2.1.2008 | 09:46
Gleðilegt ár
Kæru vinir og vandamenn. Ég óska ykkur öllum gleðilegs árs og farsældar á komandi ári. Megi friður á jörðu vera aðal málefni nýs árs. Eins og Miss Bjútíbollur myndu segja.
Nú árið kvaddi okkur eins og aðra. VIð vorum hér familían í yfirlæti kalkúns og sykurbrúnaðra kartaflna. MMMM
Dílerinn Skartgripasalin og sonur þeirra komu með kampavísflösku hér um 8 leitið, Við skáluðum fyrir nýju ári, betra snemma en ekki. Þau voru annars á leið í familíuparty svo skruppu yfir í smá stund. Huggulegt. Ísak var svo settur í rúmið kl 21. Þá var friður fyrir okkur hin.
Það var nú svoldið merkilegt þar eftir. Það hefur alltaf verið sent út á netinu innlegt útlent fréttaefni og svo skaupið á eftir. VIð höfum í mörg ár prófað að horfa á þetta með mis miklum pirringi þar sem þetta helv.....drasl frýs alltaf út af álagi. En í ár.... já gott fólk.. við tendgdum tölvuna við stóra plasmann (minn) og þar gossaði bara innlent útlent upp á skjáinn. Fraus bara 2 sinnum. Þetta var svoldið spes að heira íslensku í sjónvarpinu. Skaupið var næst á dagskrá og það er nú oftast þá sem allt fer fjandas til. En viti menn þegar það byrjaði ............þá fraus allt.......nú nú hugsuðum við ......ok......ekkert að vera að pirra sig á því....vissum Það svosem....v ið heirðum að það var eitthvert flugslys. Full vél af útlendingum......obbobbobbbbb....hvað gerist.......það kom mynd..... og síðan var allt skaupið án vandræða á plasmanum. Ótrúleg tækni þar. Var auðsjáanlega að plasminn kunni íslenskunni vel. hihihihi. Svo þetta var mjög gaman að geta horft á þetta. Okkur fanst skaupið ekkert svo galið. Var ekki svo mikið sem maður var ekki að skilja. Ja nema þegar bók hitlers kom. Þetta fannst mér svívirða........vissi sem sagt ekki um 10 littla negrastráka skiljiði. En í allt var það bara fínt..
Eftir skaupið var PS2 tekin fram og spilað Buzz fram yfir miðnætti þá fórum við í rúmið. Öllum smalað í mitt rúm og til að horfa á jól Griswald fjölskyldunar. Alltaf brilljant sú mynd. Sonur minn 6 ára hafði líka gaman af henni. Alveg yndislegt hvað þau eru pure. Þegar afin lagðist í efri koju sonarins og það var plaggat af hálf beri konu í loftinu þá segir sá 6 ára.....vá það er sko greinilegt að þetta er stelpu herbergi..hehehehehhe. Við höfum það bara svoleiðis.
Annars voru allir settir í sitt eigið rúm kl hálf 3. Þá voru allir sofnaðir.
Hér eru engar rakettur eða svoleiðis skemmtilegt. VIð vorum annars með flöskubombur sem strákarnir drituðu yfir jólatréð. Sést varla í það eftir 100 flöskur. Svo áttum við stjörnuljóspakka frá í fyrra. En hmmm...við gleimdum honum svo það bíður betri tíma. En í allt bara frekar rólegt sko. Held að á næsta ári reynum við að fara heim milli jóla og nýjárs. Held að það gæti verið huggó.
Svo í gær fórum við í gönguferð á nýju ári. Það var 12 stiga hiti og logn. Ekkert smá vírd. það er brum á öllu eins og það sé að koma vor. Það hefur engin vetur verið hér enn. 2 dagar sem hefur þurft að skafa.
Einka dóttirinn er á leið til Englands núna. Siggi var að skutla henni á flugvöllinn. Hún er að fara að hitta Tessu vinkonu sína sem hún var með henni í bekk í Kingston. Hún verður í 4 daga. Kemur aftur 6 jan. Svo byrjar Daníel í skólanum á morgun 3 jan. Svo allt er að falla í rétt horf. Gott að fá hversdaginn aftur finnst mér. Snædís á svo að losna við gifsið 8 jan. Það verður gleði tími. Vonandi að allt verði í lagi þá.
Í dag eru svo afmæli hjá strák úr Daníels bekk og systir hans. Verð að fá að deila með ykkur nöfnunum á börnunum...Caolán (borið fram Keilin, sem er strákur) og Aoibhín (sem er borið fram Íví, sem er stelpa). Þessi nöfn er algerlega ómögulegt að bera fram nema maður viti hvað þau eru. Þetta eru írsk nöfn sem eru öll með ótrúlegri stafsetningu.
Vá ég var búin að gleyma þessu.... ég hvet ykkur að fara á youtube. og kíkja á link sem Helga Dís vinkona var með á blogginu sínu. Það er aðferð að brjóta saman T shirt á 2 sec. Prófiði þetta,,.þetta er snild. Ef linkurinn kemur ekki setjið þá inn Japanese way of folding T shirt.
http://www.youtube.com/watch?v=b5AWQ5aBjgE
Sendiði mér nú línu í komment. Alltaf gaman að heira í fólki þaðan. ;-)
En þar til næst over and out.
Um bloggið
belfast
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott að allt er að komast í sama afmælisgírinn hjá Daníel eins og fyrir jól!
Frábært að fá þessa slóð með brotinu. Sá þetta fyrir 2 árum en náði ekki að æfa mig nóg. Tær snilld!
Sívý (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 14:25
Gleðilegt ár mín kæra! Gerðist staðgengill þinn í fjölskylduboði á gamlárskvöld, bara skipti um Dís ;o)
Lýst svona líka glimrandi á að koma milli hátíða á næstu jólum, gerði það í fyrra og það var bara alveg brill! Mættir svosem alveg koma fyrr líka!!!!
Bryndís (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 14:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.