16.4.2008 | 08:57
Tölvan komin
Það má segja að langt er liðið síðan síðasta bloggfærsla var sett inn. Ekki er það nú vegna þess að ekkert hafi gerst heldur vegna þess að tölvan MÍN sáluga er búin að endurnýja sig. Þannig er að blessaður sonur minn sem er ofan í öllu, uppá öllu og eiðileggur margt sem hann kemst í, náði að stúta tölvunni minni í gólfið. Reyndar marg oft. En að lokum þá var hún nú bara farin að hafa eigin skoðanir og gerði bara það sem hún vildi sjálf. Mér til mikillar armmæðu. Reyndar var þessi, annars góða mac tölva, orðin nokkuð gömul eða 4 ára og kannski að koma tími á nýja. Svo þar sem maður er endalaust að argast út í krakkann fyrir að skemma allt, þá í þetta sinn var sagt með hastri röddu,, Svona drengur þú verður að passa þig,,,,ætlaru að eiðileggja þetta líka? svo fékk hann rembikoss og knús. Tryggingarnar voru latnar vita af ósköpunum og viti menn, 50 pund í sjálfsábyrgð og ný tölva í pósti. MacBook Pro. Gerist ekki betra. Svo hér er ég svaka stolt af nýja gripnum sem er með ótrúlega hæfileika. Henni verður nótabene pakkað niður í hvert sinn og sett í öryggishólfið.
Það er líka fullt búið að vera að gera í sambandi við að selja þetta hús. Það er búið að vera að taka myndir og taka húsið út. VIð gerðum mega tiltekt þar sem það var farið 3 ferðir á haugana. Hvernig er þeta eiginlega.. hvurn fjandan er maður að sanka af sér einvherjum tómum dósum eða halda upp á eitthvað af því að einhver gaf manni það fyrir 100 árum síðan. Hverskonar söfnunar árátta er þetta. En nú fór alllllt í ruslið. Og viti menn að húsið er bara frekar bjart og fínnt. Meira að segja þá sagði karlinn að við værum ótrúlegar druslur og gengum illa um. Breikþrúúúúú í minu lífi. Það var einhver sem fattaði þetta annar en ég, svo nú tekur hann þátt með harðri hendi og láta alla taka til eftir sig. Sweet. Það kom upp sölu skilti í fyrradag. Ég fór bara næstum að gráta. Mér líkar þvílíkt vel við þetta hús og langar alls ekki að selja það. En þar sem það eru tímamót í lífinu þá getur maður ekki bæði haldi og slept. Nú er bara að bíða og sjá hvort það sé einvher sem vill kaupa. Hér er allt að fara anskotans til líka eins og á íslandi. Við höfum líka verið spurð hvort það sé ekki í lagi með okkur að vera flytja heim á krepputíma. En svona jákvæð og bjartsín eins og ég er þá getur þetta ekki verið vera þar enn annarstaðar. GO líka ef það eina sem maður hefur efni á að fara í gönguferð þá hefur maður allavega fólk í kringum sig sem vill passa börnin. Gera aðrir betri díl en það.
En nú verður frá að víkja í bili. Spinn kallar og kress fyrir ísak Má.
Spakmæli dagsins.. Ekki laga það sem er ekki bilað.
Um bloggið
belfast
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hlakka óskaplega til að fá ykkur heim. Það verður alla vega ekki kreppa hjá okkur! Koss til allra.
Tengdó (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 14:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.