18.12.2007 | 13:50
Blessuð jólin..... stressss
ÞAð má með sanni segja að jólin eiga að vera hátíð ljóss og friðar. Allir stilltir og góðir. Jólasveinninn að gefa þægum börnum í skóinn og foreldrar að hóta börnum sínum að ef þau verði ekki stillt þá kemur bara kartafla. Ef þetta væri rétt þá væri fullur pottur af kartöflum á hverjum degi. Þetta er allavega á mínu heimili. Jólasveinninn sendi drengjunum mínum mandarínu og hótunarbréf. Sá eldri bara glaður með að það var hægt að fjölga manarínunum í skálinni niðri. Og var smá skömmustulegur yfir að fá hótunarbréf. Sá litli er því miður ekki með skilning á jólasveininum. Lítið hægt að hóta honum, enda væri hann með heila kartöflumús í skónum sínum ef það væri. Það sem hann gerir ekki. Maður þarf að fylgjast með honum eins og ungabarni. í dag er búið að rekja upp hálfan tannþráðspakka, Hella úr brúsa yfir eldhúsið, Henda nammi kassanum á fæturnar á sér og steipa sér kodhnís úr sófa og ofan á baðvikt. Allur kramboleraður. OG allt þetta fyrir hádegi. Ég sverða held ég biðji um orlof í jólagjöf. Pollýanna hipjaðu þig bara heim. Þú og þitt væl. Nei nú er ég bara að fá nóg. Tækla þetta bara eins og sannri húsmóður sæmir. hehehehe.
Það er mikil örtröð allstaðar. Allir að kaupa jólagjafir eins og aldrei fyrr. Og ég að stressast yfir því að eiga að eftir að taka myndir af börnunum sem eiga að fara í jólakort. Reyni töku 3 í dag.
Svo er verið að bíða eftir að Eydís eigi barnið. ÞAð ætlar að láta standa á sér. Gerir bara það sem það vill að hætti sönnum Líndal meðlim. Ég var viss um að það væri eitthvað að gerast í gær seinnipartinn. Ég var með þvílíka verki. Það var sko þvílík tilviljun að þegar Eydís átti Teitinn þá var ég að drepast úr verkjum,,,,með regglulegu millibili. Vissi bara ekki hver fjandin var að gerast. Svo leið það hjá og hætti eftir nokkra tíma. Þegar ég kom heim þá fór ég til Eydísar. Hún hafði verið á sjúkrahúsinu og verið í mónitor. Þar voru reglulegir samdrættir en hún fann enga, Takk fyrir það. Ég var með þá alla, Þetta þótti okkur skemmtileg tilviljun. Svo í gær seinnipartin sagði ég við sigga að ég væri viss um að eitthvað væri að gerast. Svo ég hringdi í Eydísi og tilkynnti að það hliti að vera að gerast eitthvað. Þá var sagt að hún hefði verið með verki fyrr um dagin og fram undir kvöldmat. Ég meinaða. En nú er bara ekkert að gerast hvorki hjá henni né mér, hihihih. Bara smá seiðingur í mjöðmunum og baki sem kemur og fer. Hafiði vitað það betra. Að taka yfir fæðingarhríðum annarra. Ekki af þvi að þetta er svo gott.
Annars eru Mamma og pabbi komin og farin.Það var voðalega huggulegt hjá okkur. Maður fann það þegar þau voru að fara að maður hefði alveg viljað halda jólin heima. En svona er það. Í framtíðinni verður það jafnvel geranlegt.
Svo er allt í jólafrokostum út um allt. Siggi er að fara 21 des, Byrjar kl 12 á hádegi. Það verður ástand á fólki um kvöldmatarleitið. sveimér þá. Ja fólk verður bara komið snemma heim til sín. Engin leigubílaslagur þar. Svo er 23 des smá hittingur á bar. ÞAð eru vinafólk okkar sem eru að bjóða í þennan hitting. Gaman það.
Svo er verið að leggja hönd á síðustu jólagjafainnkaupin. OG afmælisgjafa. Það virðist vera sem allir eiga afmæli í des. Daníel er boðið í 5 afmæli í desember. Svo það þarf að eiga gjafir á lager.
En nú þarf að sækja Daníel og fara með hann í afmæli númer 2. ÞAð er haldið í W5 sem er vísindasafn. Við ísak förum með og eiðum deginum þar. Hann getur þá eiðilagt eitthvað þar í stað fyrir hér heima., Hann náði nú að crasssa einni tölvu í því safni einusinni. Tölva sem var fyrir börn að leika sér í. Með snertiskjá. Error sýndi hún þegar við vorum búin þar. Hmmm við bara drifum okkur heim.
Svo nú ætlar maður að leita af pollýönnu aftur. Hún er ágæt greijið. Og fara með brös á vör að keyra í afmælið. Set bara rólega mússik á og ímynda mér að ég sé á strönd undir sólhlíf. Góðan dag til ykkar allra.
Um bloggið
belfast
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skrítið með jólastressið.
Ég fann allt í einu fyrir jólastressi í fyrradag. Samt er allt mun lengra komið en
undanfarin ár. Svo held ég nú að ég hafi náð að tala mig niður með því að fara yfir málin.
Bestu kveðjur til ykkar og góða skemmtun í W5.
Sívý (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 12:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.