8.3.2008 | 13:04
Til hamingju Ég
Á sunnudaginn var þá var ég orðin qualifiseruð sem Life and Business coach. Að 6 mánuðum loknum í náminu þá hafðist það. Ég er ekkert smá ánægð. Þessi kúrs bauð upp á mikið gott og aðalega að gara mann að betri persónu. heheh. Það var rosalega mikil vinna sem lág í þessu. Gera verkefni, kynningu að coacha fullt af fólki svo það fái líf að þeirra kvalitet. OG svo prófið sem var að coacha 1 kennarann. OG eins og ein vinkona mín sagði hér þá myndi ég ekki taka að mér að gera neitt nema ég væri viss um að ég gerði það vel. Og ég verð bara að segja að það er bara nokkuð rétt, (Þetta er svona sem maður var alin upp) Svo allavega þá tókst prófið vel og ég gat komið kennaranum í opna skjöldu. Verkefnið sem ég gerði var um Belief. Sem fjallaði um hvernig maður er mótaður af upplifunum og hvernig það stjórnar því hvernig við hugusm, jákvætt eða neikvætt. Hvort við höfum trú á okkur sjálfum... Allavega þá var þetta mjög áhugavert verkefni og ég fékk góða hjálp frá tengdó. Svo var kynninginn um stress á vinnustað. Hvaða áhrif það hefur á starfsfólk og hvernig það er hægt með coaching að gera vinnustaðinn betri að vinna á. Allir eiga að geta vaknað á morgnana og langað til að fara í vinnuna. Ásamt þessu var coachað yfir 30 tíma. Er búin að vera með vini og karl í coaching síðan í október. Svo til hamingju ég að vera búinn. Það verður svo útskrift í júni með öllu tilheirandi. Ljósmyndara, hempu og hatt. ( bara til að gera þetta festligt)
Þetta var nú ekki aðal fréttinn því nú er það ákveðið, eftir ca 16 ára fjarveru frá íslandi, að nú eigi að flytja á Klakann. Sigga var boðinn vinna í Reykjavík sem hann tók. Þetta er búið að hanga yfir okkur í svoldin tíma. Búið að vera frekar stressandi tími. En allavega þá er maður með bros á vör og jákvæða hugsun tilbúinn að takast á við ísland frá og með júlí þessa árs. Þetta verða mikil viðbrigði,en aðal viðbrigðin verða þó að við hjónin eignumst kannski líf og börninn okkar líka. Því það eina sem skiptir máli í lífinu er það fólk sem manni þykir vænt um. Maður getur alltaf fengið nýtt hús, vinnu og það sem því fylgir en fjölskylda og vinir eru unik. Og við hlökkum ómetanlega til að droppa í kaffi hjá ömmu, mömmu systur og vinum. Það sem okkkur hefur skilist er að það er alllllllltaf heitt á könnunni alstaðar. Og ekki væri verra að fá heimabakkelse. Ættli við verðum ekki eins og tunnur á 4 viku. Lillinn var skráður á leikskóla en fékk ekki inn. Övvvvvv. En það er bara að halda áfram að leita. Það er ekki eins og það sé einhver heimsendir.
Svo eru fullt af öðrum kvalitetum í boði, Því að sjálfsögðu völdum við besta úthverfi í heimi,, Akranes,,,til að taka á móti okkkur. Þar er voða fín sundlaug sem hægt er að sulla í eins lengi og maður vill og þrusu fínir heitir pottar. ÚÚÚÚÚÚ sem er bannað að kafa í. Þar er líka karate klúbbur sem við munum leggja leið okkar í. 3 fjölskykdumeðlimir, Á S D á meðan Í S verða heima og hugga sig. Á akranesi er líka hægt að hjóla og vera einn úti að leika (þetta á við um börnin sko). Amma og afi verða stanslaust í heimsókn að kíkja á barnabörninn. Og passa. Og passa Og passa. Vá þetta verður sko munur að vera á Akranesi. OG það sem okkur þótti voða vænt um það var að allir eru svo ánægðir. Við hjónin vorum svoldið hissa að fólk yfirleitt var að spá þetta mikið í þetta. En það er rosalega gaman að vita af góðu fólki í kringum sig.
Nú er komin mars og við á leið til íslands eftir 5 daga í páskafrí. Við verðum í 2 vikur. Þetta átti að vera slökun en nú hefur víst bæst í hópin að sína börnunum skólana, og að skoða hús. Siggi verður eitthvað í nýju vinnunni og svo eru partí, afmæli, páskar, brúðkaup og fleira skemmtilegt í boði, Augljóslega verður stíft prógram.
Á eftir er kumite námskeið í karateklúbbnum svo ég held ég verði að fara að finna til góð verkjalyf, slæmur bakdagur í dag.övvvvvv. Þá segi ég bara over and out í bili.
Og hugun dagsins í dag er , Life the live you love, Love the life you live.
Have a nice day.
Um bloggið
belfast
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Innilega til hamingju með námið þitt, frábær árangur hjá þér og að vera loksins að flytja heim og ekki var það nú verra að það varð Skaginn sem verður fyrir valinu ;) þannig að það verður alltaf heitt á könnunni hjá þér er það ekki?
En enn og aftur til lukku með nýja áfanga í lífi ykkar kæra fjölskylda, næ kannski að hitta ykkur smá í páskafríinu, alla vega eru þið velkomin í heimsókn.
Kv.
Gugga og co
Guðríður Sigurjónsdóttir (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 23:01
til lukku með námið. Kannski að við hittumst á endanum eftir að þú ert flutt heim!
Helga Dís (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 08:25
Þannig að partýið breytist úr "börnin heim" partýi í útskriftarpartý, jah, ef það er einhverntíman ástæða til að fá sér sjúss... Segi nú ekki annað ;)
Hlakka til að sjá þig og það er aldrei heitt á könnunni hjá mér en hins vegar alltaf til kalt "kók læt" í ískápnum og instant kaffi í skápnum!
Bryndís (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 20:00
Til hamningju með áfangana, nú getur tekið okkur öllu í meðferð . En það allrabesta er að þið eruð loksins að flytja heima til okkar, og já það verður bakkelsi og ýmislegt annað með kaffinu þegar þið komið í heimsókn, eins og verður væntanlega hjá þér þegar við komum
Hlökkum til að sjá ykkur.
Rósa (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 12:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.