Allt að lagast....vonandi

Þá er helginn yfirstaðinn. Hannes kominn og farinn. Tónleikarnir búnir. Siggi komin og farin, Klósettið farið, og lyktin skárri.

Í flesta staði þá er bara búið að vera frekar bissí. Karlarnir sem ætluðu að gera við WC ið komu auðvitað ekki á föstudaginn eins og lofað var. Hver hefði búist við því. En lyktin skánaði eftir að stíflan var losuð í götunni svo nú er bara venjuleg vond lykt en Hannes gat notað baðherbergið niðri. Heppinn,,,,væri pirrandi að hlaupa upp á 3 hæð í spreng á nóttunni. En svona til að fylla upp í söguna þá komu karlarnir í gær og tóku hreinlega klósettið í burtu. Þetta var gert til að ath hvaðan lyktin kæmi. Gatinu var vel lokað svo ekkert ætti að sleppa upp. Ennn.......lyktin er enn. Svo þetta lítur út fyrir að verða meira mál. Heyriði þá er önnur saga. Það sem þessum dreng dettur í hug.. Já hann Ísak Már.. Hann ætlaði greinilega að láta vita hvað honum finnst um þetta mál.. Hann er jú hættur með bleiju en var orðin latur að hlaupa upp á klósettið svo það var alltaf farið að dropa.. Svo ég tók það ráð og setti koppinn niður. Það var algert hitt.. punt fékk hann fyrir að dropa ekki og pissa í koppinn. Allt gekk rosa vel og reindar gerir enn... Nema í gær.... ég sverða..... Þá fór hann duglegur á koppinn og pissaði,,,,,,,nema hvað hann tekur hettupeysuna sína og setur ofan í koppi,,í pissið.....og ekki nóg með það heldur þá skeit hann á hana. Ég get svariða.....hvað á maður að gera.....þetta var reyndar ótrúlega finndið, maður reynir að halda andilitinu og skamma,,,,suss ísak már ...hver heldurur að kúki á peysuna sína. Rest mæ keis.

Siggi kom svo heim á laugardaginn og það var víst að veðrið var honum hliðholt. ( sko orðatiltæki). Því hann komst til landisins og á milli staða og heim aftur. Veðrið bara lægði á milli. Fallegt af því. Hann kom heim í 15 stiga hita og blíðu. Allir bara á peysunni úti. Svo fórum við á tónleikana sem voru bara frekar cool. Það var huggulegt að vera barnlaus að innan og utann svo maður gat skvett úr klaufunum. Þeir...Smashing Pumkins, Spiluðu reyndar ekki mikið af þvi gamla sem maður þekkir mest..heldur tóku þeir allt þetta nýja. Þetta nýja myndi að öllum líkindum vera kallað graðhestarokk. Gott að Bryndís var ekki á staðnum.. hún hefði farið ´´Bryndís has left the building´´.Hún er ekki mykið fyrir svona hávaða þessi elska. En þetta var mikið stuð og óþarflega mikil bjór sem fór með, Fólk var minna hrest í gær, En hvað um það,,Thats all I have to say about that.

Siggi fór til Barcelona í morgun. Þar verður hann á ráðstefnu í 2 daga. Hann verður hjá Frey frænda sínum og svo kemur Viðar á fimmtudag. Þá er þetta orðin karlaferðin árlega,,, eða annaðhvert árlega... Þeir eiga eftir að hugga sig mikið og vel kerlinga og barnlausir.. En það fer að líða að því að hún Sigurlaug poppi. Aðeins 4 vikur eftir.
Spennan er í hámarki. Svo Viðar er að fara að taka þátt í parenthood með öllu tilheirandi.

Nú er skólafrí í viku hjá Daníel Þór svo við erum bara enn á náttfötunum og ekkert að drífa okkur. Það er svarta þoka úti svo ekki spennandi að fara út. Snædís Björk fer í frí á fimmtudaginn fram á þriðjudag, Svo Það verður væntanlega hangið mikið í bænum. Sko hún ,,,ekki ég.

Hey ég fékk link í gær á alveg klikkað hallæristlaga auglýsingu. Eða sko ég held að það hafi verið auglýsing. Ég var ekki viss hvort þetta var grín eða alvara. Þetta var víst alvara...kræst hvað það er til illa framfærið fólk. Það er ekki allt að vera sætur að utan. Ég verð að lofa ykkur að sjá þetta. Ég set linkin á.

http://www.mbl.is/mm/svidsljos/sofaspjall.html?ss_id=32105

Enjoy.Lifið heil og ekki hálf


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

belfast

Höfundur

Ásdís Líndal
Ásdís Líndal
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband