann. Þessi ferð var bara klassi og áttum dag og kvöld í köben, Þar var setið í Nyhavn og sötrað bjór, spareribs á Bryggeriinu, tónleikar á ködbyen og svo til að töppa kvöldið þá fórum við á Tex eða The Rock og Tex eins og það heitir núna. Alger klassi. Rokkara staður með snildar músik. Þar var gott að vera. Tex var gamall stam staður þegar ég var í DK. Svo er bara sumarið að koma með hlýjum vindum og smá sól. Ísak Már komst inn í skólan Forge sem Daníel er í og byrijar þar 1 sept. Lítill 3 ára drengur á fyrsta ári í forskóla. Varður gaman fyrir hann. EInhverjir mega spyrja sig núna ,,hva voru þau ekki á leið á klakan. OG svarið er jú,,,en það tefst víst aðeins. ÞAð gengur ekkert að selja húsið okkar. Þessa annars lúxus höll. Held að þessi fasteignarsali er bara ekki að gera sig. ER búin að hafa hendur í hári hans í nokkur skipti. Aumingja maðurinn hvað hann hlítur að sjá eftir að hafa tekið okkur um borð. Vissi ekki að ég hafði víkingablóð í æðum og læt ekkert svona yfir mig ganga. Nú svo þessu hefur öllu verið skotið á frest þar til eitthvað gerist í húsamálum. Það er hér eins og annarstaðar alger kreppa og allt í hönk. Svo allt er bara í plani eins og áður og ef eitthvað gerist þá komum við heim á jólum. Og myrkrið svarta mun umvefja okkur örmum sínum svo fast að maður á ekki eftir að vakana fyrir en í maj. Púffff ekki alveg þessi myrkra manneskja. Mér fannst garún alltaf ógeð. Skít hrædd við svona horror. Alltsvo allt í spenningi hér.

Annarst þá var á laugardaginn stór dagur, Ekki bara af því að Viðar og SIgurlaug létu skíra stúlkubarnið Sigurlín eftir hinni ömmunni, til hamingju með það, heldur þá var útskriftin mín líka á laugardaginn. Byrjaði kl 16 með afhendingu prófskirteina og velkomstdrik og myndatöku. Voða gaman þar sem maður gat látið taka mynd af sér í kápu og með útskriftarhatt. Eini sénsinn sem maður gat gert það. Svo var matur og fljótandi alveg fram á nótt.
Maður var svoldið þyrstur daginn eftir. En alveg svaka fínnt kvöld.

Svo nú er bara ný vika að byrja sem verður með Personal development kvöldi í kvöld. 1 sinni í mánuði er það. Voða gaman. Og búið að fara í spinn svo allt er eins og það á að vera. Best að fara að hjóla að sækja Ísak. Maður er að reina að hjóla núna til að spara olíu. Alger svívirða en heiiiii maður fær bara hraust og gott útlit á þessu. Over and out og ég ætla að reina að halda þessu eitthvað við. Gvöðanabænum skrifiði eitthvað til mín svo ég sé ekki bara að þessu fyirr mig,heheheh. Lifið heil

Definition of insanity. “Doing the same thing over and over again and expecting different results.”
Albert Einstein


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ gott að fá fréttir aftur :) Æ hvað þetta er leiðinlegur fasteignasali að hann skuli ekki selja húsið fyrir ykkur, skil ekkert í manninum En kreppuástandið hlítur að fara að lagast. Ótrúlegt að Ísak skuli vera að fara í forskóla, en svona er þetta tíminn flígur áfram allt of hratt. Jarðskjálfta- stressið er gengið yfir að mestu. Erla og Ástráður eru búin að jafna sig og farin að sofa inni aftur :) ( sváfu í tjaldvagni á blettinum ) Sópuðum saman glerbrotunum með þeim og bókunum sem hrundu með bókahillunum. Milliveggurinn á ganginum er laus eftir titringinn en það er líka það eina sem er skemmt í húsinu (fyrir utan það sem brotnaði) Og enginn slasaðist sem betur fer, en þetta tók á taugarnar hjá þeirri gömlu Allt er samt að verða eðlilegt aftur.

Hafið það sem allra best og heyrumst sem fyrst. Kveðja frá Laugarvatni

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 18:38

2 identicon

til hamingju og allt það með allt nema söluna en til hamingju samt með að vera búin að vekja þinn innri bloggara.

Helga Dís (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

belfast

Höfundur

Ásdís Líndal
Ásdís Líndal
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband