6.2.2008 | 20:18
Litblinda
Þá er Bolludagurinn og sprengidagurinn yfirstaðinn. Það voru bakaðar vatnsdeigsbollur og í gær sauð baunasúpan eins og trillt trunta í pottinum,,,,,,,,þar til hún brann í botninn,,,orsökum þess að baðherbergið flæddi aftur.....og enn og aftur herra Isak Már að verki.. En súpunni ásamt soðnu grænmeti og svínakjöti bjargað í skál. OG skal bara segja ykkur það að hún var svaaaaaakalega góð. jammm. Annars í gær var meira en bara baunasúpudagur. Daníel Þór fór til augnlæknis þar sem kom í ljós að drengurinn er litblindur. Þeas á grænu rauðu. Þá er mínum grun aflétt. Þetta er ég búin að halda í 2 ár. En þetta kom í ljós á sunnudaginn þegar siggi lét hann gera prófið með allar doppurnar og svo númer í öðrum lit í miðjunni. Héldum að hann væri að grínast.. Hann sá ekki neitt. Svo það var gert tékk á honum. Svo þar er út um flugstjórann, spipstjórann, rafvirkjann, málningablandarann og fashion. Svo voru honum líka sköfuð gleraugu. Mínum dreng fannst þetta svona líka ferlega spennandi og fannst það að vera litblindur mikið cool og sagði öllum sem vildu heyra,, og fleirum til. Svo nú er bara að bíða eftir brillunum. Hann valdi sér þvílíkt flott chunky gleraugu með tígristíramunstri að innann. Smekk maður. Við tékkuðum ísak Má við þessu líka og það er nánast á hreinu að hann hefur þetta ekki. Hann sá þetta græna á þessu rauða. En það lagar ekkert í honum óþekktina. Og ekki einu sinni hægt að skipta því út fyrir hitt. Annars er Siggi á leið á klakan að sýna sig og sjá aðra. Góður gæji.
Svo er bara eitt skipti eftir í kúrsinum. Þetta er búið að vera bara frábært og gefið manni ótrúlega mikið. Þó ekki væri nema bara jákvæða hugsun og betra hjónaband. Ég segi nú ekki meira. Svo verður útskriftin 7 júní kl 16. Það eru akkurat 10 ár í júni sem ég kláraði nuddprófið. og 4 ár í júní sem ég gerði make up kúrsin. Þetta lítur úit fyrir að vera mikil útskriftarmánuður hjá mér. Gaman gaman. En nú eru heimilisstörfin sem kalla. Búið að klína pulsu í andlitið á sér og þurka remolaðið sem subbast út um allt upp. Svo það er ekki eftir neinu að bíða en að drífa drengina í rúmið. Bíð þá bara góða nótt og lifið heil og sæl. Be happy dont worry.
.
Svo er bara eitt skipti eftir í kúrsinum. Þetta er búið að vera bara frábært og gefið manni ótrúlega mikið. Þó ekki væri nema bara jákvæða hugsun og betra hjónaband. Ég segi nú ekki meira. Svo verður útskriftin 7 júní kl 16. Það eru akkurat 10 ár í júni sem ég kláraði nuddprófið. og 4 ár í júní sem ég gerði make up kúrsin. Þetta lítur úit fyrir að vera mikil útskriftarmánuður hjá mér. Gaman gaman. En nú eru heimilisstörfin sem kalla. Búið að klína pulsu í andlitið á sér og þurka remolaðið sem subbast út um allt upp. Svo það er ekki eftir neinu að bíða en að drífa drengina í rúmið. Bíð þá bara góða nótt og lifið heil og sæl. Be happy dont worry.
.
Um bloggið
belfast
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl og blessuð Ásdís.
Ég er búin að vera í desperat leit að góðum bloggsíðum þegar ég rakst á þína í tölvunni hjá Sívý og Bjössa. Húrra og jibbí, þvílíkar sögur!! Ég er sem sagt búin að hlæja svo mikið að mér er orðið illt í maganum og ég get eiginlega ekki hætt.
Þetta eru miklir snillingar þarna á ferð sé ég. Það verður gaman að sjá Daníel Þór með flottu gleraugun.
Bið kærlega að heilsa ykkur. bestu kveðjur, Sigga.
Sigríður Geirsdóttir (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 22:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.