4.1.2008 | 12:32
Let it snow
Í gærkveldi þá byrjaði að snjóa. Það var þvílíkur jólasnjór og satt að segja þá var þetta bara frekar mikið. Þetta var svo ótrúlega fallegt. Bakgarðurinn var upp ljómaður ein pg það var miðjur dagur. Ótrúlegt hvað það byrtir yfir. En það var lofað að þetta væri búið í morgun þar sem það átti að byrja að rigna. En ekki var það nú rétt því þegar við fórum á fætur í morgun þá var bara allt á kafi í snjó, Ég hef aldrei séð svona mikin snjó áður hérna.
Þá fór þetta að vera fyndið. Fólk hér hefur sjaldan séð snjó og veit ekki hvernig það á að aðhafa sig í þessu. Ein var með skúringamoppu í annari hendi og var að reyna að ýta snjónum af bílnum á meðan hún hélt á handtöskunni í hinni hendinni. Bara hileríus. Svo var fólk að reyna að komast út úr inkeyrslunni hjá sér. Gekk ekki vel. Þess má geta að gatan hér hjá okkkur er hvorki rudd né söltuð, svo þetta var bara eins og gler. Og bílarnir eru allir á sléttum dekkjum. Þið getið rétt ímyndað ykkur. Nú ég átti tíma hjá sjúkraþjálfa og þurfti því að leggja í langferð. Gekk vel að komast út úr botnlanganum og upp Annadale sem er brekka. En ég ætlaði nú að snúa við þegar allt var stopp og allir spólandi. Ég þurfti að bíða eftir innkeyrslu sem hafði verið þjöppuð af öðrum bílum. Þetta var nú meira. Jú og niður Annadale aftur. Var þá búin að aflýsa tímanum mínum. Þá keyrði ég fram á nágrannann sem var föst á miðri götu. Allt stopp. Og ekki gat ég farið að hjálpa henni þar sem allt hefði stoppast mín meginn. Ég beigði inn á Wellington Square þar var hinn nágranninn, eiginmaðurinn, fastur. Ég sverða. Þetta var nátturulega bara hilaríus. Nema þá mundi íslendingurinn að maður notaði motturnar í bílnum til að setja undir dekkinn. Svo það var gert við nágrannabílinn og hann komst smá áfram. Þá var ég föst, hreifðist ekki spönn frá rassi. Svo út með motturnar og gefið í. Það endaði með að ég hringdi í Sigga sem var að vinna heima, að koma að hjálpa mér. Hann kom með skóflu og gróf frá. Og 3 karlar íttu svo á bílin svo hann komst upp brekkuna og heim í hlað. Bílar nágrannana voru báðir skildir eftir út á götu.
Nú já Skólanum hjá Daníel var aflýst. Væntanlega því kennarar hafa ekki komist til vinnu. Svo það má segja að það hafi verið allt í kaos. OG búið að gefa út snjóneiðarnúmer. Váááa´. En ég og drengirnir fórum nú út í skíðagalla og lékum okkur í snjónum. Bjuggum til snjókarl og rendum okkur á plastpoka. Og nú er byrjað að snjóa aftur. Þetta er bara æðislegt. Íslendinar eru örugglega í kasti yfir þessu en þetta er álíka merkilegt og þegar kemur 25 gráður á íslandi. Það er gaman að sjá hvað allt er friðsælt og fólk bara melló. Allir úti að moka og spjalla saman. Fólk sem ég hef aldrei séð áður en býr nánast við hliðina. Nú eftir 3 tíma útivist er verið að fá sér að borða. Þurka útifötin svo það sé hægt að skella sér út aftur. Þetta er bara fráááábbbæææærrrrtttt.
Nú er bara að sjá hvernig brumið á tránum er. Bara 2 dagar síðan ég talaði um að það væri bara engin vetur. En nú er hann komin. Góða helgi til ykkar allra.
Um bloggið
belfast
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
frábært, svona er þetta hér hvern vetur. Snjóaði þvílíkt um helgina en er að rigna burtu núna. Kemur samt aftur, krakkarnir náðu að fara á skíði og ég og Baltasar bjuggum til snjóhús. Hvernig er þetta áttu enga myndavél, hvernig væri að taka smá myndir og skella hér á blogginn.
Helga Dís (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 06:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.