Ef ég ætti engin, hvar væri ég þá

Skrítin fyrirsögn. En í dag hugsaði ég,,,,ef ég ætti engin börn þá væri líf mitt afar innihaldslaust.. Ég fór að keyra Snædísi Björk í bíó. Því eins og margir vita þá er Valentinesdagur í dag og bærinn fullur af sætum pörum, hönd í hönd á leið í bíó eða bara njóta góða veðursinns. Svo það var nú ekki frásögnin heldur vorum við strákarnir á leið heim frá skuttlinu þegar Daníel Þór fær þetta líka sykurfall. Hann hafði greinilega ekki borðað áður en við fórum af stað. Ég er sem sagt búin að standa í ströngu í morgun við að láta reykfylla húsið til að athuga með lagnirnar. Áframhald frá síðustu viku. En í morgun var það heilbrigðiseftirlitið. OG svo fór ég að coacha og var orðin í spreng með tíman til að skuttla Snædísi Björk. Og hún var að passa svo ég vissi ekki hvort einhver hafði borðað. Svo þá er það klárt að það er ekki af því að ég sé svvvoooo slæm mamma.hehehe Nema hvað á leiðinni heiri ég væl úr aftursætinu. uhuuuu uhuuu. Hvað er að segi ég og kíki við. Þá sá ég í hvað stemdi. Deeeemmmmm og ég í háumferð. Þá er bara tekið það ráð að beigja út við gangstétt og setja hasarljósin á. Draga drenginn út úr bílnum til að bjarga áklæðinu. Þess skal getið að þetta var nánast við háskólan þar sem var aragrúa af ungum stúdentum. Daníel minn var svo máttfarinn (eins og gerist þegar hann fær svona kast) að hann limpaðist niður á gangstéttina öskugrár í framan stinjandi eins og kona í hríðum. OG ég... reyni að stoppa þetta unga fólk....fyrirgefiði...ertu með nammi....Það þarf ekki að fylgja sögunni að flestir hörfuðu frá mér og héldu að ég væri illa klikkuð. En ég fékk þó athygli þegar það gusaðist út ú krakkanum gubbið. Þetta var eins og í falin myndavél. Fólk gekk ffram hjá,,, og ég.... ertu með nammi.....ertu með sykur? OG viti menn að af öllu þessu liði var engin með nammi. Greinilega heilsuátak í gangi. Mestalagi sykurlaust tyggjó. Þó kemur stelpa og bíðst til að kaupa fyrir mig nammi.. Getiði ímyndað ykkur, Reyndar fannst mér þetta nákvæmlega ekkert pínlegt. Ég átti í fullufangi með að halda Daníel frá yfirliði og Ísak inn í bíl. Og þá byrjar sá litli..rífur sig úr beltinu og segir,,,,ég gubba líka...og skyrpir. Honum fannst þetta ómæld athygli sem Daníel fékk. Svo kom stelpan aftur,, ég með Daníel á örmum næpu hvítan. Hún kom með nammi og aumingja stelpan var í sjokki. Eins og aðrir,,,ein ætlaði að hringja á sjúkrabíl., Í álvöru hann greyjið var hræðilegur að sjá.. Eins og hann væri í einhverju kasti. En svo fór nammið í hann og fljótlega jafnaði hann sig svo við gátum drifið okkur heim. Þar sem hann fékk fullan disk af mambó. Hann verðir búin að ná sér að fullu eftir ca 1 tíma. Svo ég segi hvað væri lífið án barna.

Þetta er svo sem ekkert sem ég þekki,ekki því ég er með þetta sama og verð að passa mig. Einu sinni fékk ég svona svaka kast. Ég hafði gleymt að borða morgunmat og við vorum að drífa okkur út og niðrí bæ. (köben) þá finn ég í hvað stefnir,,, og það er bara um mínútu spurgsmál hvort það líður hjá eða ekki....ég fer inn í sjoppu og kaupi kók. Nema hvað það var of seint. Við náum inn í strætó.........og út á næstu stöð.......í neðstu tröppunni út þá kom gusan... gott að það var engin fyrir framan. Svo þá var það betra og við komumst niður á lestastöð þar sem leiðin var beint að næstu ruslatunnu þar sem ég hékk á henni og var að losa mig við ynnifli hélt ég. Það er alveg magnað hvað maður missir mátt því ég hékk á tunnunni. SVo ég þekkti þetta alveg hjá Daníel. En það tók mig svo 2 tíma að jafna mig. Ég fékk mat og lá fyrir á hóteli á istergade í 2 tíma( frænka mín var þar sem sagt) Svo það er mottó á þessu heimili að ekki verða svangur,,, fer illa í skap og maga.. ÞAð er nefninilega það.

Annars er bara fínt veður hér á degi blóma og súkkulaðis. Okkur er boðið í mat í kvöld svo það verður okkar Valentines. SIggi í Barcelona og er í góðum fíling..

Lifið heil.. og verið glöð og hress....líka á rigningardegi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

heyrðu lestu mitt blogg um soninn. Sama sagan þar, ekki svona slæm að vísu.

Helga Dís (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 07:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

belfast

Höfundur

Ásdís Líndal
Ásdís Líndal
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband