það sem 6 ára drengjum dettur í hug

Við vorum á föstudags rólónum í gær. Við erum sem sagt farin að fara á Stormont róló á föstudögum strax eftir skóla. Besta leiðin til að flýta fyrir komu helgarinnar. En er sem sagt búin að auglýsa þessar rólóferðir við vinkonur mínar. Svo í gær tók ein mamman af skarið og lét vaða út í hættu frísks lofts og óráðinnar spáar um rigningu og rok. Nema hvað að sonur hennar sem er með Daníel í bekk var með. Hann er svoldill gaur stundum. Nema hvað að þeir eru búnir að vera að hlaupa og djöflast þarna í dágóðan tíma. Upp og niður í stórri kastalarennibraut sem fer í snúning. Heirðu haldiði að vininum verði ekki bara mál að pissa þar sem hann stendur efst í kastalarennibrautinni. Það skiptir engum togum nema að stráksi bregður niður buxunum og pissar niður rennibrautina. Daníel þór, klíjukongur Belfast, Þurfti að komast niður og lætur gossa. Með Piss á höndum og buxum. Honum varð svo mikið um af ógeðinu að hann kúgaðist og kúgaðist þar til hann æli fyrir neðan rennibrautina. Við mæðurnar vissum sem sagt ekki hvað hafði gerst. Ég hélt að Daníel hafði flögrað á að rúlla sér niður brekkuna þarna. Og hin mamman sagði,,er Daníel að gubba?..... Hvað er þetta Daníel minn....varstu að gubba? hvað kom fyrir....*? Caolan pissaði í rennibrautina.....mamma.....af hverju gerði hann þetta.....afhverju....? Hann var bara í sjokki, Mér fannst þetta þvílíkt finndið atvik....og frekar ógeðfelt....svo við mæðurnar gripum bara börnin og hörfuðum á róló. Sem betur fer þá sá þetta engin og við getum mætt afur galvösk næsta föstudag. +

Það er nú ekki bara Daníel og co sem geta verið pínlegir. Ísak Már fór í búðina með pabba sínum. Þar gekk þessi glæsilega stúlka fram hjá. Ísak Már greip tækifærið og strauk henni fagmannlega um rassinn. Stúlkan snérist um á hæl og leit á Sigga með ,,,,,sérstöku augnarráði..... Sorry segir Siggi eldrauður í framan og hraðaði sér í burtu. Ég meinaða. Þetta var bara eins og í denn þegar Snædís Björk var lítil.. og var í búðinni með pabba sínum...... Pabbi sérðu mannin með feita rassinnn?........ eða þegar Daníel sá dverginn,,,en og aftur með pabba sínum í búðinni.......hahahahha lítill karl..og bendir.....Siggi í kúk...sorrý.....manninum var ekki skemmt.
Fyrir ykkur sem eigið börn,,,,, Harpa gefur lífinu lit og langt er til húsavíkur. Heil að sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

klassa stundir úr hversdagslífinu krakkar geta gert eth ótrúlega pínlegt sem að verður að klassa sögu sem að kemur húmors lausustu manneskjum til þess að hlægja. Eins og maðurinn sem að vann í World Trade Center og hélt framhjá konunni sinni síðan þegar hún hringdi í hann í sjokki til þess að gá hvort hann væri á lífi og spurði hann hvar hann væri sagði hann í rólegheitum í vinnuni elskan.

bæbæ bið að heilsa þín mágkona ;*

p.s. það þarf varla að taka framm að eiginkona mannsins bað um skilnað stuttu seinna 

Sigga Lóa (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

belfast

Höfundur

Ásdís Líndal
Ásdís Líndal
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband