22.1.2008 | 12:35
Þegar lítið er að frétta
Sælt veri fólkið. Var að hugsa að það er nú langt síðan að bloggað var síðast. Ja ekki er það mér að kenna að lítið gerist. En þegar maður fer að hugsa þá er alltaf eitthvað að frétta. Sem betur fer þá er maður nú þannig gerður að það þarf ekkert hræðilegt að gerast svo það sé fréttnæmt. Blöðin sjá algerlega um það. En það sem er í fréttum hjá mér er kannski bara góðar fréttir. Fyrst af öllu var Daníel min lasin. (þetta kom sko fram í síðasta bloggi held ég) Nei ekki góðar fréttir en..... Hann fékk svona heiftalega hálsbólgu að það kolgróf í kírtlunum á honum. Góðu fréttirnar voru að hann var ósköp rólegur allan þennnan dag svona ef maður tekur frá karlaflensuna. En ég er að reyna að hætta að gera sömu mistökin aftur og aftur. Siggi sprunginn og Snædís brotin. Ég fór að skoða upp í hann þegar leið á kvöldið og þá komu herlegheitin í ljós. En ég hélt að hann væri með skarlasótt. Það vill svo heppilega til að við búum í götu sem hefur viðurnefnið Doctorslane. Og nágrannin er háls nef og eyrnalæknir. Ég fór og spurði hana af því hvort krakkar gætu fengið skarlasótt 2? ( drengurinn hefur sko fengið hana áður ásamt kviðsliti og gin og klaufaveiki(fyrir fólk) allt á sama tíma). Nema að doksi bauðst til að koma að skoða Daníel. Jábbs hálsgröftur og bólgur. Hann var eins og hann væri að fá hettusótt hann var svo bólgin. Enn honum var skaffað pensilín sem virkaði fljótlega. Enni leist mér nú á þetta meðal. Blóðrautt og eitrað í útliti. Þá fer maður að skoða. E124 er litarefni sem er bætt í. Ég vissi að þetta var umdeilt efni og fór á netið. Jújú,,, Ekki ættlað börnum stóð á einum stað. þetta veldur alskonar viðbjóði, ofnirkni,krabbameini,asma exemi og bara neimitt. Þetta er bannað efni í fullt af löndum,,en nei,,,,ekki hér.....hérna gefur maður þetta börnum í meðal. Bilað lið. Ég gerði mér nú lítið fyrir og hringdi og kvartaði yfir þessu. Eydís systir kvað mig vera brjálaða kerlingu. Það má vel vera en kommon þið hefðuð átt að sjá þetta. En blessaður drengurinn var betri og 6 ára gelgjan tók við aftur.
Ég fór í kúrsin aftur þar síðustu helgi. Bara mjög skemmtilegt. VAr verið að tala um stress og hvernig áhrif það hefði á líkaman og hvernig með coaching væri hægt að minka þau enkenni. Ekki slæmt það. Svo kom maður að tala um coaching á vinnustað. Hann er líka hypnotherapist svo hann fór með okkur í gegnum það. Ég bauð mig fram í að vera tillraunardýr. Það var alveg frábært. Mér finnst þetta líka ferlega spennanid og ætla að læra þetta. Ásamt NLP. Og ekki skemmdi fyrir að kunna pínu í CBT. Svona talar fólk hér. Meinaða held að bráðum verði tungumál sem er bara í upphafsstöfum. Svo er ég að sjóða saman verkefni um Grunnhugsun. Bæði jákvæða og neikvæða og hvernig coaching getur hjálpað fólki að breita henni.
Nú aðal málið og góðu fréttirnar er að það er búið að skíra litlu börnin í fjölskyldunni. Jóhanna og Grétar létu skíra stelpuna sína og fékk hún nafnið Lilja Petrea Líndal eftir ömmunni og langömmunni og Líndal.... eftir mér. Og Eydís og Þröstur létu skíra drenginn hann fékk nafnið Askur Björn Líndal Út í loftið eftir pabba og Líndal eftir mér.:o)
Ég var annars búin að kalla hann Ægir Örn en það nafn kom engan veginn til greina. Þröstur ætlaði ekki að láta greyjið heita nafni sem var aftast í stafrófinu og vera fæddur síðast í árinu. Hann átti við það að stríða. Alllltttaf síðastur í öllu nema þegar átti að gera eitthvað leiðinlegt, þá var því snúið við.. Þröstur þú ert fyrstur í dag...þú átt að fara til jónu hjúkku í sprautu.
Ég heirði í henni Betu vinkonu í gær. Alltaf gaman að spjalla við hana. Hún sagði...Ásdís,,, er þú með ofnæmiskerfi ámeðan við hin erum með ónæmiskerfi? Tíbískt,,,bara ég sem get gert svona. Allir hafa einhvern persónuleika eða landmark sem allir þekkja. Þá er mitt að vera alveg sérlega óheppin til máls. Held að það sé af því ég er búin að vera lengi að heiman,.....hehehehe... Orðatiltæki og háfleigni er það sem mér tekst best upp,,,,já og segja brandara. Man þá alltaf og eru hilaríus... það skal ég sko segja ykkur... Ekki allir sem eru svo orðheppnir... Hver man ekki brandaran um mannin sem þurfti að skipta tíkalli?
Nóg um það, í fréttum voru bara góðar fréttir og allar fréttir eru góðar fréttir bara fer eftir því hvernig það er litið á þær,,,, ja allavega flestar. Jákvætt viðhorf gerir jákvætt fólk.
Smælaðu framan í heiminn
þá mun heimurinn smæla framan í þig
Þetta eru orð með sönnu ,mæli með að þið prófið þetta. Spegileffect.
Sæl að sinni og góðan dag.
Um bloggið
belfast
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ó já ég man eftir manninum sem þurfti að skipta tíkalli og nýslegnum túnskildingum og áætluninni sem fór fyrir bíl og og og :)
Bryndís (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 19:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.