10.1.2008 | 14:13
Þegar 30 pens skipta máli
Við Siggi lentum í svolitlu pínlega fyndnu í gær. Það var svo að við þurftum að fara niður í bæ og þar af leiðandi leggja bílnum í bílastæði þar sem þurfti að borga. Nú við vorum í burtu í hálfan annan tíma sem kostaði 1 pund í stæði. Og við að fara að borga og Siggi spyr mig hvort ég sé með pening. En ekki var það svo þar sem ég skildi budduna eftir heima. Og Siggi gróf upp það sem hann var með í klínki. 70 pens koma upp úr vasanum. Dem,,hvað gerum við þá. Nema að það kemur maður að borga og Siggi, jakkafataklæddur með konuna sína vel til fara við hliðina á,( já mamma ég var greidd og allt:o) ) betlaði 30 pens (samsvarar 4 krónum) af manninum. Maðurinn borgaði sinn miða og gaf okkur svo 30 pens með glott á vör. Nú maðurinn fór og við dældum peningunum í maskínuna. Þá kom babb í bátinn, fjandans vélin tók ekki 5 pens, bara 10. Svo Siggi þurfti að hlaupa inn á hótel með tvö 5 pens til að láta skipta í einn 10 pens. Og þá kom það tíbýska, strákurinn í afgreiðslunni,,,,,nei,, ég get ekki oppnað kassann nema þú kaupir eitthvað. Fjandinn hugsaði Siggi. Hvað þá,,,,,? Nú hann fer inn á barin á hótelinu og sér það 2 stráka á cirka 3 kollu, að horfa á fótbolta, Hann vindur sér að þeim (í jakkafötunum) og biður þá að skifta fyrir sig tveimum 5 pensum í eitt 10 pens. Srákarnir sprungu úr hlátri, drógu upp 10 pens og reyndu svo að ota að honum meiri pening. Sem Siggi pennt afþakkaði. Vantaði bara 10 pens í maskínuna. Þetta var bara hilaríus. Aðal áhyggjuefnið var svo af því að hann var búin að vera svo lengi að þessu að mælirinn væri farin í 1 pund og 10 pens. Enn ekki var það nú og við náðum að komast út úr bílastæðinu að lokum. Þetta kennir manni að vera alltaf með klæink í vasanum eða allavega í öskubakkanum í bílnum. Bara hilaríus
Um bloggið
belfast
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.