18.6.2008 | 11:33
17 Júní í gær
Í gær var sautjándi júní eins og allir íslendingar vita. Þetta er reindar dagur sem oft gleimist hjá okkur eða allavega undanfarin 4 ár þar sem við höfum verið einu íslendingarnir í Belfast. Eða það héldum við. Það er sko þannig að hún Halla Mixa byr hér og hún hafði samband í vor. Svo þá vorum við 6. Já og svo auðvitað Eyjólfur sem keyrir leigubí. Hann er samt ekkert að vilja vera í sambandi. Og það er bara allt í lagi. En Halla ákvað um dagin að hafa upp á fleiri íslendingum. Hún hafði heirt af og hitt einvherja. Það varð út að hún planlagði 17 júní hátíð fyrir okkur öll á pizza stað niðrí bæ. Nú þeir sem komu voru við fimm, Halla, Gísli Geir, Villi og konan hans Meave. ÞEtta var alveg stórskemmtilegt og það fyndna var að allir héldu að þeir væru einir. Þökk til Höllu að vera svo mikið PR. Nema eftir matin þá var ákveðið að bjóða fólkinu heim þar sem drengirnir voru orðnir frekar þreittir. (er y í þreittur...þreyttur. ER það komið af þraut?) Svo allur skarin kom hingað þar sem það var skálað í íslenskt brennivín í ullasokk. Verði þeim að góðu., ég kem ekki nálægt svona jukki. Við sátum og spjölluðum og hlustuðum á Stuðmenn. Svakalega var þetta gaman. Ef maður hefði bara vitað af þessu svona fyrir 4 árum síðan þá hefði dvölin verið minna lónlí. En hvað með það nú eru allir fundnir og búið að ákveða að hafa grillveislu hjá Gísla Geir eftir 2 vikur. Sko tók ekki langan tíma þar. OG svo er líka gaman að nú getur maður farið í bíltúr og skroppið í kaffi. Maður gæti pælt í að gera það í staðin fyrir róló. Voða væld en það má prófa.hahahh. Svo var nátturulega alltaf verið að spá hver þekkir hvern og þá kom það upp úr kafinu að Villi eða Vilhjálmur kendi efnafræði við Fjölbraut á skaga 1972. OG þar með vissi hann hver pabbi var. Lítil heimur. En þetta fólk er voða skemtilegt og allir í mismunandi geira. Villi og frú eru í kvikmyndagerðargeiranum og Gísli Geir í lyfjafræðigeiranum og Halla jú er PR. Yndisleg stelpa. Svo hún er á fullu að skaffa mér klienta í coaching. Ég færi á hausin ef hún væri á launum hjá mér. Svo í allt var þetta bara frábært og strákarnir voða spentir yfir ókunnugum sem töluðu íslensku, Ísak Már var að spurja hvort allir væru sofandi í gestaherberginu. Greijið. ÞAr sem allir sem tala íslensku gista. En nú er nýr dagur og búið að spinna og næst á dagskrá er að sækja ísak má í playgroup.
over and out.
Enjoy life whatever you do
over and out.
Enjoy life whatever you do
Um bloggið
belfast
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já það er Y í þreyttur. Og svona til að rétt þig aðeins meira þá er líka y í reyndar og gleymist. Þú ert vonandi ekki farin að tala með belföstnuskum hreim!
Ég hef ekki nennt að skrá mig í íslendingafélagið hér. "Go figure"
Helga Dís (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 06:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.