2.4.2008 | 10:57
Island Bezt í heimi
Þá er maður aftur komin heim til Belfast. Búið að vera í 15 daga ferð á Íslandi. Það var alveg rosalega fínt. En svaka var gott að koma heim til sín aftur. Þetta var alveg mega prógram. En eins og maður segir líka það er alltaf gott að koma heim til sín, sama hvar það er. Maður getur allstaðar búið sér heimili. Húsið manns eru bara útveggir.
En eins og ég sagði áðan þá var brjálað prógram. Fyrsta sólahringinn þá náum við að koma til íslands, hitta fólkið, passa litla frænda minn hann Ask,,guð hann er svo mikið æði. Fara á tónleika með Sálinni um kvöldið,,og morgunin eftir þá átti ísak Már afmæli,,3 ára litli guttinn. Það var kakó, konfekt og pakkar í rúmið af góðum vana. Svo var afmælisveislan um daginn haldi hjá Eydísi, Þar mættu örugglega um 60 manns í allt. Og svo um kvöldið var partý hjá pottasöngvarafélaginu. Á sunnudagsmorgun þá vorum við vel þreitt og sváfum fram á hádegi. Börnin voru hjá tengdó. Svo fórum við hjónin í Skútuna og fengum okkur sóðaborgara. Nammmm. Bezt í Heimi. Og svo var matarboð hjá tengdó um kvöldið. Læri og alles. mmmmmm. Þetta var fyrsta helgin.
Svo tók vikan við þar sem Siggi byrjaði í nýju vinnuni. Honum líkar svona svaka vel og finnst gaman að vinna með íslendingum. Beztir í Heimi. Hann er að vinna hjá Thule investment,,Bezt í Heimi. Svo það þýddi að ég var að hringja út um hvippin og hvappin að fá að skoða hús og ath með skóla fyrir börnin. Ísak Már var skráður á leikskóla hjá Anney á Ketilsflötinni og byrjar þar 4 ágúst. Daníel Þór fór í heimsókn í Grundarskóla og var svaka ánægður þar. Annars þá sáum við hann lítið. Hann var mest hjá Eydísi systir að leika við Árna Teit.( og spila DS). Hann gisti þar held ég bara flestar nætur, svei mér þá. En það er engin spurning að hann á eftir að þrífast á Íslandi. Bezt í Heimi.
Nú það var margt annað gert. Okkur var boðið í brúðkaup sem var skemmtileg "tilviljun". ( það var búið að kjafta í okkur. Hehehe) En vikan fram að skírdag var upptekin í að hitta fólk og fá viðtöl við hina og þessa. Svo var for-fermingaveisla hjá Adam á Fimmtudeginum í hádeginu og fram á dag með matarboði á Dalbrautinni um kvöldið. Á föstudeginum var kalkúnn í Vonarholti í hádeginu og svo hitti ég Betu Rósu og Dúddý hjá Betu um kvöldið í klikkuðu humarpastasalati og góðu hvítvíni. Á Laugardagsmorgunin var farið að gæsa Jóhönnu smá. Við hittumst og fóum í Salsa tíma hjá Eddu Blöndal sem er með Salsa Ísland. Vá hvað hún er frábær. mæli með henni. Svo fórum við á Ítalskan veitingarstað sem ég man ekki hvað heitir. Eitthvað á Ítalíano. Ágætur matur þar,,í hádeginu. Svo um kvödið bauð Inga systir í mat. Pækil Kalkúnn. Svaka gott maður. Það er ekkert smá af mat sem hrundi niður í mann þessa helgi.
Svo er sunnudagurinn komin. Með tilheirandi páskaeggjum eld snemma. Það er gúffað í sig og lesnir málshættir og börnin úðuðu í sig súkkulaðinu þar til það stóð út um eyrun á þeim. En það mátti ekki láta deigan síga því við vorum að fara í morgunmat hjá Eydisi og Þresti. Svo liðið var baðað og snyrt. Og þegar það var búið að gúffa í sig morgunmatnum þá var haldið á höfuðborgarsvæðið í páskaboð. Guðlaug og Geir voru með páskaboðið að þessu sinni. Tengdó og þau halda alltaf páska saman og þar sem við ákváðum að halda páska með þeim þá vorum við með þi þessu heljarmikla teiti í kópavoginum. Þar voru líka Viðar og Sigurlaug. Og Sigurlaug var ansi sóttarleg að sjá eins og Sigga Geirs orðaði það. Sigurlaug var þarna komin 10 daga framyfir. Svo við Sigga drifum hana í gönguferð. Ganga barnið niður. 'I kópavoginum var gúffað í sig forrétt aðalrétt og desert. Maður var alsæll á leið heim um kvöldið.
Annar í páskum var svo brúðkaupsdagur Jóhönnu og Grétars. Ég tók að mér að farða brúðina, móður brúðarinnar og móðursystur brúðarinnar (mömmu mína),,og sjálfan mig. Svo morguninn var þétt setinn. Brúðurinn var svo stórglæsileg. Verð að viðurkenna að ég var að gera ímig fyrir þetta. En þetta heppnaðist rosa vel. Og hún var eins og ég sagði stórglæsileg. Svo var haldið í brúðkaupið sem stóð fram á kvöld. Yndislegur dagur. En þetta var ekki allt því við fengum símhringingu sem bar þær góðu fréttir að Viðari og Sigulaugu hafði fæðst stúlkubarn í hádeginu. 15 merkur og 50 cm. Svo gönguferðin, birkidjúsin og sóttarútlitið gerði þá gagn þennan daginn.
Til hamingju með þetta allt.
Á þriðjudeginum var svo farið á suðurgötuna í afganga. Ekki gat maður farið að taka upp á að svelta kroppinn. Og af því loknu fór ég að skoða hús með Þresti. Okkur leist vel á en allt enn í biðstöðu. Svo var rekið á eftir Sigga heim því við vorum boðin í mat hjá Bryndísi og SIgurjóni,, í æðislegan kjúlla. Þar lét Sigurjón þau orð falla....njótið mataboðana núna því þegar þið flytjið heim þá er það búið. Þar held ég hann hafi svoldið rétt fyrir sér. Enda fyrr mætti nu vera. 2 boð á dag. Maður yrði eins og hnöttur. Og þá væri ekki dýrt að búa á íslandi. ehhehehe. Annars þá er pundið orðið svo dýrt að munurinn á mat hefur stór lækkað. Gott að æfa sig á því.
Miðvikudagurinn fór í að tala við fasteignarsöluna um að fá teikningar af húsum. Svo kom Beta og Erna á skagan og ég fór svo með þeim í bæjinn þar sem við Snædís og Siggi fórum að skoða litla hnoðran hjá Viðari og Sigurlaugu
En Fimmtudagurinn var í Reykjavík. Við fórum að skoða IB deildina í Hamrahlíðinni. Hljómaði voða vel. Svo það var sett í skoðun. Við Snædís fórum svo að skoða vinnuna hans Sigga. Ekkert smá hugguleg skrifstofa með bara geeeðveiku útsýni. Það ætti engin að verða stessaður þar með þessa vídd í fegurðina. Island Bezt í Heimi. Svo röltum við í kringlunni. Við komumst að því að á Íslandi er bara Designer dót. Ekkert drasl þar. Alltaf Bezt í Heimi. Og bara frekar hátt verð á öllu. Enda mikið fínt dót.
Föstudagurinn fórmí að skoða FVA. Snædísi leist bara svaka vel á það líka. Þeir voru tilbúnir að gefa henni töluverða aðstoð. T.d þá er hægt að fá flest námsefni á hljóðbók. Þeir ætla bara að meta hana og ath var hún stendur. en það er gott ef hún getur sloppið við 10 bekkinn þar sem það er einblínt á samræmd próf sem myndu ekki nauðsynlega segja hvað hún kann. En fínt að þeir voru tilbúnir að taka við henni. Svo brunaði ég til reykjavíkur með Eydísi Bryndísi og Magga og Aski. Þar var búðast smá og svo farið á Kaffi París þar sem við hittum Sigga og Sigurjón. Svaka huggulegt þar. Fengum okkur smá hressingu áður en lagt var af stað á Skagan í kvöldmat á Einigrundinni. OG eftir þar var haldið til Eydísar og Þrastar með rauðvínsflösku í fórum.
Þá var laugardagurinn runnin upp og stórveislan. 60 afmæli Gurrýar frænku. Það voru allir dressaðir upp og haldi í hlaðborð að hætti íslendinga. Bezt í Heimi. Þar var nánast öll Hvammsættin sama komin og ofsa gaman að hitta fólkið. Suma sé ég hef ekki séð í laaannngan tíma. Eftir veisluna var bara drifið sig á Dalbrautina til að pakka dótinu okkar. Því ferðinni var heitið í Hafnafjörðinn í Mat hjá Ingu systir og Helga Má-i. Þar fengum við æðislegan saltfisk og gott hvítvín. Svo var bara komið börnunum í rúmið og sjálfum sér til að vakan klukkan rúmlega 4 til að fara í flug. Ferðini var heitið til Stansted og þaðan heim til Belfast. Heim í hús var komið kl 1800 á belfast tíma eða 1700 á ísl tíma. Við vorum öll frekar þreitt þó svo að þessi ferð hafi gengið eins og í sögu. Það var bara hringt á Dominos sem komu færandi hendi með sjóðheita flatböku. Við náðum að pakka upp úr öllum töskunum og ganga frá. Held að það sé í fyrsta sinn í þessu tæpu 16 ár sem það hefur gerst. Well done. Svo var bara farið í háttinn til að taka á móti hversdeginum með skóla og vinnu.
Ég verð að segja að þettavar sko svoldið töff ferð. Ofsalega gaman og mikið að gera. En skrítið þá fannst mér þetta ekkert mikið mál. Þó svo að það þá var ofsalega gott að koma heim og bara gera ekki neitt næsta dag. Og í dag er Ísak með hitavellu svo við erum bara heima.
Ég bið ykkur öll vel að lifa og njótið lífsins.
Með kveðju, Ísland Bezt í Heimi
Um bloggið
belfast
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.