Færsluflokkur: Bloggar
15.10.2007 | 07:50
Coaching stress
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2007 | 07:51
árstíðarbrenglun
Það má segja að það er eitthvað brenglað við þessar árstíðir hérna. í september var maður þunglyndur því nú var haustið gengið í garð og þar eftir vetur. Það var frekar kallt í september eða allavega nóg til að setja þurfti hitann á. Svo kemur oktober. Þvílíkt millt veður. Þessa dagana er búið að vera upp undir 20 stig upp á hvern dag. Í gær vorum við á róló og Daníel var í stuttbuxum og bol. Ég lét hann jú fara í flíspeysu, honum gæti orðið kallt, (íslendingurinn sko). En það var ekki, því hann var nánast berstrípaður. Það var þvílíkt heitt. Það er þó mikill raki sem fylgir þessu og allt hálf blaut. En það má þó með sanni segja að þetta styttir veturinn töluvert. Og ég tala nú ekki um ef þetta heldur áfram. Einhverjir snillingar segja að þetta eigi að haldast út október. Vonandi þó ekki sömu snillingar og sögðu að við fengjum mega gott sumar. Kræst. En allir eru úti og bara frekar glaðir og sammála um það að þetta bætir upp það ömurlegasta sumar í langan tíma. OG VITI MENN það er ekki einu sinni rigning þó allt sé blaut á morgnana vegna rakans. Svo er það flensan, sem ég er búin að komast að, að leggst einungis á karlmenn. Þetta er nú skrítið. Þeir eru svo veikir að þeir eru í rúminu í viku eða hóstandi og geltandi og hálf heyrnalausir vegna þrístings í eyrunum. Aldrei heyrt um kallavírus áður. Allavega ekki svona. hehehe.
Svo nú er helgin byrjuð og ísak vaknaði fyrir allar aldir. Tíbískt. Í dag á að reyna að setja upp einhverjar hillur, (ef kallaveikin er betri). Það þarf að laga allt í stofunni undir surroundið hans sigga. Svo að setja hillur upp við efri kojuna hans Daníels. Svo ætlaði ég að sleppa við að róa á morgun en það er víst ekki hægt. Þjálfarinn er svo mikil lögfræðingur að hann veit hvað á að segja til að fólk segi já. Annars er fyrsti coaching tíminn í dag kl 2. Verður spennadi að sjá hvernig gengur. Ég er reyndar tilraunadýr í dag og svo coacha ég á morgunn. Þetta átti reyndar að vera í vikunni en coachin var svo voooooða veikur með kallaflensuna að hann aflýsti.(samdægurs þegar ég var á leið á staðinn). En auðvita allt fyrirgefið og brosað framan í heiminn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2007 | 07:46
Opnun á Jude
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.10.2007 | 06:40
Life coach kúrsinn
Kúrsinn minn sem er búið að bíða eftir í heilt ár er loksins byrjaður. Síðasta helgi var undirlögð í kúrsinum. Þetta var allt mjög áhugavert. Fyrsti dagurinn fór að mestu leiti í að tala og kynna kúrsinn. Þar sem ég var búin að lesa bók Soffia Manning 2 þá kannast ég við flest sem er verið að tala um. En það er munur á að kannast við og nota rétt í praksis. Allavega þá var kúrsinn frá 10 til 17. Þegar ég kom heim var ég eins og skotin. Ég var ekki alveg að fatta þetta. Ég meina að á kvöldin vanalega er ég þreitt en þetta var bara svo skrítið. Siggi hafði dauða áhyggjur af að mér líkaði þetta ekki. En það var ekki það. Ég held bara að tilhlökkuninn var svo mikil að þetta var ákveðið spennufall. OG það var svo mikið stressenergy í kropnum á mér þennan dag. Siggi fór og sótti kínamat og svo var ég farin í rúmið kl 22. Á laugardegi. Þetta var ekki eðlilegt. En daginn eftir þá vorum við að tala um líðan okkar eftir kúrsin og þá var önnur kona sem hafði það alveg eins. Skrítið. Ég var að líka að spá hvort að þetta hafi verið út af því að þetta var eitthvað sem ég hafði ekki kontról yfir. Eins og hér heima þá er það ég sem hef kontról yfir öllu á heimilinu. Jæja það var jú annar dagur eftir 1 daginn. Þegar við komum þá var reyndar einn maður sem hafði hætt eftir 1 daginn. Sagði að hann vissi allt sem var talað um og hann væri ósammála mörgu. Talandi um að fólk þurfi á lifecoach að halda. En dagur 2 var æðislegur. Mikið stress samt. Okkur var skipt í grúbbur til að prófa eitt módelið á hvort öðru. Það er í raun upplýsingasöfnun frá klíentinum. Það gekk mjög vel. Svo þegar dagurinn var búinn var ég akkurat öfugt við það sem ég var fyrsta daginn. Alveg high. Svo eru æfinga tímar í þessum mánuði. Það fer allt í gegn um síma þar sem ég coacha 2 úr grúbbunni og ég verð coachuð 2. Svo er bara að safna æfinga tímum með vinum og vandamönnum. Svo ef einhver hefur áhuga að vera tilraunakanína þá bara stígið fram. Nú er ég að lesa í gegnum alla pappírana og skrifa spurningar og reina að muna þetta allt. Reyndar finnst mér þetta svoldið kommon sens. Heppin. En engu að síður þá þarf maður að leggja mikið á sig til að muna þetta allt. Æfinginn skapar meistarann ..
Annars þurfi Siggi að fara til Danmerkur á sunnudeginum. Alltaf í burtu þessi karl. En hann kemur heim miðvikudags kvöldið.....bara til að geta farið aftur á mánudaginn. FInnst ykkur þetta hægt?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.10.2007 | 11:17
haustfegurð
Bloggar | Breytt 10.10.2007 kl. 06:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.10.2007 | 11:02
Á hjóli með viðarreyk í nösum
Það var því miður ekki drukkin bjór á árbakkanum í þessari ferð þar sem það var grenjandi rigning allan laugardaginn. Maður fékk allavega ekki heimþrá á meðan. Næst verður farið frá fimmtudegi svo að það verði smá slökun með í ferð seeeeáááááá.
En það verður að segjast að Amsterdam er bara frábær borg. Við leigðum hjól og súsuðum um kanala borgarinnar, og viti menn,,ég var gæd ferðarinnar. Fór með hóp fólks fram og til baka um sund og stræti. Já svona kemur skátinn upp í manni öðru hvoru. Þið sem haldið að ég sé áttavillt, það var örugglega bara feik hér í denn. ÉG var sko bara alger proffi í þessu,hehehehe. EInar áttavilti.
En það er ekkert betra en að vera á hjóli með lykt brenniofna í nösum. Maður var þvílíkt slakur og ég saknaði DK geðveikt. Þetta var eins og vera í risstórri Kristianíu. (eins og hún var áður en löggan eiðilagði hana.( sjeim on jú)).
Ég sver það ég held að það hafi enginn gott að því að búa í GRB i of langan tíma. Maður verður pinnstífur anskoti á þessu. En Amsterdam náði að skræla af manni efsta lagið og gera fólk ísí. Meira að segja svo mikið að ég keypti mér mínípils. Hef reindar ekki farið í það eftir að ég kom í pinna landið.
Þegar ég kom heim var sko Siggi minn að mála útidyrahurðina. Svo hann hafði farið á bloggið mitt og séð hvers var ætlast til af honum. Og seigur strákurinn, hann kláraði palli og setti saman kojurnar. Sagði svo að drengirnir höfðu verið eins og englar og sofið fram eftir. Ekki farið á fætur fyrr en 9. Ég held ég fari bara aftur því leið og ég kem heim þá er vaknað kl 6. Held ég fái mér annesíu út í garði bara. Siggi smiður væri ekki lengi að lemja eina svoleiðis saman. í bili over and out
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.9.2007 | 08:18
Amsterdam
Siggi verður heima með krakkana og hefur verk að vinna. Hann þarf að klára pallinn, mála útihurðina og setja saman kojuna. Hann veit ekki af þessu en hann sér þetta kannski. Hann er annars að fara á tónleika í kvöld með einhverri bluegrass hljómsveit. Allir glaðir. Nema Ísak. Hann er búinn að vera þvílíkur í skapinu. Held að hann sé með munnangur sem er að pirra hann. En það er smurt með kremi svo það er að sjá hvort það sé málið. Daníel er með þetta. Hann var búin að vera að kvarta yfir þessu í marga daga. Og mamman sem hlustar ekki á neitt væl varð að lokum að ath með þetta. Hann var greijið allur í blöðrum í munninum. Svo við fórum í apotekið og fengum þar lyf. Þetta kemur víst stundum með kvefvírus. Svo nú eru allir að verða glaðir. Daníel var mest spældur að fá ekki að fara með lyfið í skólann. Því það er ein stelpa í bekknum sem er með exemkrem í skólanum. Það fannst honum sport. En Siggi minn bjargar málunum heima á meðan ég verð með kaldan bjór á árbakkanum eftir keppnina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.9.2007 | 07:35
Karatestrákur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.9.2007 | 07:38
Og hann lærði að reima (y)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.9.2007 | 07:47
Til hamingju tendó
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
belfast
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar