Veikindi

Aumingja Daníel minn er lasinn í dag. Með þetta líka illt í hálsinum. Og í nótt gubbaði hann, held af verkjalyfjunum sem hann fékk í gærkveldi. Það hlaut að vera eitthvað að honum þar sem hann var gersamlega að gera okkur klikk í gær. Hann var næstum því fyndinn. En það er ekki því að skipta að Daníel er af karlkyni og það sannast algerlega í þessum veikindum. Það er eins og engin hafi nokkurntíman verið veikur. Hann er eins og dramakerling á dánarbeði. Grætur með þvílíkum ópum eins og sé verið að skera í hann. Við komum úr karate í gærkveldi og himin og jörð voru að farast. An auðvita er honum illt......en komon..... hvað er þetta með karlkynið þegar það verður veikt?

Snjórinn er núna farinn og bara búið að rigna. Í gær var svoddan slagveðurs rigning að það sást varla út. Harðbrjósta móðirinn gallaði drengina og setti þá út í garð. Sem betur fer voru engar eldingar því þeim hefði öruglega slegið niður í þá þar sem ENGIN annar er úti þegar illa viðrar. Þetta gekk þokkalega hjá þeim þar til það var orðið mjög dimmt og Ísak Már grenjandi að ég leyfði þeim að koma inn. Móðirinn trúir því að ferskt loft, með eða án rigningu, geri bara börnum gott. Það var til þess að Ísak Már sofnaði í tröppunum á leiðinni upp. Og Daníel Þór er veikur núna. En ætli það sé nokkuð vegna rigningarinnar. Voru hvorki blautir né kaldir. 66 gráður norður sér fyrir sínum. :o).

Helgin var okkur ágæt. Ég fór að falast fyrir vinnu í bænum. Ekki það að það væru staðir sem voru að leita, en ég fór nú samt og viðkomandi bað mig um að skriva CV. Það gerði Siggi fyrir mig og það vara bara ferlega flott hjá honum. Fannst hann nú vera að gera heldur mikið úr einhverjum persónu töfrum en það getur varla skemmt fyrir. Svo nú er bara að sjá hvort eitthvað losni.

Svo var einkadóttirinn endurheimt á sunnudaginn. Eftir 4 daga í London,Kingston. Hafði verið svaka gaman og vildi gjarnan vera lengur. En ekki var það alslæmt að koma heim þar sem hún átti tíma í gær til að láta taka gifsið af. Hún er enn að drepast í hendinni svo hún var send í iðjuþjálfun til að styrkja í liðböndunum. Svo nú á hún að fara vikulega. En vonandi gengur þetta hratt. Bara gera æfingarnar .

Ég verð að fá að tjá mig um svoldið merkilegt TV prógram sem við sáum í gær. Það er nú einu sinni svo að mér finnst svoldið gaman að horfa á þætti um abnormality. ( Veit að ég á Bryndísi sem félaga í því,) Alla vega þá var þetta þáttur um aðgerðir sem eru gerðar á fóstrum í móðurkvið. Í þetta sinn var verið að gera við Klofinn hrygg. Maður lærir alltaf eitthvað nýtt á svona prógrami. Fact sem ég vissi ekki, Klofinn hryggur er gat á mænunni þar sem það vantar hryggjaliði og það er ekkert skinn yfir svo að tauginn er algerlega beruð. Það sem gerist er að fósturvatnið étur upp og skemmir taugina sem verður til þess að barnið verður lamað frá þeim stað sem gatið er og taugin stjórnar. Svo var annað að þeir sem eru með klofin hrygg fá vökvasöfnun upp við heilan, sem læknarnir höfðu víst enga skýringu á. Svo að það er í flestum tilfellum að börnin verða fyrir heilaskaða vegna þessa.
Nú þá kemur að aðgerðinni sem er gerð á sjúkrahúsi í San Fransico. Læknirinn skar eins og í keisaraskurði en tók legið út eins og það lagði sig. Konan var 23 vikur ófrísk. Svo var gert gat þar sem allur fósturvökvinn var dreginn út í sprautum og geymdur. Þá kom að því að ná í bakið á barninu þar sem gatið var saumað saman í gengum gatið á leginu. Þetta var algerlega magnað. Af því búnu þá var fósturvökvanum sprautað aftur inn ásamt antibiotic, og gatinu lokað. Konan saumuð saman og vakin, Engan skal undra að þetta var gert í svæfingu þar sem bæði barn og móðir voru svæfð. En það var nú ekki að það fylgdi þessu engin áhætta þar sem það var ýmislegt sem gat gerst. Meðal annars að legið færi að dragast saman og myndi ýta barninu út. En konan gekk með barnið svo til 34 viku og fæddi það með keisara. Þegar barnið fæddist þá hreifði það bæði hendur og fætur, Og við 3 mánaða þá gekk mjög vel með það.

Ég get svariða, Það sem læknar geta gert í dag. Ég varð alveg heilluð að þessu. OG mátti til með að deila þessu með ykkur.:o)

Kúrsinn minn er svo á laugardaginn og þá eru bara 2 skipti eftir. Við erum búin að kaupa okkur miða á Ísland 14 mars og hlökkum mikið til. Nema greijið Ísak Már. Hann tók temma þegar hann vissi að hann átti að fara í flugvél. Hann sá Palla einn í heiminum, og þar fór Palli að fljúga og flaug á tunglið. Hann var þvílíkt hræddur og sturlaðist þegar hann vissi um komandi ferð. Aumingja barnið. En þetta verður allt í lagi.

Kveð að sinni Gleðilegan miðvikudag. Aðeins 2 dagar í helgi. (eða 1 þar sem helgin byrjar hjá mér á fimmtkvöldi,því föstudagar eru bara cool dagar)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

belfast

Höfundur

Ásdís Líndal
Ásdís Líndal
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband