Færsluflokkur: Bloggar

Coaching stress

Þá er helgin búinn. Hún var nú bara frekar stressandi og lítið varð úr henni þess vegna. Coachinn, sá veiki, stakk upp á því að við mindum gera okkar tíma núna um helgina. Og að sjálfsögðu þá var það ekkert mál. Kl 14 á laug hann og kl 15 á sunn ég. En það sem ég hafði ekki alveg tekið með í reikninginn var að ég er jú ekki vön að gera svona og er því ein tauga hrúa. Dem. Alla vega var ég þvílíkt að undirbúa mig. Svo talaði ég við tengdó þar sem hún var að stappa í mig stálinu. Þar sem ég er ein af þessum perfektionistum sem eiga erfitt með að gera nokkurn hlut nema gera hann vel þá var þetta svoldið flókið. 1 ég hef allldrei gert svona áður 2 er bara búin að fara tvisvar sinnum á kúrsinn, og svona er hægt að telja upp. Karlinn sem var að coacha mig fyrst var bara ferlega góður,enda er hann að vinna við þetta og er með 35 klienta í sinni vinnu. Svo þetta setti mig óneitanlega undir persónulega pressu. En þá var komið að mér. Persónulega þá fannst mér þetta bara ganga ferlega illa. Enn maður má ekki vera of harður við sig, Tengdó sagði líka að ef maður gerði engin mistök þá hefði maður ekkert að gera í kúrsin og væri bara penigaeyðsla. Svo ég tók öllum mínum mistökum sem læristriki og ekki sem feiljör. En bottom line í tímanum í gær, var að hann fékk samt út úr þessu það sem hann vildi og hann var ánægður með að hafa áttað sig á nýjum möguleikum. Svo það er jú allt sem þetta er um. Svo er bara æfingin skapar meistarann. Og næst er ég að coacha eftir 2 vikur. Annars er ég að fá vini mína til að vera tilraunardýr. Aldrei hægt að æfa sig nóg.

árstíðarbrenglun

Það má segja að það er eitthvað brenglað við þessar árstíðir hérna. í september var maður þunglyndur því nú var haustið gengið í garð og þar eftir vetur. Það var frekar kallt í september eða allavega nóg til að setja þurfti hitann á. Svo kemur oktober. Þvílíkt millt veður. Þessa dagana er búið að vera upp undir 20 stig upp á hvern dag. Í gær vorum við á róló og Daníel var í stuttbuxum og bol. Ég lét hann jú fara í flíspeysu, honum gæti orðið kallt, (íslendingurinn sko). En það var ekki, því hann var nánast berstrípaður. Það var þvílíkt heitt. Það er þó mikill raki sem fylgir þessu og allt hálf blaut. En það má þó með sanni segja að þetta styttir veturinn töluvert. Og ég tala nú ekki um ef þetta heldur áfram. Einhverjir snillingar segja að þetta eigi að haldast út október. Vonandi þó ekki sömu snillingar og sögðu að við fengjum mega gott sumar. Kræst. En allir eru úti og bara frekar glaðir og sammála um það að þetta bætir upp það ömurlegasta sumar í langan tíma. OG VITI MENN það er ekki einu sinni rigning þó allt sé blaut á morgnana vegna rakans. Svo er það flensan, sem ég er búin að komast að, að leggst einungis á karlmenn. Þetta er nú skrítið. Þeir eru svo veikir að þeir eru í rúminu í viku eða hóstandi og geltandi og hálf heyrnalausir vegna þrístings í eyrunum. Aldrei heyrt um kallavírus áður. Allavega ekki svona. hehehe.

Svo nú er helgin byrjuð og ísak vaknaði fyrir allar aldir. Tíbískt. Í dag á að reyna að setja upp einhverjar hillur, (ef kallaveikin er betri). Það þarf að laga allt í stofunni undir surroundið hans sigga. Svo að setja hillur upp við efri kojuna hans Daníels. Svo ætlaði ég að sleppa við að róa á morgun en það er víst ekki hægt. Þjálfarinn er svo mikil lögfræðingur að hann veit hvað á að segja til að fólk segi já. Annars er fyrsti coaching tíminn í dag kl 2. Verður spennadi að sjá hvernig gengur. Ég er reyndar tilraunadýr í dag og svo coacha ég á morgunn. Þetta átti reyndar að vera í vikunni en coachin var svo voooooða veikur með kallaflensuna að hann aflýsti.(samdægurs þegar ég var á leið á staðinn). En auðvita allt fyrirgefið og brosað framan í heiminn.


Opnun á Jude

í gærkveldi kom dílerinn okkar yfir. Hann var á leið á opnun á nýjum Bar sem heitir Jude. Og hann vildi vita hvort við hefðum áhuga á að fara með. Og hvað annað. Við hjónin grípum hvert tækifærið til að komast út. Svo það var lagt af stað kl 8 45 pm. Þetta var hinn ágætasti bar. Peter, dílerinn, var ekki alveg jafn hrifin. Hann er búin að vera á opnun allra bara í bænum og fanst þessi vanta eitthvað. Allavega þá bar böns af fólki þarna. Margir höfðu gert sérstaklega mikið úr klæðnaði og útliti enda voru ljósmyndarar út um allt. Æj þið vitið eins og þetta fólk sem kemur í séð og heyrt. ´´Gunna og Birna voru við opnun Carós og skemmtu sér konunglega´´. Það var fullt af sætum stelpum sem stilltu sér upp og voru tilbúnar að láta flasha á sig. En ef það kemur mynd af okkur þá lofa ég að setja hana á bloggið. En engin spurði okkur til nafns. Kannski of sröffí fyrir blaðið. En viti menn á svona snobb opnun, allavega fannst fullt af fólki þeir voða VIP, þá þekkti ég 4. Gera aðrir betur. Þ,etta var fínasta kvöld en við fórum heim fyrir 23. Það var nú bæði vegna þess að Siggi er enn að jafna sig af hæsi og ég var að fara í gymmið daginn eftir. Og hitt var að 14 ára unglingurinn var að skamma foreldra sína fyrir að koma seint heim. ´´Sko, þið segið alltaf að þið verðið stutt svo komið þið allt of seint heim. Ég ætla bara að minna ykkur á að ég á að mæta í skólann daginn eftir´´. Svo maður þorir ekki annað en að hlíða eftir svona pretigun. MAður gæti bara lent í stofufangelsi.

Life coach kúrsinn

Kúrsinn minn sem er búið að bíða eftir í heilt ár er loksins byrjaður. Síðasta helgi var undirlögð í kúrsinum. Þetta var allt mjög áhugavert. Fyrsti dagurinn fór að mestu leiti í að tala og kynna kúrsinn. Þar sem ég var búin að lesa bók Soffia Manning 2 þá kannast ég við flest sem er verið að tala um. En það er munur á að kannast við og nota rétt í praksis. Allavega þá var kúrsinn frá 10 til 17. Þegar ég kom heim var ég eins og skotin. Ég var ekki alveg að fatta þetta. Ég meina að á kvöldin vanalega er ég þreitt en þetta var bara svo skrítið. Siggi hafði dauða áhyggjur af að mér líkaði þetta ekki. En það var ekki það. Ég held bara að tilhlökkuninn var svo mikil að þetta var ákveðið spennufall. OG það var svo mikið stressenergy í kropnum á mér þennan dag. Siggi fór og sótti kínamat og svo var ég farin í rúmið kl 22. Á laugardegi. Þetta var ekki eðlilegt. En daginn eftir þá vorum við að tala um líðan okkar eftir kúrsin og þá var önnur kona sem hafði það alveg eins. Skrítið. Ég var að líka að spá hvort að þetta hafi verið út af því að þetta var eitthvað sem ég hafði ekki kontról yfir. Eins og hér heima þá er það ég sem hef kontról yfir öllu á heimilinu. Jæja það var jú annar dagur eftir 1 daginn. Þegar við komum þá var reyndar einn maður sem hafði hætt eftir 1 daginn. Sagði að hann vissi allt sem var talað um og hann væri ósammála mörgu. Talandi um að fólk þurfi á lifecoach að halda. En dagur 2 var æðislegur. Mikið stress samt. Okkur var skipt í grúbbur til að prófa eitt módelið á hvort öðru. Það er í raun upplýsingasöfnun frá klíentinum. Það gekk mjög vel. Svo þegar dagurinn var búinn var ég akkurat öfugt við það sem ég var fyrsta daginn. Alveg high. Svo eru æfinga tímar í þessum mánuði. Það fer allt í gegn um síma þar sem ég coacha 2 úr grúbbunni og ég verð coachuð 2. Svo er bara að safna æfinga tímum með vinum og vandamönnum. Svo ef einhver hefur áhuga að vera tilraunakanína þá bara stígið fram. Nú er ég að lesa í gegnum alla pappírana og skrifa spurningar og reina að muna þetta allt. Reyndar finnst mér þetta svoldið kommon sens. Heppin. En engu að síður þá þarf maður að leggja mikið á sig til að muna þetta allt. Æfinginn skapar meistarann ..

Annars þurfi Siggi að fara til Danmerkur á sunnudeginum. Alltaf í burtu þessi karl. En hann kemur heim miðvikudags kvöldið.....bara til að geta farið aftur á mánudaginn. FInnst ykkur þetta hægt?


haustfegurð

Nú er álvöru haust gengið í garð. Laufin fallega gul og rauð fallandi til jarðar. Verður reindar bölvaður óþrifnaður af þessu þegar þetta byrjar að rottna. Verður sleipt eins og bananahíði og felur hundaskít undir sér. Bara til að koma fólki á óvart þegar það rennur til í óþveranum. Mega slepja. En það er sól í heiði og logn. Hitasig um 16 gráður. Gæti ekki verið betra. En haust vírus er að ráðast á alla. Fólk hóstandi með hor og slef. Við öll hérna erum með hálssærindi en engin veikur. Því ekki er maður veikur nema maður sé með 40 gr hita eða blæði. Ekki satt Sigurjón. Daníel er orðin góður á þessu svaða kvef munnangri sem hann fékk í síðustu viku. Og mamman sem er aldrei veik, reindi bara að herða barnið. Hættu þessu væli það er ekkert að þér. Eins og þegar karlinn var með samfallið lunga. En allir eru á lífi og kannski maður fari að taka svona væli meira alvarlega. hmmmm. Á morgun er svo fyrsti dagurinn í kúrsinum. Siggi var að koma heim í morgun frá austuríki og er þvílíkt þreyttur og slappur í hálsinum. Greyjið. Ætli ég sæki hann ekki bara í vinnuna og gefi honum heitt kakó. Og hann hvorki með blóð né hita. Sko,,,,,,þetta getur maður líka. Næ að dekra við hann smá áður en hann fer aftur á sunnudaginn. Meira flakkið á manninum. Annars er ég með Ísak í tröppuleikfimi. Hann er þar nokkuð mikið núna. Þetta er svona óþekktartrappa. Virkar ekkert voða vel enn, en hann lærir þetta að lokum og verður að öllum líkindum orðin voða fitt. Hann er í ormaskapi þessa dagana þar sem hann slær klípur og svo bara frussar hann. Ekkert voða skemmtilegt. Ef þið hafið góð ráð að tækla ormasýkingu þá endilega stígið fram. Nú er bara að reina að leggja hann og sjá hvort þetta verði betra.

Á hjóli með viðarreyk í nösum

Þá er ég komin heim aftur. VAr reyndar búin að skrifa svona líka langan pistil um ferðina um daginn en það vistaðist víst ekki. Bömmer því nú er ég að segja gamlar fréttir. Allavega þá var ferðin í alla staði vel heppnuð. Það var róið, farið út að borða og meira að segja náði ég að klína hálftíma í að versla. H og M var heimsótt og viti menn ég verslaði eins og karl. Sá og drap eins og Hellisbúinn hefði orðað það. Og í annari búð var svo keypt önnur ljót peysa. JA hérna. En róðurinn( sem var jú ástæða ferðarinnar) gekk vel. Allir heilir á húfi. Við unnum ekki því satt að segja erum við ekki það góðar. En það er ekki aðal atriðið að vinna heldur að vera með. (orðatiltæki fundið upp af lúserum). Aftur á móti þá hafði ég séns á að vinna í annari keppni. Það var international keppni með útlendingum alstaðar af. Meðal annars íslandi,,,muaaaa. En óheppin aftur,, var í vitlausum bát. þeas tapara bátnum,,bömmer,,,,aftur. Svo var bara kvöldverður og daginn eftir farið heim.
Það var því miður ekki drukkin bjór á árbakkanum í þessari ferð þar sem það var grenjandi rigning allan laugardaginn. Maður fékk allavega ekki heimþrá á meðan. Næst verður farið frá fimmtudegi svo að það verði smá slökun með í ferð seeeeáááááá.
En það verður að segjast að Amsterdam er bara frábær borg. Við leigðum hjól og súsuðum um kanala borgarinnar, og viti menn,,ég var gæd ferðarinnar. Fór með hóp fólks fram og til baka um sund og stræti. Já svona kemur skátinn upp í manni öðru hvoru. Þið sem haldið að ég sé áttavillt, það var örugglega bara feik hér í denn. ÉG var sko bara alger proffi í þessu,hehehehe. EInar áttavilti.
En það er ekkert betra en að vera á hjóli með lykt brenniofna í nösum. Maður var þvílíkt slakur og ég saknaði DK geðveikt. Þetta var eins og vera í risstórri Kristianíu. (eins og hún var áður en löggan eiðilagði hana.( sjeim on jú)).
Ég sver það ég held að það hafi enginn gott að því að búa í GRB i of langan tíma. Maður verður pinnstífur anskoti á þessu. En Amsterdam náði að skræla af manni efsta lagið og gera fólk ísí. Meira að segja svo mikið að ég keypti mér mínípils. Hef reindar ekki farið í það eftir að ég kom í pinna landið.
Þegar ég kom heim var sko Siggi minn að mála útidyrahurðina. Svo hann hafði farið á bloggið mitt og séð hvers var ætlast til af honum. Og seigur strákurinn, hann kláraði palli og setti saman kojurnar. Sagði svo að drengirnir höfðu verið eins og englar og sofið fram eftir. Ekki farið á fætur fyrr en 9. Ég held ég fari bara aftur því leið og ég kem heim þá er vaknað kl 6. Held ég fái mér annesíu út í garði bara. Siggi smiður væri ekki lengi að lemja eina svoleiðis saman. í bili over and out

Amsterdam

Þá er komið að róðraferðinni til Amsterdam. Þetta verður skot túr í þetta sinn. Fer á eftir og kem aftur á sunnudag. Keppnin sjálf er á laugardags morguninn. Vegalengin er 4 km. Svo verður sprettur 250 m. Við erum 8 í bát svo það verður róið að krafti. Eftir það þá er bara slappað af á bakkanum. Það er vonandi að veðrið verði með okkur því þetta er frekar töff ef það er mikill vindur. Vonandi að þetta gangi bara allt vel og ekkert fokkist upp.
Siggi verður heima með krakkana og hefur verk að vinna. Hann þarf að klára pallinn, mála útihurðina og setja saman kojuna. Hann veit ekki af þessu en hann sér þetta kannski. Hann er annars að fara á tónleika í kvöld með einhverri bluegrass hljómsveit. Allir glaðir. Nema Ísak. Hann er búinn að vera þvílíkur í skapinu. Held að hann sé með munnangur sem er að pirra hann. En það er smurt með kremi svo það er að sjá hvort það sé málið. Daníel er með þetta. Hann var búin að vera að kvarta yfir þessu í marga daga. Og mamman sem hlustar ekki á neitt væl varð að lokum að ath með þetta. Hann var greijið allur í blöðrum í munninum. Svo við fórum í apotekið og fengum þar lyf. Þetta kemur víst stundum með kvefvírus. Svo nú eru allir að verða glaðir. Daníel var mest spældur að fá ekki að fara með lyfið í skólann. Því það er ein stelpa í bekknum sem er með exemkrem í skólanum. Það fannst honum sport. En Siggi minn bjargar málunum heima á meðan ég verð með kaldan bjór á árbakkanum eftir keppnina.

Karatestrákur

Í gærkveldi fórum við Daníel á karateæfingu. Ég var búin að spyrja hann út í þetta allt og hann vildi ólmur fara. En þegar það kom að því þá harð neitaði hann því. Greijið hann var svo stressaður að hann gat ekki borðað kvöldmatinn. Hann er víst með fullkomnunaráráttu eins og allir aðrir á heimilinu. Allavega þá píndi ég hann að fara og lofaði honum súkkulaði í verðlaun þegar hann kæmi heim. Hann yrði að prófa þó það væri bara einu sinni. Svo við fórum í buxur og bol og fórum af stað. Þetta er nýr stíll fyrir mig líka því viti menn, þetta er shotokan með sama yfirsensei og er á islandi. Svona er nú heimurinn lítill. Heitir eitthvað Kavasoe. Hvernig sem það er nú stafað. Allavega þá tók Daníel mikinn þátt og fannst þetta algert æði. Og mér fannst þetta líka bara mjög fínt. Þetta hentaði vel þar sem þetta er nýtt fyrir mér líka. Hæstu beltin eru gul þar sem þetta er nýr klúbbur. Svo maður var bara þokkalega góður. hihihih. En hún sagði mér að koma með svarta beltið næst og ekki bara vera í bol. Ég var sett í að kenna Sandan eftir að hún var búin að sína mér þeirra stíl. Sem var næstum eins. Hvað annað. Svo næsta þriðjudag verður farið aftur og Daníel getur ekki beðið. Og jafnvel þá ætlar Snædís með.

Og hann lærði að reima (y)

Jæja þá er helgin búin. June og Peter komu í mat. Siggi eldaði svona líka klikkaðan mat. Fyrir ykkur sem áhuga hafið þá var hann með forrétt úr landsliðsbókinni. 1 síðan, rækjur á avokato og ananassalsa. Hvet ykkur að prófa. Þetta var bara gott. Svo mango og engifer gljáðar andabringur. Svona er hann duglegur karlinn. Átum á okkur gat með banoffie pie í desert. Allavega fór maður vel saddur í rúmið. Annars var allur laugardagurinn notaður í að stinga út. Þvílíkt drastl sem getur verið alstaðar. SIggi tók bílskúrinn og þvottahúsið í gegn. VIð fengum 20 fermetra stærra hús við það. Allavega var það svo mikið af öllu sem ég vissi ekki hvað átti að gera svo ég gat ekki feisað þetta. Siggi er meira svona hann bara gerir þetta og er ekki að pæla neitt í því. Kannski er þetta svona kallagen. Svo á sunnudaginn var farið að róa. Nú nálgast Amsterdam ferðin óðum því á föstudaginn verður bordað í vélina og keppnin á laugardaginn. . Daníel fór í afmæli og Snædís fór í tívolí með vinkonum sínum. Þegar Daníel kom heim úr afmælinu settumst við niður og ég kenndi honum að reima skó. Það tók hann cirka hálftíma þá var hann búin að læra þetta. Daginn eftir hélt hann áfram að æfa sig. Ekkert smá duglegur. Bara ekkert mál fannst honum. Svo sunnudagurinn var bara frekar bissí. Á morgun kemur svo kojan sem við keyptum handa strákunum og ný rúmdína handa Snædísi. Í kvöld verður aftur á móti reynt að fara á 1 karateæfinguna með Daníel. Erum búin að reyna að fara síðan í sumar en alltaf eitthvað komið upp. Td að ég hafi bara gleimt því. Alltaf........ Svo nú er Isak að fara í leikgrúbbuna og Daníel í skólan og í afterschool seinnipartinn. Svo þetta verður rólegheita dagur hjá mér.

Til hamingju tendó

Í dag er líka merkisdagur. Það er fullt af fólki sem á afmæli í dag. Þá helst yndisleg tengdamóðir mín sem hefur 55 ára afmæli að fagna. Sendum henni okkar bestu hamingju óskir. Ekki léleg það að hafa náð 55 ára aldri eiga 4 börn, 3 barnabörn og eitt á leiðinni og vera á leið til Kína. Sérstaklega skemmtilegt. Annars er það líka Sigga Geirs sem á afmæli í dag og hún Rósanna. Það er ekkert lítið þar í einni familíu. Svo á vinur okkar Peter afmæli í dag. Þau hjónin Pete og June ætla að koma í mat í kvöld svo það verður gert eitthvað gott. Segi bara til hamingju með afmælið til ykkar allra. Knús og kossar

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

belfast

Höfundur

Ásdís Líndal
Ásdís Líndal
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband