kúkafíla og Helgin komin

Þá er vikan búin og ég bara frekar þreytt. Svei mér þá...Siggi minn búin að vera í burtu frá því á miðvikudag. Hann skellti sér til íslands og skildi kerlingu og börn eftir. Og auðvitað eins og við manninn mælt þá er Herra Ísak Már vaknandi fyrir 7 á morgnana. SEm hjálpar ekki þegar húsfreyjan sefur lítið á nóttunni vegna martraða. Ég meinaða....Ég horði á smá part á bang bang mynd um daginn og það var ekki að spyrja að því að ég drap mann í svefni. Skaut hann tvisvar... í hausinn,,,,Vá ég var alveg í losti þegar ég vaknaði. Veit allavega að þetta gæti ég ekki gert. Kvaða tilfinningahefta fólk er það sem gerir svona. Jakkkkk. Allavega þá varð ég að fara í gegnum gott NLP til að geta sofnað aftur. Þetta var svakalegt.
Svo var annað sem gerðist, í vöku,,,vildi að það hefði verið draumur. Það byrjaði á því að nágrannin kom og spurði hvort það væri fýla á 1 hæðinni hjá okkur. Að sjálfsögðu greip ég mannin glóðvolgan og sagði honum sögu mína. Getið rétt ímyndað ykkur. Það er sem sagt búið að vera fýla síðan við fluttum inn. ÉG er búin að hafa alla yfirmenn svæðisin hér til að finna út úr þessu. SVo akkurat í síðustu viku ákvað ég bara að láta þetta eiga sig og vera ekki að spá í þessu meira. Þá byrtist karlinn. Nema að ég sé að kúkasuguliðið er að vinna í rörunum ofar í götunni. Ég vind mér að þeim og fæ þær upplýsingar að það sé bara allt draslið stíflað. OK...vonandi að það lagist..... Nema hvað..... Ég kem heim aftur 2 tímum seinna. OG ég skal segja ykkur það.... það var þvílík skítafýla í húsinu. Ég opnaði inn á klósett og kúgaðist. ÉG VARÐ BRJÁLUÐ. Ég greip Ísak Má og æddi eins og brjáluð kerling upp götuna þar sem kúkakarlarnir voru enn. Í hægðum sínum (heheheh) að drekka kaffi. Ég: Hvað er eiginlega í gangi hérna... húsið mitt er eins og kamar á þjóðhátíð.. Karliní hægðum sínum með kaffibolllann: Það er bara allt stíflað. ÉG: (í hugsun) hvern djöfulan ertu að húka í þessum skíta bíl þá. Hreinsaðu þetta helvíti. Ég askveð niður götuna í leit að fórnarlambi komin með draumin í huga,.,,,ekki enn jafn hræðilegur......engin sjáanlegur. Svo ég hitti nokkra nágranna og segi þeim sögu mína........þá kemur í ljós að það eru allir með þessa kúkafýlu nema allir skammast sín svo að þeir hafa ekki talað um það. HVAÐ ER AÐ ÞESSU LIÐI. Svo það endar með því að ég hringi í byggingakarlana og krefst að það komi einhver og finni lyktina hjá mér. Haldiði ekki að hálf tíma seinna er drengstauli mættur á svæðið. Hann kom inn.....og næstum leið yfir hann. Svo það var sett í gang að kíkja á þetta,, að lokum voru 3 karlmenn komnir að ræða málið. Svo nú lítur út fyrir að það þarf að brjóta upp allt í öllum húsunum og gera við. Það lítur út fyrir að það er ekki þétt rörin. Haldiði að það sé nú. Svo ekki er maður karlmannslaus í kulda og trekki þó karlinn bregði sér bæjarleið. En sem betur fer þá hefur stýflan losnað í götunni og lyktin bara orðin venjulega vond. Ég ásamt 3 öðrum í götunni hringdum í heilbrigðiseftirlitið. (eftir hvatningu frá nágranna,,,Já Eydís það er satt) svo þeir ættla að koma í næstu viku og gera reyk test í rörunum. Ef það er jákvætt þá verður action strax því þá er þetta ekki gott fyrir heisuna. Ég segi nú bara ekki meira. Svo Hannes bróðir sem kom í gær verður að lifa við það sem er. Hmmmm..

Annars er eins og vorið sé að banka á dyrnar því það er bara búið að vara æðislegt veður síðustu daga. Ekki þetta brjálæði eins og á Íslandi. Ó nei,,,,,15 stiga hiti og logn. Vor lykt og allt. Svo á sunnudaginn þá verður haldið á´tónleika. Smashing Pumpkins brugðu sér bærjarleið og ætla að spila í Belfast one night only. Wow það verður bara kúl.

Með kúkafýlu í nösum og vor í veðri bíð ég góða helgi . Lifið í lukku enn ekki í krukku


Litblinda

Þá er Bolludagurinn og sprengidagurinn yfirstaðinn. Það voru bakaðar vatnsdeigsbollur og í gær sauð baunasúpan eins og trillt trunta í pottinum,,,,,,,,þar til hún brann í botninn,,,orsökum þess að baðherbergið flæddi aftur.....og enn og aftur herra Isak Már að verki.. En súpunni ásamt soðnu grænmeti og svínakjöti bjargað í skál. OG skal bara segja ykkur það að hún var svaaaaaakalega góð. jammm. Annars í gær var meira en bara baunasúpudagur. Daníel Þór fór til augnlæknis þar sem kom í ljós að drengurinn er litblindur. Þeas á grænu rauðu. Þá er mínum grun aflétt. Þetta er ég búin að halda í 2 ár. En þetta kom í ljós á sunnudaginn þegar siggi lét hann gera prófið með allar doppurnar og svo númer í öðrum lit í miðjunni. Héldum að hann væri að grínast.. Hann sá ekki neitt. Svo það var gert tékk á honum. Svo þar er út um flugstjórann, spipstjórann, rafvirkjann, málningablandarann og fashion. Svo voru honum líka sköfuð gleraugu. Mínum dreng fannst þetta svona líka ferlega spennandi og fannst það að vera litblindur mikið cool og sagði öllum sem vildu heyra,, og fleirum til. Svo nú er bara að bíða eftir brillunum. Hann valdi sér þvílíkt flott chunky gleraugu með tígristíramunstri að innann. Smekk maður. Við tékkuðum ísak Má við þessu líka og það er nánast á hreinu að hann hefur þetta ekki. Hann sá þetta græna á þessu rauða. En það lagar ekkert í honum óþekktina. Og ekki einu sinni hægt að skipta því út fyrir hitt. Annars er Siggi á leið á klakan að sýna sig og sjá aðra. Góður gæji.
Svo er bara eitt skipti eftir í kúrsinum. Þetta er búið að vera bara frábært og gefið manni ótrúlega mikið. Þó ekki væri nema bara jákvæða hugsun og betra hjónaband. Ég segi nú ekki meira. Svo verður útskriftin 7 júní kl 16. Það eru akkurat 10 ár í júni sem ég kláraði nuddprófið. og 4 ár í júní sem ég gerði make up kúrsin. Þetta lítur úit fyrir að vera mikil útskriftarmánuður hjá mér. Gaman gaman. En nú eru heimilisstörfin sem kalla. Búið að klína pulsu í andlitið á sér og þurka remolaðið sem subbast út um allt upp. Svo það er ekki eftir neinu að bíða en að drífa drengina í rúmið. Bíð þá bara góða nótt og lifið heil og sæl. Be happy dont worry.
.

það sem 6 ára drengjum dettur í hug

Við vorum á föstudags rólónum í gær. Við erum sem sagt farin að fara á Stormont róló á föstudögum strax eftir skóla. Besta leiðin til að flýta fyrir komu helgarinnar. En er sem sagt búin að auglýsa þessar rólóferðir við vinkonur mínar. Svo í gær tók ein mamman af skarið og lét vaða út í hættu frísks lofts og óráðinnar spáar um rigningu og rok. Nema hvað að sonur hennar sem er með Daníel í bekk var með. Hann er svoldill gaur stundum. Nema hvað að þeir eru búnir að vera að hlaupa og djöflast þarna í dágóðan tíma. Upp og niður í stórri kastalarennibraut sem fer í snúning. Heirðu haldiði að vininum verði ekki bara mál að pissa þar sem hann stendur efst í kastalarennibrautinni. Það skiptir engum togum nema að stráksi bregður niður buxunum og pissar niður rennibrautina. Daníel þór, klíjukongur Belfast, Þurfti að komast niður og lætur gossa. Með Piss á höndum og buxum. Honum varð svo mikið um af ógeðinu að hann kúgaðist og kúgaðist þar til hann æli fyrir neðan rennibrautina. Við mæðurnar vissum sem sagt ekki hvað hafði gerst. Ég hélt að Daníel hafði flögrað á að rúlla sér niður brekkuna þarna. Og hin mamman sagði,,er Daníel að gubba?..... Hvað er þetta Daníel minn....varstu að gubba? hvað kom fyrir....*? Caolan pissaði í rennibrautina.....mamma.....af hverju gerði hann þetta.....afhverju....? Hann var bara í sjokki, Mér fannst þetta þvílíkt finndið atvik....og frekar ógeðfelt....svo við mæðurnar gripum bara börnin og hörfuðum á róló. Sem betur fer þá sá þetta engin og við getum mætt afur galvösk næsta föstudag. +

Það er nú ekki bara Daníel og co sem geta verið pínlegir. Ísak Már fór í búðina með pabba sínum. Þar gekk þessi glæsilega stúlka fram hjá. Ísak Már greip tækifærið og strauk henni fagmannlega um rassinn. Stúlkan snérist um á hæl og leit á Sigga með ,,,,,sérstöku augnarráði..... Sorry segir Siggi eldrauður í framan og hraðaði sér í burtu. Ég meinaða. Þetta var bara eins og í denn þegar Snædís Björk var lítil.. og var í búðinni með pabba sínum...... Pabbi sérðu mannin með feita rassinnn?........ eða þegar Daníel sá dverginn,,,en og aftur með pabba sínum í búðinni.......hahahahha lítill karl..og bendir.....Siggi í kúk...sorrý.....manninum var ekki skemmt.
Fyrir ykkur sem eigið börn,,,,, Harpa gefur lífinu lit og langt er til húsavíkur. Heil að sinni.


Þegar lítið er að frétta

Sælt veri fólkið. Var að hugsa að það er nú langt síðan að bloggað var síðast. Ja ekki er það mér að kenna að lítið gerist. En þegar maður fer að hugsa þá er alltaf eitthvað að frétta. Sem betur fer þá er maður nú þannig gerður að það þarf ekkert hræðilegt að gerast svo það sé fréttnæmt. Blöðin sjá algerlega um það. En það sem er í fréttum hjá mér er kannski bara góðar fréttir. Fyrst af öllu var Daníel min lasin. (þetta kom sko fram í síðasta bloggi held ég) Nei ekki góðar fréttir en..... Hann fékk svona heiftalega hálsbólgu að það kolgróf í kírtlunum á honum. Góðu fréttirnar voru að hann var ósköp rólegur allan þennnan dag svona ef maður tekur frá karlaflensuna. En ég er að reyna að hætta að gera sömu mistökin aftur og aftur. Siggi sprunginn og Snædís brotin. Ég fór að skoða upp í hann þegar leið á kvöldið og þá komu herlegheitin í ljós. En ég hélt að hann væri með skarlasótt. Það vill svo heppilega til að við búum í götu sem hefur viðurnefnið Doctorslane. Og nágrannin er háls nef og eyrnalæknir. Ég fór og spurði hana af því hvort krakkar gætu fengið skarlasótt 2? ( drengurinn hefur sko fengið hana áður ásamt kviðsliti og gin og klaufaveiki(fyrir fólk) allt á sama tíma). Nema að doksi bauðst til að koma að skoða Daníel. Jábbs hálsgröftur og bólgur. Hann var eins og hann væri að fá hettusótt hann var svo bólgin. Enn honum var skaffað pensilín sem virkaði fljótlega. Enni leist mér nú á þetta meðal. Blóðrautt og eitrað í útliti. Þá fer maður að skoða. E124 er litarefni sem er bætt í. Ég vissi að þetta var umdeilt efni og fór á netið. Jújú,,, Ekki ættlað börnum stóð á einum stað. þetta veldur alskonar viðbjóði, ofnirkni,krabbameini,asma exemi og bara neimitt. Þetta er bannað efni í fullt af löndum,,en nei,,,,ekki hér.....hérna gefur maður þetta börnum í meðal. Bilað lið. Ég gerði mér nú lítið fyrir og hringdi og kvartaði yfir þessu. Eydís systir kvað mig vera brjálaða kerlingu. Það má vel vera en kommon þið hefðuð átt að sjá þetta. En blessaður drengurinn var betri og 6 ára gelgjan tók við aftur.

Ég fór í kúrsin aftur þar síðustu helgi. Bara mjög skemmtilegt. VAr verið að tala um stress og hvernig áhrif það hefði á líkaman og hvernig með coaching væri hægt að minka þau enkenni. Ekki slæmt það. Svo kom maður að tala um coaching á vinnustað. Hann er líka hypnotherapist svo hann fór með okkur í gegnum það. Ég bauð mig fram í að vera tillraunardýr. Það var alveg frábært. Mér finnst þetta líka ferlega spennanid og ætla að læra þetta. Ásamt NLP. Og ekki skemmdi fyrir að kunna pínu í CBT. Svona talar fólk hér. Meinaða held að bráðum verði tungumál sem er bara í upphafsstöfum. Svo er ég að sjóða saman verkefni um Grunnhugsun. Bæði jákvæða og neikvæða og hvernig coaching getur hjálpað fólki að breita henni.

Nú aðal málið og góðu fréttirnar er að það er búið að skíra litlu börnin í fjölskyldunni. Jóhanna og Grétar létu skíra stelpuna sína og fékk hún nafnið Lilja Petrea Líndal eftir ömmunni og langömmunni og Líndal.... eftir mér. Og Eydís og Þröstur létu skíra drenginn hann fékk nafnið Askur Björn Líndal Út í loftið eftir pabba og Líndal eftir mér.:o)
Ég var annars búin að kalla hann Ægir Örn en það nafn kom engan veginn til greina. Þröstur ætlaði ekki að láta greyjið heita nafni sem var aftast í stafrófinu og vera fæddur síðast í árinu. Hann átti við það að stríða. Alllltttaf síðastur í öllu nema þegar átti að gera eitthvað leiðinlegt, þá var því snúið við.. Þröstur þú ert fyrstur í dag...þú átt að fara til jónu hjúkku í sprautu.

Ég heirði í henni Betu vinkonu í gær. Alltaf gaman að spjalla við hana. Hún sagði...Ásdís,,, er þú með ofnæmiskerfi ámeðan við hin erum með ónæmiskerfi? Tíbískt,,,bara ég sem get gert svona. Allir hafa einhvern persónuleika eða landmark sem allir þekkja. Þá er mitt að vera alveg sérlega óheppin til máls. Held að það sé af því ég er búin að vera lengi að heiman,.....hehehehe... Orðatiltæki og háfleigni er það sem mér tekst best upp,,,,já og segja brandara. Man þá alltaf og eru hilaríus... það skal ég sko segja ykkur... Ekki allir sem eru svo orðheppnir... Hver man ekki brandaran um mannin sem þurfti að skipta tíkalli?

Nóg um það, í fréttum voru bara góðar fréttir og allar fréttir eru góðar fréttir bara fer eftir því hvernig það er litið á þær,,,, ja allavega flestar. Jákvætt viðhorf gerir jákvætt fólk.

Smælaðu framan í heiminn
þá mun heimurinn smæla framan í þig

Þetta eru orð með sönnu ,mæli með að þið prófið þetta. Spegileffect.
Sæl að sinni og góðan dag.


Þegar 30 pens skipta máli

Við Siggi lentum í svolitlu pínlega fyndnu í gær. Það var svo að við þurftum að fara niður í bæ og þar af leiðandi leggja bílnum í bílastæði þar sem þurfti að borga. Nú við vorum í burtu í hálfan annan tíma sem kostaði 1 pund í stæði. Og við að fara að borga og Siggi spyr mig hvort ég sé með pening. En ekki var það svo þar sem ég skildi budduna eftir heima. Og Siggi gróf upp það sem hann var með í klínki. 70 pens koma upp úr vasanum. Dem,,hvað gerum við þá. Nema að það kemur maður að borga og Siggi, jakkafataklæddur með konuna sína vel til fara við hliðina á,( já mamma ég var greidd og allt:o) ) betlaði 30 pens (samsvarar 4 krónum) af manninum. Maðurinn borgaði sinn miða og gaf okkur svo 30 pens með glott á vör. Nú maðurinn fór og við dældum peningunum í maskínuna. Þá kom babb í bátinn, fjandans vélin tók ekki 5 pens, bara 10. Svo Siggi þurfti að hlaupa inn á hótel með tvö 5 pens til að láta skipta í einn 10 pens. Og þá kom það tíbýska, strákurinn í afgreiðslunni,,,,,nei,, ég get ekki oppnað kassann nema þú kaupir eitthvað. Fjandinn hugsaði Siggi. Hvað þá,,,,,? Nú hann fer inn á barin á hótelinu og sér það 2 stráka á cirka 3 kollu, að horfa á fótbolta, Hann vindur sér að þeim (í jakkafötunum) og biður þá að skifta fyrir sig tveimum 5 pensum í eitt 10 pens. Srákarnir sprungu úr hlátri, drógu upp 10 pens og reyndu svo að ota að honum meiri pening. Sem Siggi pennt afþakkaði. Vantaði bara 10 pens í maskínuna. Þetta var bara hilaríus. Aðal áhyggjuefnið var svo af því að hann var búin að vera svo lengi að þessu að mælirinn væri farin í 1 pund og 10 pens. Enn ekki var það nú og við náðum að komast út úr bílastæðinu að lokum. Þetta kennir manni að vera alltaf með klæink í vasanum eða allavega í öskubakkanum í bílnum. Bara hilaríus

Veikindi

Aumingja Daníel minn er lasinn í dag. Með þetta líka illt í hálsinum. Og í nótt gubbaði hann, held af verkjalyfjunum sem hann fékk í gærkveldi. Það hlaut að vera eitthvað að honum þar sem hann var gersamlega að gera okkur klikk í gær. Hann var næstum því fyndinn. En það er ekki því að skipta að Daníel er af karlkyni og það sannast algerlega í þessum veikindum. Það er eins og engin hafi nokkurntíman verið veikur. Hann er eins og dramakerling á dánarbeði. Grætur með þvílíkum ópum eins og sé verið að skera í hann. Við komum úr karate í gærkveldi og himin og jörð voru að farast. An auðvita er honum illt......en komon..... hvað er þetta með karlkynið þegar það verður veikt?

Snjórinn er núna farinn og bara búið að rigna. Í gær var svoddan slagveðurs rigning að það sást varla út. Harðbrjósta móðirinn gallaði drengina og setti þá út í garð. Sem betur fer voru engar eldingar því þeim hefði öruglega slegið niður í þá þar sem ENGIN annar er úti þegar illa viðrar. Þetta gekk þokkalega hjá þeim þar til það var orðið mjög dimmt og Ísak Már grenjandi að ég leyfði þeim að koma inn. Móðirinn trúir því að ferskt loft, með eða án rigningu, geri bara börnum gott. Það var til þess að Ísak Már sofnaði í tröppunum á leiðinni upp. Og Daníel Þór er veikur núna. En ætli það sé nokkuð vegna rigningarinnar. Voru hvorki blautir né kaldir. 66 gráður norður sér fyrir sínum. :o).

Helgin var okkur ágæt. Ég fór að falast fyrir vinnu í bænum. Ekki það að það væru staðir sem voru að leita, en ég fór nú samt og viðkomandi bað mig um að skriva CV. Það gerði Siggi fyrir mig og það vara bara ferlega flott hjá honum. Fannst hann nú vera að gera heldur mikið úr einhverjum persónu töfrum en það getur varla skemmt fyrir. Svo nú er bara að sjá hvort eitthvað losni.

Svo var einkadóttirinn endurheimt á sunnudaginn. Eftir 4 daga í London,Kingston. Hafði verið svaka gaman og vildi gjarnan vera lengur. En ekki var það alslæmt að koma heim þar sem hún átti tíma í gær til að láta taka gifsið af. Hún er enn að drepast í hendinni svo hún var send í iðjuþjálfun til að styrkja í liðböndunum. Svo nú á hún að fara vikulega. En vonandi gengur þetta hratt. Bara gera æfingarnar .

Ég verð að fá að tjá mig um svoldið merkilegt TV prógram sem við sáum í gær. Það er nú einu sinni svo að mér finnst svoldið gaman að horfa á þætti um abnormality. ( Veit að ég á Bryndísi sem félaga í því,) Alla vega þá var þetta þáttur um aðgerðir sem eru gerðar á fóstrum í móðurkvið. Í þetta sinn var verið að gera við Klofinn hrygg. Maður lærir alltaf eitthvað nýtt á svona prógrami. Fact sem ég vissi ekki, Klofinn hryggur er gat á mænunni þar sem það vantar hryggjaliði og það er ekkert skinn yfir svo að tauginn er algerlega beruð. Það sem gerist er að fósturvatnið étur upp og skemmir taugina sem verður til þess að barnið verður lamað frá þeim stað sem gatið er og taugin stjórnar. Svo var annað að þeir sem eru með klofin hrygg fá vökvasöfnun upp við heilan, sem læknarnir höfðu víst enga skýringu á. Svo að það er í flestum tilfellum að börnin verða fyrir heilaskaða vegna þessa.
Nú þá kemur að aðgerðinni sem er gerð á sjúkrahúsi í San Fransico. Læknirinn skar eins og í keisaraskurði en tók legið út eins og það lagði sig. Konan var 23 vikur ófrísk. Svo var gert gat þar sem allur fósturvökvinn var dreginn út í sprautum og geymdur. Þá kom að því að ná í bakið á barninu þar sem gatið var saumað saman í gengum gatið á leginu. Þetta var algerlega magnað. Af því búnu þá var fósturvökvanum sprautað aftur inn ásamt antibiotic, og gatinu lokað. Konan saumuð saman og vakin, Engan skal undra að þetta var gert í svæfingu þar sem bæði barn og móðir voru svæfð. En það var nú ekki að það fylgdi þessu engin áhætta þar sem það var ýmislegt sem gat gerst. Meðal annars að legið færi að dragast saman og myndi ýta barninu út. En konan gekk með barnið svo til 34 viku og fæddi það með keisara. Þegar barnið fæddist þá hreifði það bæði hendur og fætur, Og við 3 mánaða þá gekk mjög vel með það.

Ég get svariða, Það sem læknar geta gert í dag. Ég varð alveg heilluð að þessu. OG mátti til með að deila þessu með ykkur.:o)

Kúrsinn minn er svo á laugardaginn og þá eru bara 2 skipti eftir. Við erum búin að kaupa okkur miða á Ísland 14 mars og hlökkum mikið til. Nema greijið Ísak Már. Hann tók temma þegar hann vissi að hann átti að fara í flugvél. Hann sá Palla einn í heiminum, og þar fór Palli að fljúga og flaug á tunglið. Hann var þvílíkt hræddur og sturlaðist þegar hann vissi um komandi ferð. Aumingja barnið. En þetta verður allt í lagi.

Kveð að sinni Gleðilegan miðvikudag. Aðeins 2 dagar í helgi. (eða 1 þar sem helgin byrjar hjá mér á fimmtkvöldi,því föstudagar eru bara cool dagar)


Let it snow

Í gærkveldi þá byrjaði að snjóa. Það var þvílíkur jólasnjór og satt að segja þá var þetta bara frekar mikið. Þetta var svo ótrúlega fallegt. Bakgarðurinn var upp ljómaður ein pg það var miðjur dagur. Ótrúlegt hvað það byrtir yfir. En það var lofað að þetta væri búið í morgun þar sem það átti að byrja að rigna. En ekki var það nú rétt því þegar við fórum á fætur í morgun þá var bara allt á kafi í snjó, Ég hef aldrei séð svona mikin snjó áður hérna.

Þá fór þetta að vera fyndið. Fólk hér hefur sjaldan séð snjó og veit ekki hvernig það á að aðhafa sig í þessu. Ein var með skúringamoppu í annari hendi og var að reyna að ýta snjónum af bílnum á meðan hún hélt á handtöskunni í hinni hendinni. Bara hileríus. Svo var fólk að reyna að komast út úr inkeyrslunni hjá sér. Gekk ekki vel. Þess má geta að gatan hér hjá okkkur er hvorki rudd né söltuð, svo þetta var bara eins og gler. Og bílarnir eru allir á sléttum dekkjum. Þið getið rétt ímyndað ykkur. Nú ég átti tíma hjá sjúkraþjálfa og þurfti því að leggja í langferð. Gekk vel að komast út úr botnlanganum og upp Annadale sem er brekka. En ég ætlaði nú að snúa við þegar allt var stopp og allir spólandi. Ég þurfti að bíða eftir innkeyrslu sem hafði verið þjöppuð af öðrum bílum. Þetta var nú meira. Jú og niður Annadale aftur. Var þá búin að aflýsa tímanum mínum. Þá keyrði ég fram á nágrannann sem var föst á miðri götu. Allt stopp. Og ekki gat ég farið að hjálpa henni þar sem allt hefði stoppast mín meginn. Ég beigði inn á Wellington Square þar var hinn nágranninn, eiginmaðurinn, fastur. Ég sverða. Þetta var nátturulega bara hilaríus. Nema þá mundi íslendingurinn að maður notaði motturnar í bílnum til að setja undir dekkinn. Svo það var gert við nágrannabílinn og hann komst smá áfram. Þá var ég föst, hreifðist ekki spönn frá rassi. Svo út með motturnar og gefið í. Það endaði með að ég hringdi í Sigga sem var að vinna heima, að koma að hjálpa mér. Hann kom með skóflu og gróf frá. Og 3 karlar íttu svo á bílin svo hann komst upp brekkuna og heim í hlað. Bílar nágrannana voru báðir skildir eftir út á götu.

Nú já Skólanum hjá Daníel var aflýst. Væntanlega því kennarar hafa ekki komist til vinnu. Svo það má segja að það hafi verið allt í kaos. OG búið að gefa út snjóneiðarnúmer. Váááa´. En ég og drengirnir fórum nú út í skíðagalla og lékum okkur í snjónum. Bjuggum til snjókarl og rendum okkur á plastpoka. Og nú er byrjað að snjóa aftur. Þetta er bara æðislegt. Íslendinar eru örugglega í kasti yfir þessu en þetta er álíka merkilegt og þegar kemur 25 gráður á íslandi. Það er gaman að sjá hvað allt er friðsælt og fólk bara melló. Allir úti að moka og spjalla saman. Fólk sem ég hef aldrei séð áður en býr nánast við hliðina. Nú eftir 3 tíma útivist er verið að fá sér að borða. Þurka útifötin svo það sé hægt að skella sér út aftur. Þetta er bara fráááábbbæææærrrrtttt.

Nú er bara að sjá hvernig brumið á tránum er. Bara 2 dagar síðan ég talaði um að það væri bara engin vetur. En nú er hann komin. Góða helgi til ykkar allra.


Gleðilegt ár

Kæru vinir og vandamenn. Ég óska ykkur öllum gleðilegs árs og farsældar á komandi ári. Megi friður á jörðu vera aðal málefni nýs árs. Eins og Miss Bjútíbollur myndu segja.

Nú árið kvaddi okkur eins og aðra. VIð vorum hér familían í yfirlæti kalkúns og sykurbrúnaðra kartaflna. MMMM
Dílerinn Skartgripasalin og sonur þeirra komu með kampavísflösku hér um 8 leitið, Við skáluðum fyrir nýju ári, betra snemma en ekki. Þau voru annars á leið í familíuparty svo skruppu yfir í smá stund. Huggulegt. Ísak var svo settur í rúmið kl 21. Þá var friður fyrir okkur hin.

Það var nú svoldið merkilegt þar eftir. Það hefur alltaf verið sent út á netinu innlegt útlent fréttaefni og svo skaupið á eftir. VIð höfum í mörg ár prófað að horfa á þetta með mis miklum pirringi þar sem þetta helv.....drasl frýs alltaf út af álagi. En í ár.... já gott fólk.. við tendgdum tölvuna við stóra plasmann (minn) og þar gossaði bara innlent útlent upp á skjáinn. Fraus bara 2 sinnum. Þetta var svoldið spes að heira íslensku í sjónvarpinu. Skaupið var næst á dagskrá og það er nú oftast þá sem allt fer fjandas til. En viti menn þegar það byrjaði ............þá fraus allt.......nú nú hugsuðum við ......ok......ekkert að vera að pirra sig á því....vissum Það svosem....v ið heirðum að það var eitthvert flugslys. Full vél af útlendingum......obbobbobbbbb....hvað gerist.......það kom mynd..... og síðan var allt skaupið án vandræða á plasmanum. Ótrúleg tækni þar. Var auðsjáanlega að plasminn kunni íslenskunni vel. hihihihi. Svo þetta var mjög gaman að geta horft á þetta. Okkur fanst skaupið ekkert svo galið. Var ekki svo mikið sem maður var ekki að skilja. Ja nema þegar bók hitlers kom. Þetta fannst mér svívirða........vissi sem sagt ekki um 10 littla negrastráka skiljiði. En í allt var það bara fínt..

Eftir skaupið var PS2 tekin fram og spilað Buzz fram yfir miðnætti þá fórum við í rúmið. Öllum smalað í mitt rúm og til að horfa á jól Griswald fjölskyldunar. Alltaf brilljant sú mynd. Sonur minn 6 ára hafði líka gaman af henni. Alveg yndislegt hvað þau eru pure. Þegar afin lagðist í efri koju sonarins og það var plaggat af hálf beri konu í loftinu þá segir sá 6 ára.....vá það er sko greinilegt að þetta er stelpu herbergi..hehehehehhe. Við höfum það bara svoleiðis.
Annars voru allir settir í sitt eigið rúm kl hálf 3. Þá voru allir sofnaðir.

Hér eru engar rakettur eða svoleiðis skemmtilegt. VIð vorum annars með flöskubombur sem strákarnir drituðu yfir jólatréð. Sést varla í það eftir 100 flöskur. Svo áttum við stjörnuljóspakka frá í fyrra. En hmmm...við gleimdum honum svo það bíður betri tíma. En í allt bara frekar rólegt sko. Held að á næsta ári reynum við að fara heim milli jóla og nýjárs. Held að það gæti verið huggó.

Svo í gær fórum við í gönguferð á nýju ári. Það var 12 stiga hiti og logn. Ekkert smá vírd. það er brum á öllu eins og það sé að koma vor. Það hefur engin vetur verið hér enn. 2 dagar sem hefur þurft að skafa.

Einka dóttirinn er á leið til Englands núna. Siggi var að skutla henni á flugvöllinn. Hún er að fara að hitta Tessu vinkonu sína sem hún var með henni í bekk í Kingston. Hún verður í 4 daga. Kemur aftur 6 jan. Svo byrjar Daníel í skólanum á morgun 3 jan. Svo allt er að falla í rétt horf. Gott að fá hversdaginn aftur finnst mér. Snædís á svo að losna við gifsið 8 jan. Það verður gleði tími. Vonandi að allt verði í lagi þá.

Í dag eru svo afmæli hjá strák úr Daníels bekk og systir hans. Verð að fá að deila með ykkur nöfnunum á börnunum...Caolán (borið fram Keilin, sem er strákur) og Aoibhín (sem er borið fram Íví, sem er stelpa). Þessi nöfn er algerlega ómögulegt að bera fram nema maður viti hvað þau eru. Þetta eru írsk nöfn sem eru öll með ótrúlegri stafsetningu.

Vá ég var búin að gleyma þessu.... ég hvet ykkur að fara á youtube. og kíkja á link sem Helga Dís vinkona var með á blogginu sínu. Það er aðferð að brjóta saman T shirt á 2 sec. Prófiði þetta,,.þetta er snild. Ef linkurinn kemur ekki setjið þá inn Japanese way of folding T shirt.

http://www.youtube.com/watch?v=b5AWQ5aBjgE

Sendiði mér nú línu í komment. Alltaf gaman að heira í fólki þaðan. ;-)

En þar til næst over and out.


Já sææællll. Rómantíska kvefið

þá kom að því. Húsfreyjan fékk kvef. Þetta var merkis viðburður. ´´Siggi,,, maður fær svona strengi í kviðarholið þegar maður hóstar´ ( Freyjan voða hissa) ´´Siggi,, Maður fær svona verki yfir axlirnar á þessu kvefi. ( Freyjan voða hissa) ´´Siggi maður verður svo andstuttur af svona kvefi. Siggi lítur á mig,,,,nó veiiii. Já er það.
En svona er það þegar það eru svona mööööörg ár síðan kvef hefur bankað á. VInkona mín fékk hálfgert sjokk. Vá þú hnerraðir. Aldrei heirt mig hósta né hnerra áður. Hvað þá sníta mér. En þetta er sko ekki slæmt. Þessu er ég búin að bíða eftir í laaaangan tíma. Rómantískt kvef. Þar sem maður liggur upp í rúmi, hóstandi, með bók að lesa og konfekt,,Nóa nótabene. Þetta var besta tímasetning í heimi. Karlinn heima að passa börnin. Hann rak mig í rúmið svo ég myndi ekki missa af þessu. Vá þetta var bara æði. Jú maður var svoldið slappur en á mínum mælikvarða þá var ég bara fárveik. Snædís var alltaf að koma og spyrja,,, mamma hvernig er að vera veik,,hihihihi. Hú er sko með ofnæmiskerfið mitt. Aldrei veik. En strákarnir á heimilinu tæta meira í sig kvefpestir. Girs power. Talandi um það. Ég var í partý í nótt með Spicegirls. Eða sko í draumi. Þær voru bara alveg ágætar greijinn. hehehe. Ætluðu jafnvel að taka lagið. Svona hittir maður nú margar stjörnur. Vá en sad. Spicegirls. Hefði nú geta verið eitthvað merkilegra. EIns og metalica eða eittvað.

Annars er bara búið að vera rólegt. Var með 2 coaching í gær svo það var gaman. Gekk bara brilliante. Allir happý. Nú fara áramótin að ganga í garð og við á fullu að reina að ákveða hvernig við ætlum að eyða þeim. Held að það verði bara með dauðri rassfylltri risapúddu. Og ælti það verði ekki bleytt í því með gömlum kreistum vinberjum. Svo tekur örugglega buss PS2 við. Eða eitthvað annað borðgeim. Þar sem það er bannað að vera með rakettur hér þá er stjörnuljós það mest spennandi sem hægt er að fá. Snædís er svo að fara til Englands 2 jan í heimsókn til vinkonu sinnar svo held að við sleppum við að reina að gera áramótin eitthvað big. Manni finnst leiðinlegast hennar vegna hvað áramót hér eru ferlega leiðinleg. Daníel er hvort eð er illa við rakettur og Ísak veit ekki hvað það er. Honum myndi örugglega takast að festa sig í einni og yrði skotið með. Ótrúlegt hvað honum teks. Annars er verið að reyna að fá okkur út í köld. Skartgripa salinn og dílerinn. Það er bara verið að aht hvort það geti einhver komið að hjálpa SBLS að passa. Því það er ekki hætt að skilja hana eina eftir með bræðurnar 2 og son þeirra. Nú er bara að bíða og sjá. Annars fer hún að passa soninn heima hjá þeim.

Nú ætla ég að fara að kíkja á útsölurnar og reina að finna juicer sem við fengum pening fyrir í jólagjöf. Útsölurnar byrjuðu 27 des kl 05. Haldiði að það sé bilun. Maður ætlar að reina að hætta sér út í þetta núna. Vona að maður verði ekki traðkaður niður að nautsóðum kerlingum sem eru að missa af einhverju. Over and out. Gleðilegt ár.


Barn oss fætt

Jólin eru haldin til að fagna fæðingu freslsarans. En í ár voru nú fæðingum fleirrifagnað. Það var nú einu sinni svo að Siggi minn á afmæli á aðfangadag. Svo í ár fæddist honum óvænt afmælisgjöf. Jóhanna frænka og Grétar áttu stúlkubarn á aðfangadag. Öllum að óvörum. Átti ekki að koma fyrr en 2 janúar. En þetta var flott afmælisgjöf handa
Sigga og hann var svaka ánægður. Þetta var mikil frétt þar sem það fæðast ekki stúlkubörn í þessa familíu.

Önnur gleðifrétt kom í morgun þegar Eydís systir og Þröstur eignuðust son. 2 í jólum barn. 18 marka drengur sem kom með spítti. Þetta var mikið ánægjulegt þar sem það er búið að bíða síðan 20 des þegar hann átti að koma, samkvæmt læknum, en alls ekki samkvæmt honum.

Því má segja að barn var oss fætt. Það verður mikið um afmælishald um jól hér eftir. Skemmmtileggggtttt.

Annars hafa jólin verið okkur friðsæl og hugguleg. Maður er í náttfötum langt fram yfir hádegi og fer svo í gönguferð til að geta torgað meira nóa konfekti og mat. Hér var þvílíkt magn af jólagjöfum og allir hæst ánægðir. Takk fyrir okkur til allra. Svo eru gestir að koma í mat, skartgripasalinn, víndílerinn og sonur þeirra. svo verður kannski singstar í kvöld og annað gaman. Best að fara að klæða sig svo maður geti tekið á móti fólki.

Gleðileg jól til allra sem lesa þetta og hafið friðsælan tíma með hvort öðru.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

belfast

Höfundur

Ásdís Líndal
Ásdís Líndal
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband