Færsluflokkur: Bloggar

Tvíburapössun

Í gær morgun kl 8 fór ég að passa tvíburadrengi sem eru í eigu vinnufélaga Sigga. Allt kom það til að Siggi klúðraði símtali fyrir viðkomanda sem þurfti að halda fyrirlestur. Þá átti að setja SIgga í að halda fyrirlesturinn sem ekki gekk upp og blablablablabla, svo eftir langa keyrslu á fund í London þá var ég boðinn upp til að bjarga málunum svo allir eru glaðir. Nú auðvita var það minsta málið fyrir mig að gera þetta. Dennis sótti mig og þegar ég hitti strákana (sem eru aldrei passaðir og muna ekki eftir að hafa séð mig) bráðnaði ég alveg. Þeir eru 22 mánaða og heita svona skemmtilegum nöfnum Daniel og Saack. ( Varð hlátursefni þegar þau föttuðu að þetta var eins og strákarnir okkar hihihi)Allavega þá voru þeir í öðru rúminu og voru að drekka mjólk. Dan lá ofan á Saack, knúsaði hann og strauk á honum bakið. Ég fékk bara tár í augun. Ef þetta hefði verið sonur minn hefði hinn verið marin og blár fyrir að vera með svona hnoð. Jæja niður var farið og ég held að þetta hafi verið bestu drengir ever. Þei settust í sinn grjónapúðann og horðu pínu á sjónvarp. SVo fórum við inn í leikherbergið, sem er frábært. Það heirðist ekki í þeim(hafa fundið tvíburastrauminn). Ég mann eftir því þegar mamma sagði að það hefði ekkert verið erfitt þannig að vera með okkur Eydísi 2. Vorum alltaf á sama stað og þurftum það sama. Það var svo annað þegar við vorum alltaf að rífast og slást. Það eru alltaf allir í sjokki ef þeir heira orðið tvíburar. EIns og það sé bara hörmung. Ég veit að ég var þarna bara í smá tíma en þeir voru mjög sjálfstæðir og voru svo góðir saman. Kunnu að leika sér og skiftast á. Er að spá í að fara með minn trukk í heimsókn. Hann gæri lært eitthvað af þessu. En þetta var voða gaman og ég leist út með rauðvíni súkkulaði og blómum. Vá ætla alltaf að passa þarna... Seinna um daginn kom svo dílerinn okkar með 3 opnar rauðvínsflöskur. Hann var að koma af vínkynningu og það var afgangur. Heppin. Annars er ég eins og ég hafi orðið fyrir vörubíl. Fór í bodypump eftir pössunina og svo í sund með ísak. Er að dreeeeepast. En þetta er að eigin vali. EIns og masokistarnir. Svo hér byrjaði morguninn fyrir 7 svo allir í góðum gír. sól og logn.

Ljótapeysan sæta

Jæja..... Það kom nú að því að peysan var vígð. OG svei mér þá... hún var bara þokkalega cool. Maður verður nú samt að vara sérstaklega til hafður með lagt hárið og make-up. Ég fór að sækja Daníel Þór í skólann og þar var vinkona mín. Hún hafði sérstaklega orð á því hvað þessi peysa væri flott og færi mér vel. Það var þá aldrei. Svo á ég líka svona smartan súkkulaðibrúnan mittis leðurjakka sem fór sérstaklega vel við þetta. En sorry Bryndís ég held peysunni og
Eydís það er of seint að skila henni þar sem það sullaðist rauðvín á hana. Vonadi að það náist úr. Annars var þetta einnota peysa. Og ef það er þá held ég að ég hafin náð þessu með litin. ÉG var að segja June vinkonu minni frá þessu með litinn. Hún sagði eftir smá stund,,, I dont get it. Enda ekki furða. Ekki spilaði hún true colours með okkur í denn þar sem ég var appelsínugul og Bryndís grænblár. Svoldill lókal húmor þar......

fótboltinn í háska

Hvað er í gangi. Ættli þetta sé merki um að ég eigi að skila ljótupeysunni. Jose Mourinho bara hættur hjá Chelsea. Þetta voru ekki góðar fréttir að vakna upp við. Held að það hljóti að vera álög á peysunni. Þetta hefur gerst áður. VIð ætluðum á tónleika með Nirvana en hvað þá. Þá bara skaut hann sig áður en það gat orðið. Aflyst. Við ætluðum á tónleika með Brian Adams(það var sko þegar við vorum teens) þá sprakk allt kerfið í laugardagshöllinni. Aflýst. Núna er búið að kaypa miða á Amy Winwhouse. ÉG er vissum að hún verður ekki hér meðal okkar 3 des. Fyllibitta og dópari. En dem hún er góð. Ég held að þetta sé allt álög þessa hörmulega lits. HEld að Bryndís fái bara peysuna. Og ég held áfram að vera í appelsínugulu. En svona aftur til hörmungarfréttarinnar. AUmingja Jose. En það er ekki skrítið að hann sé farin. Þessi eiganda skítur er gjörsamlega búin að skíta í degið. Skil vel að Jose sé farin þegar hann er búin að vera undir smásjá. En kommon.... að þeir spili leiðinlegan fótbolta. Hvað er málið. Ok þeir stóðu sig ekki vel móti Rosenborg. En...... Má ég bara segja að þetta er bara katastroffa. AUmingja Siggi minn. Hann er með tár í augunum. En ætlar nú í vinnu. Sterkur drengurinn. Nú er bara að vita hvert Jose fer og breita um lit. Fari hann Abrahamovich bara í rassgat. Þá er það sagt. Úff manni líður bara svoldið betur.

Grænblár Skjadböku háls

Já þá gerðirst það í dag sem ég hélt að aldrei í mínu lífi myndi gerast. Þetta segir mér að alllllliiiiirrrrrrr geta breitt um skoðun. Úr því að þetta gerðist. váááá...... Alla vega þá keypti ég mér hérna í morgunsárið grænblá rúllukragapeysu. Fólk gæti undrað sig yfir hvað það væri merkilegt með það. En þeir sem þekkja til þá hefur mér fundist grænblár litur sá allra ógeðfeldasti litur í heimi. Hann var svo hræðilegur að mér lá við vanlíðan þegar vinkona mín ein hér í denn átti jakkaföt í þessum lit. jakkkkkkk, En... nú á ég svona peysu. Ég keypti hana í blindni. MEð öðrum orðum þá drap ég hana eins og hellisbúin hefði komist að orði. Fór að kaupa mjólk sá þessa peysu ásamt einni svartri. 2 fyrir 15 pund. SVo spjótið var tekið fram og skuttlað í ljótupeysuna. Þegar heim var komið þá mátaði ég ósköpinn. Ég var svoldið eins og umferðarljós í henni. Svo nú er ég í þeirri svörtu.hmmmmm. En ég ætla að gefa peysunni smá séns og ekki skila henni. Þess má geta í leiðinni að í morgun var aðeins 5 gráu hiti svo þegar ég fór út var ég að frjósa í hel. Og rúllukragapeysa ætti að bjarga manni frá dauðum.

Vikan að byrja

Jæja þá er önnur vika búin. Hún gekk stórslysalaust fyrir sig. Engin brotin eða með gat á haustnum. Þó nokkrir marblettir og blæðandi munnar. Þá er þetta á drengjunum og ekki þeim fullorðnu. Hinir fullorðnu héldu allir heilsu. Þó er hálssærindi farin að hrjá landsmenn en sterku íslendingarnir með vikingablóð lætur ekkert bíta á sér.
Annars er nú eitt og annað búið að fara fram. Við Siggi fórum á bar að horfa á ísland Norður Írland og sáum þá niðurlægða enn og aftur. Við fórum með lítin fána með okkur og flögguðum við bæði mörkin. Þess má nú geta að Norður Írar eru jafn lélegir fans eins og að spila. VIð vorum 3 að horfa á leikin. Og leikurin fór líka 2-1 eins og áhorfendurnir. Nú daginn eftir var farið á The Northen Whig. Þá fór SIggi ekki með. (sénsin bensin sagði hann). Enda ekki skrítið þar sem Það var verið að halda keppni um Sexiest man in Northern Ireland. Já ég veit þvílíkt hallæri. En það var nú svo að víndíelerinn okkar átti 4 frímiða á þetta hallær isem hann gaf mér. Svo ekki gat það farið til spillis. Svo ég bauð 3 vinkonum með mér. Við vorum jú allar 35+ og ein háófrísk. Við vorum ekki alveg málgrúbban fyrir þetta. En við vorum þarna að pissa á okkur úr hlátri. Þetta var nú aðveg hrikalega hallærislegt. Greijið strákahvalirnar að vera svona ungir og vita ekki hvað þeir voru kjánalegir. En það v ar fullt af ungum stúlkum og drengjum sem fannst þetta æði. Æptu og görguðu og henntu brjóstahöldurum upp á svið. En þar sem þetta var nú ekki fyrir miðaldra konur eins og okkur þá fórum við áður en nokkuð meira geriðst. SVo ekki vitum við hver vann. En þá var farið á Spanijard sen er pub á 4 hæðum. Pláss fyrir ca 15 mans á hverri hæð. Rosa krúttaður öðruvísi pub.
Nú föstudeginum var eitt í spin og bodypump. VAr gersamlega að kálast eftir þetta. OG þetta er eins og alkarnir þá gerir maður þetta aftur og aftur þrátt fyrir vanlíðan sem getur komið eftir á. Svo var æfingarhelgi í róðrinum alla helgina.
Við fórum að róa á laugardagsmorguninnog Siggi fór með að taka video af okkur. Það tóks rosa vel og við fórum öll hingað heim að horfa á stóra plasmanum mínum. OG við lærðum alveg helling á þessu. Allir gerðu sitt besta að laga sína galla. Þá var farið aftur út og æft . Eftir það var farið á pub í róðrarklúbbnum. Þar halda til gamlir kallar sem hittast á hverjum laugardegi. Þetta er alveg hrikalega sætur pub með indislega sætum gömlum köllum. Sem ljóma þegar það koma svona sætar ungar stúlkur á barin. ( þá er maður ekki miðaldra). Svo var matur hjá einni í klúbnum og ég fór með draumatertu með perum í desert. SVo var bara róið aftur á sunnudaginn og gekk barasvona gasalega vel. Maður var frekar þreittur eftir allt þetta svo það var bara farið snemma að lúlla í gærkveldi. Og þá er vikan byrjuð aftur og drengurinn komin í skólabúninginn og tilbúin að fara af stað. Siggi mættur í vinnuna og ég að skola niður kaffi. Já og ísak er hér einhverstaðar . En þetta var vikan okkar í hnotskurn sem var að mestuleiti um mig. Hmmm Bíð ykkur góða viku og farið varlega í umferðinni.

Helgin

Jæja þá er komið að lokum þessara helgar. Það er eitt og annað sem bar á góma. Þó helst að ég endurheimti karlinn heim frá asíu. Hann var nú heldur ruglaður svo það var ekki annað að gera en planta honum í sólstól úti á nýja fína pallinum. Þess má nú geta að á föstudaginn var kom sumar,,,,,,í einn dag. Það var alveg bongóblíða og ekki verið jafn heitt frá því í júní. Allir hálf berir. Börnin löptu í sig djús og snakk og við hjónin gæddum okkur á ljúfengum ísköldum calsberg citrus. Rann ljúft niður. Svo var bara að baka föstudagspízzu að vanda. Maður sleppur aldrei. Börnin neita að borða keypta pízzu. Mömmu pízza best. ( Jóhönnu frænku fannst það líka.hihihi) Já og svo fengum við skemmtilegt símtal með skemmtilegri frétt. Svo var laugadagurinn notaður í að kaupa snúrur og hátalara stand. Og svona í leiðinni keyptum við kojur handa strákunum. Þegar heim var komið rústaði Siggi stofunni sem var svo fín... En hann var að kaupa suround hljóðkerfi í stofuna sem fer vel við plasma skjáinn minn. Svo nú erum við jafnvíg fyrir framan flotta fína sjónvarpið mitt sem gefur hið truflaða hljóð úr fínu græjunum hans Sigga. EN það þíddi jú að það þurfti að líma upp hátalara snúrur og bora og tengja. En að lokum þá var stofan til tekin og allt snúruflæðið falið bak við hinn hryllilega útlítandi skáp út í horni. Ó mæ god. Nei nú verður að smíða utan um þetta allt saman. Svo var sushi í boði húsins að verkinu loknu. Sunnudagsmorgunin byrjaði seint og vel þar sem drengirnir sváfu til 9. Þá fór ég að róa og vorum ekkert smá lengi í dag. 3 klst. Erum að reina að ná jafnvægi á þessum blessaða bát fyrir keppnina í Amsterdam. En í dag gekk bara nokkkuð vel. Siggi fór svo að sækja meira lím í límbyssuna. Fékk lím og kom heim með meiri græjur í safnið. Dear me. (maðurinn er græju sjúkur) Það var standur fyrir ipodinn svo það sé hægt að spila hann í gegnum græjurnar. Svo með því bættu ofan á staflann er þetta eins og verst skreyttasta jólatré í bænum. En þó þetta sé það ljótasta sem um getur þá er hljóðið úr þessu bara algerlega magnað. Og tónleikadiskurinn með Pink Floyd frá 1994(sem siggi og helgi már fóru á) sem kikkstartaði kaupum á hljóðkerfinu, er nú spilaður hátt svo maður fær gæsahúð niður í r...... Nú þurfum við bara stærra hús utan um þetta allt svo þetta njóti sín. Svo nú er kjúllinn í ofninum sem á eftir að næra familíuna áður en börnin verða lögð til svefns. Það er alveg á hreinu að þetta fiðurkvikindi var ekki drepið til einskins því að vanda þá eiga allir eftir að éta yfir sig og liggja á bístri. En þar til næst hafið góða viku.

Lillinn í pössun

Vá. Besti dagur vikunar . Ísak er byrjaður í leikgrúbbu.júúúúúbbbbííííííí. Park Side tók hann inn. En það er nú svo að hann er enn of ungur, bara 2 ára og 5 mánaða. Hér þurfa þau að vara 2 og 9 mánaða. En þær, þessar elskur björguðu mér og ég bara fiffaði til fæðingardaginn. En þetta er í fyrsta sinn síðan hann fæddist held ég að ég hef sett hann í pössun og haft morgun fyrir mig. (nema þegar við höfum verið á íslandi og ömurnar hafa tekið hann). VIssi ekki hvað ég átti að gera af mér. En ákvað að þrífa húsið. Hmmmm. En gaf múraranum kaffi og spjallaðir við hann í staðin. Þá tók nú ekki að byrja að þrífa svo það var bara bloggað í staðin. Húsið skítugt og verður bara að bíða þar til á fimmtudaginn því þá fer Ísak aftur í pössun. Hann verður sem sagt 2. í viku frá 9 til 13. Vá bara mergjað. Þetta á eftir að vera þvílíkt gott fyrir hann. Og mig. Eða rosa gott fyrir mig. Og hann. Svo nú á bara að taka fram bækur og fara að lesa og undirbúa sig fyrir oktober þegar kúrsinn byrjar. En nú er hann bara stutt í dag, fyrsti dagurinn. Svo best að fara að sækja hann.

Múrarasaga

Nú er verið að gera við húsið mitt en og aftur. Held stundum að það væri bara betra að rífa það niður og byggja það upp á nýtt. Ódýrt verkafólk og flýtibygging, ekki gott. En enn og aftur spennandi að tala við fólk. Er búin að sjá það marg oft hvað maður sem íslendingur hefur haft það sem frábærast að alast upp á íslandi. Engin læti, engin ótti. Allir með lykla um hálsin og fóru að sofa full vissir um að þeir myndu lifa nóttina af. Maður á erfitt með að skilja þetta og gapir í hvert sinn sem fólk segir sögur af sjálfum sér eða ættingum, eins og bara frá sjónvarps efni síðasta kvölds. Síðasta saga var frá múraranum. Hann sagði mér sögu sem gerðist á sunnudagin var. Það var hringt í hann um kvöldið og sagt að bróðursonur hans, 16 ára, hafi verið skotinn. Drengsi hafði verið að hitta vin sinn í Antrim, og var ásamt hópi vina að tala saman við hlið. Þetta hverfi var á svæði þar sem en enn einhver titringur milli katholika og mótmælenda. Nema hvað að það er skotið 2 skotum úr fjarlæð inn í hópinn. Það vildi nú heppilega til að drengurinn var" bara"skotinn í löppina. Nema hvað það var ekki hægt að fjarægja kúluna vegna staðsetningar. Löggan kom og stráksi var tekin á spítalan. EN það sem er alveg merkilegt hér, er að það var ekkert gert mikið úr þessu. skotmaðurinn ófundin og næst örugglega aldrei. Ég held að hér sé ekkert gert nema einhver verði drepinn. Þvílíkt rotið. En þó þá er þetta ekkert miðað við sem var. Þegar ungir drengir ,eins og múrarinn, tekin af götunni og keyrður upp í hlíðar,þar sem hann var þvingaður á hnén með byssuhlaup í gagnaugað og beðin um að fara með bæn. Ég held ef ég hefði lent í þessu væri ég lokuð inni á menntó og ekki að múra hús. En það virðist vera sem þetta var bara daglegt brauð hjá fólki. Krakkar að fara að sofa við sprengingar í fjarska eða nálægt. Þegar við fluttum hingað fengu margir sjokk. Spurðu hvort við værum biluð,en,,,,Belfast er rosalega flottur bær og Norður Írland vert að heimsækja. Og þetta er í dag ekkert verra en önnur stórborg. Verð að viðurkenna að Reykjavík er nú ekki borgana best lengur hefur fólk verið að segja. En þetta hérna á bara eftir að batna. VIð erum líka ekki í neinni teroristahættu hér. Því hver kæmi til Belfast til að sprengja?

Asía

SIggi enn í Asíu. Nú meira ferðalagið á þessum karli. Eins og er er hann í Kúalalúmpúr. Þar er hann búin að vera að djamma alla helgina með Mike vini sínum. Haldiði að það sé. Og ég heima með öll börnin, hellandi niður, brjótandi bolla, mígandi niður, rifast og slást. Held að ég ætti bara að fá mér flugmiða einhvert. En þetta er víst ekki bara djammferð. Hann segir að þetta sé vinnuferð. Kall greijið. En það er nú rétt og hann var ekki par hrifin að vera að fara. Fyrst fór hann til Brunei, eyja sem ég vissi ekki að væri til. Þar var hann í 2 daga, þá var farið til malasíu í djammið, og ok,,, fund á mánudaginn. Eftir það fer hann til Jakarta á fund. Þá er ferðinni haldið til Singapoor á fund og svo kemur hann blessaður karlinn heim á föstudags morgun. Þetta er nú ótrúlega spennandi staðir sem hann er á. Hef aldrei farið sjálf..... dem. Verð að segja að ég hlakka nú til að fá hann heim til að taka þátt í meiheminu hérna. Annars er nú heimasætan duglega að hjálpa mömmu sinni að halda geðheilsu. Er að fara að róa á eftir svo það verður smá breik. Erum að æfa fyrir róðrakeppni í Amsterdam 29 sept. Júbbí. Erum 8 í bát svo það er mikil vinna að halda öllum gangandi. Best að fara að klæða sig í átfittið og gera sig til.

Gunpoint á barnavagn

VIð hjónin fórum út að borða eina helgina og fórum á bar á leiðini heim. Þar fengum við sæti við borð hjá nokkrum óþekktum stelpum. Ein af þeim gaf sig á tal við okkur. Ung stelpa sem fæddist á þeim tíma sem mestu lætin voru í Belfast. Þar sem okkur hjónum finnst allar þessar upplifanir fólks heldur spennandi og framandi þá sagði þessi stelpa okkur sögu af sjálfri sér þegar hún var 2 mánaða gömul. Ekki það að hún mundi það sjálf. En þar sem þetta lýsir þvílíkt hvað hlutirnir voru tenns hérna þá má maðúr til með ða deila þessu með öðrum. Það var þannig að hún var víst illa huggandi og grét mikið og ein af 5 systkynum. Yngst. Pabbinn ákavað af fara með hana í gönguferð í barnavagninum, þar sem hún var rólegri og gat sofnað. Þetta var eftir kvöldmat að vetrarlagi, en það var þannig að engin var úti eftir kl 19, nema á bíl. En alla vega, þar sem hann er á gangi ítandi barnavagni á undan sér ráðast að honum hermenn og rífa vagnin af honum og byssuskefti beint að hausnum á honum. Restin af hermönnunum beina byssunum á barnavagnin og eru til búnir að skjóta hann í tætlur. Pabbin æpir og gargar að barnið sé í vagninum og eftir þó nokkurn tíma gargar krakkinn. Ástæðan fyrir þessu var sú að herinn hélt að hann væri með sprengu í vagninum og væri að fara að sprengja. Og ástæðan var bara sú að hann var úti með vagn eftir kvöldmat. SVona var þetta nú. Maður bara gapti og átti erfitt með að ímynda sér þetta. En þarna sluppu þau með skrekkin. En í dag er þetta sem beturfer betra. Lítið sem ekkert um sprengingar og engir hermenn út á götu. Löggurnar komnar á venjulega löggubíla í stað brynvarðra skriðdreka og þær eru núna labbandi út á götu sem þær gerðu aldrei. Svo batnandi þjóðfélag.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

belfast

Höfundur

Ásdís Líndal
Ásdís Líndal
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband