Bleijukarl

Hvað er í gangi með sumt fólk. Ég fór í stelpuboð í gær. OG að vanda þegar stelpur hittast er talað um brjóstastækkanir, minkanir, varastækkanir og bótox. En Jill sagði okkur frá gömlum nágrana sínum. Á hverjum morgni í heilan vetur þegar hún var á leið út í bíl og í vinnuna þá var maður í húsinu á móti íklæddur ungbarna húfu, samfellu og með bleiju. Hann stóð út í glugga og vinkaði. Í fyrsta sinn hrökk hún þvílíkt við og flýtti sér inn í bíl og tætti af stað. Svo var þetta á hverjum degi kallin í bleiju og drekkandi úr pela veifandi út um gluggan. Jill fór heim og sagði öllum frá þessu og var það orðið að öll fjölskyldan var saman komin til að berja þetta viðundur augum. Meira að segja aldraðir foreldar hennar. En svo fór þetta út í öfgar og hún hringdi á lögguna þegar hann hvafði skrifað á bílrúðuna hjá henni í frostið, Im a baby sissy. Löggan kom ekki en sagði henni að hann væri harmlaus og væri alltaf klæddur svona heima. Kipti sér ekki upp við það. En þess má geta að þetta var í Belfast á þeim tíma sem allt var í uppnámi og frávik af einhverju tagi voru lítið vinsæl. En vá, Ferlega skrítin fetis.

Afmæliskökur

Jæja þá er maður orðin 36. Bauð í kaffi og íslenskar hnallþórur. Fékk 4 lókal stelpur í heimsókn. Á borði voru tíbískar íslenskar tertur. Stelpurnar ákváðu að sitja við eldhúsborðið hjá kökunum. Ekki fannst mér þetta neitt mjög merkilegt eða Jóhönnu frænku, en,,,,,,,,þær írsku,,,,, þetta var eins og vínsmökkun, mmmmmmmm vá hafiði smakkað þessa, vá þessi er allgerlega runner up við þessa þarna,mmmvá bakaðiru þetta sjálf? Við Jóhanna litum á hvor aðra og Jóhanna spurði hvort þær hefðu aldrei fengið kökur áður. En íslendingar eru í bakstri eins og matseld bara svoldið spes. Hér bakar engin og elda lítið. Þetta var þvílíkt findið boð og allar fóru heim með nesti. Og eru enn að tala um þetta. Svo það væri nátturulega bara snild fyrir íslenskan bakara að setja upp bakarí hér. Hann myndi allavega gera það gott þar sem þar er ekkert bakarí til hér. Annars er þetta líka öðruvísi hér þar sem allir hittast á pub og drekka sig til óbóta, ælandi undir borði og farnir heim kl 1 am.

Brúðkaupsafmæli

Við hjónakornin (fyrrv. hjónaleysur) áttum fimm ára brúðkaupsafmæli núna síðasta föstudag. Við höfðum nú vonað fyrir fimm árum að við myndum geta endurtekið brúðkaupsferðina til Maldívueyja á fimm ára afmælinu. Ekki fór nú svo, það er núna markmið fyrir 10 ára afmælið.

Þetta fór nú allt saman vel fram. Við erum með gesti, Jóhönnu og Grétar, og nýttum okkur það til fulls. Tékkuðum inn á hótel hér í Belfast, fengum okkur góðan hádegismat á The Apartment, heimsóttum June vinkonu í vinnuna hennar (fínasta skartgripabúðin í bænum) og fengum kampavín hjá henni. Um kvöldið skelltum við okkur á nýja Deanes at Queens. Seinna um kvöldið hittum við Dennis, Richard o.fl. ásamt ítalska rugby-landsliðinu (frekar daufir eftir tap fyrir írum) á apartment aftur.

Frábært og vel heppnað kvöld í alla staði. 


« Fyrri síða

Um bloggið

belfast

Höfundur

Ásdís Líndal
Ásdís Líndal
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband