15.6.2008 | 10:33
Go dog hjem med dig
Nú þar sem ég er komin með skirteini í hendurnar sem life and businesscoach þá hef ég ákveðið að gera eina og aðra breitingu og aukningu í lífi mínu. Meðal annars þá hefur mér verið illa við kongulær. Var ekki hrædd við þær eins og Eydís systir. Ég meina sko vá. Það var ekkert smá en hún er að lagast ...pínu. Nei mér fannst þær bara ógeð. Svo einn daginn þá ákvað ég að líta nánar á þetta. Ég pældi í því hversvegna ég var hrædd við þær eða sko..þið vitið. Og komst að því að það var í raun engin ástæða til.... og bara af því þær eru ekki appelsínugular með brúnum röndum að maður þurfi að leggja .ær í einelti. Kommon. Svo ég ákvað að hætta þessari vitleisu og bara vera sama um þær. Ég notaði það sem er kallað NLP. Ég byrjaði á að horfa á þær.......svoldið langt frá. Svo nær og nær. Svo einn dagin var ein lóinn á vegnum og hana varð að fjarlægja. Ég dró djúft andan og náði stjórn á hrillingnum sem fór um mig. Ég fór upp á stól og tók í eina löppina eða kannski tvær. Já tvær því einn slitnaði af og sem betur fer þá var ég með tvær. Púhe. Nema hvað að þar sem ég var búin að stúdera lærnar í svoldin tíma þá vissi ég hvað hún myndi gera. Alltaf að vera með vaðið fyrir neðan sig. Hún hringlaði sig utan um puttan á mér. OG áfram var andað og andað og andað. OG í hægðum mínum gekk ég með hana út og henti henni í grasið. Ég var þvílíkt ánægð með mig. Smá eftirskjálfti gerði vart við sig en nú er þetta bara ekkert mál. Er samt ekki að segja að ég sé tilbúinn í þessar á stærð við hund. En nú er mér sama að sjá þær hlaupandi um í kringum mig. Þetta getur maður gert bara að maður vilji. Face the fear and do it anyway. Svo kæra fólk ef þið hafið einhverjar fóbíur þá vitiði hverig á að losna við það og ef ekki þá bara sláið á þráðinn.
Nú þetta var ekki allt. Eins og allir sem mig þekkja þá hefur mig alla tíð verið illa við sprautur. Get ekki sagt að ég myndi gera það að óþörfu að láta sprauta mig. En með þessu NLP þá hefur mér tekist að fara í cortisonsprautu í öxlina. Var bara lítið mál,,,,eða þannig sko....anda anda anda anda. Hitt var að á föstudaginn þá ákvað ég að fara að gefa blóð. Hér í Belfast er aðeins 6 % sem gefur blóð. OG í tilefni þess að ég ákvað að prófa eitthvað nýtt sem getur nýst manni í lífinu,,að prófa eitthvað nýtt...fór ég allllleiiiinn að gefa blóð. Aldrei gert þetta áður. SVo ég var svoldið spennt yfir þessu. VIssi að það átti að taka úr mér um hálfan líter. Var ekki alveg viss hvernig ég yrði eftir á svo ég ákvað að Siggi myndi keyra mig og sækja. Ég er í röð og búin að fá spurningablað og fylla allt út og allt tilbúið fyrir dælingu. Ég var alveg hissa hvað ég var róleg yfr þessu. Hugsaði líka að það sem ég var að fara að gera var allavega sársaukaminna en sá sem átti eftir að nota blóðið. Alllllavega...... þá er komið að síðasta stoppi fyrir dælingu...... og aftur farið í gegnum spurningarnar..... OG hefur faið í heinhvernskonar myndatöku í háls eða rass? Nei nei það hélt ég nú ekki ........eða fokk bíddu jú.....ekki í rass en í háls. Það var 24 des á síðasta ári.... Sorry babe....þá geturu ekki gefið blóð. Það verða að vera liðnir 6 mánuðir eftir. Og þig vantar 2 vikur. Haldiði að það sé nú. Hvorfor står du der ud i regnen Stella, go dog hjem med dig. Eins og hundur með halan á milli lappana hundskaðist ég út úr blóðgjöfinni en með allt blóðið mitt. Það er svosem ekki skrítið að það séu aðeins 6% af fólki sem gefa blóð, Auðvitað er mjög mikilvægt að vera öruggur en komon. Ég sem var búin að gíra mig í þetta. En ég reyndi og það hlítur að telja. Hún sagði....þú kemur bara næst. En það get ég ekki því ég er að fara til USA og þaðan Karabískahafið. En skrítið með það að ég má alveg gefa blóð ef ég fór á Bresku jómfrúareyjarnar en verð að bíða legni af því ég fer til USA. ÉG bara skil þetta ekki.
Allt annað er bara fínt. Við fórum í hjólatúr í gær. Daníel er búin að læra að hjóla svo við drifum okkur með hann í ferð. Ég með Ísak aftaná hjá mér og Daníel á sínu hjóli og Siggi hljóp. Þetta er sko leið að þjálfa börnin og karlinn. Við hjóluðum 10 kílómetra og Siggi fór 12. Seigur. Svo var komið heim og Daníel ætlar að læsa hjólinu. Mamma hvar er lykillinn af hjólinu?.... Hérn..... ha engin lykil. Andk ég hlít að hafa misst hann í hjólatúrnum. SVo það var ekkert með það á mín skveraði sér upp á hjólið aftur og hjólaði þessa 10 km aftur. Engin lykill. EKki heldur í hverfinu þar sem við fórum áður að æfa okkur. Svo það var alger bömmer. En vel sveittur varð maður að sturta sig áður en lengra var haldið. Ég var kki að skilja þetta allt saman. Þá þar sem ég sá aðrar buxur á rúminu þá mundi ég að ég hafi skipt um buxur fyrir hjólatúrinn og þar voru lyklarnir. Ég meinaða.. En mikið var ég glöð og leit á túrin sem extra góða hreyfingu fyrir mig. Svo 20 KM og lykillin heima. Well done.
Nú er Sunnudagur og fathers day. Búið að dæla kaffi og beiglu í pabbann í rúminu og strákarnir á útopnu. Okkur er boðið í garðveislu seinnipartin þar sem allir koma með rétt. VIð ætlum að mæta með ólivukjúklinginn. mmmm. Ég held að ég fari með drengina á róló og þreiti þá fyrir boðið svo þeir hagi sér þar. Hmmmm...glætan. Fullt af börnum og allir tjúll. En að þessu sinni bíð ég góðan dag þar til næst.
Munið að spegill sýnir aðeins það sem þú villt sjá. Jákvæð hugsun sínir fallega spegilmynd. Lifið jákvætt.
Um bloggið
belfast
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hef alltaf verið einstaklega kóngulóar hrædd, hef meira að segja drepið eina með hnífi! En þar sem við búum núna er svo mikið að þessu að ég komst að því að ég hef ekki tíma til að vera hrædd við þessi kvikindi. Drep þau bara um leið og ég sé þau og er miklu minna hrædd fyrir vikið!
Helga Dís (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 12:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.