hóhó missmass

Það er nú víst frekar langt síðan að síðast var bloggað. Ekki er það aðalega vegna innantóms lífs heldur vegna þess að það er bara búið að vera frekar bissý skal ég segja yður. Ég fór jú til Danmerkur og hitti Helle vinkonu mína og gisti hjá henni. (þar sem þessi eini bróðir minn ákvað bara að fara úr landi þegar maður var að koma eftir bara 2 og hálft ár.... maður fer nú bara að leggja saman 2 og 2). En alla vega þá var ferðin stórfín og lærdómsrík. Leið eins og ég hafi verið á námskeyði. Komst þó aðalega að því að sonur minn yngri er bara nokkuð eðlilegur. Þó svo hann sprauti raksápu út um allt baðherbergi, eða láti flæða yfir baðherbergisgólfið, eða hendi bíl í klósettið,,,eða troði honum inn í bassahátalaran, eða helli úr heilum serjóspakka á eldhúsgólfið eða frussi djús og rappar mömmu sína. Elskan,,, þetta má ekki,,en ég skil þig svo vel.... þú ert bara 2 og hálfs...kiss kisssssss (demitt þetta fór nú ekki allt svona vel niður þegar það gerðist) Hvað um það þá eru bara nýjar reglur tekknar upp. Og það er bara miklu betra andrúmsloft á heimilinu. Annars er Daníel eitthvað að óþekktast,,jólastresss,,,,,tilhlökkun....oh elskan ég skil þig svo vel...svo mikil spenna. Ja hérna Gott að fara til DK á indverskt gúru námskeið öðru kverju. Bjóðum henni Pollýönnu í heimsókn öðru hverju. Við gætum öll haft gott af því. Alla vega ég,,,,, já elskan það er allt í lagi,,,ef þú heggur fyrir neðan olboga þá á ég möguleika á að fá gerfilym.

Annars var farið á slysó ( fyrst til læknis auðvita,,,,eða sko hringt fyrst) með SBLS. Hún hafði víst handabrotnað.. fyrir 2 vikum. En ég vissi ekki af því og ekki hún heldur.... Var eitthvað að kvarta í úlnliðnum.. æ mamma mér er svo ílt hérna inni.. núnú hvaða hvaða. Mamma mér er svo ílt hérna ,,,, nú reyndu að hætta að hreifa hendina .... mamma mér er enþá ílt,,, þetta er örugglega sinaskeifubólga.... en mamma mér er enn ílt... þú er t að vaxa. Nú mamman mundi eftir eiginmanninum sem lenti á slysó og inná spítala í 3 daga eftir að vera með kvein og væl í 5 daga... (smá gat á lunganu), svo hún batt um hendina á einkadótturinni svo það myndi styðja við. Ferlega vont svona sinaskeifubólga. Daginn eftir kom hún heim úr skólanum og var þetta líka bólgin og blá í kring um þumalinn. Þá leist mér nú ekki á þetta. Fór að pumpa hana á því hvort hún hafi meitt sig. Nei sagði hún,,, varstu í netball? nei ekki í dag....nei elskan seinhverntíman fyrir 2 vikum? Dastu eða eitthvað? ....nei en ég rann í stiganum og greip í vegginn. Aha hugsar mamman sem alltaf hefur heilsu fjölskyldumeðlima sem númer eitt. Svo það var hringt í doggsa. Og mættum morgunin eftir. OG þaðan vorum við send á slysó. Rönken sýndi að það var ekki brotið, en aftur á móti var sagt að það var rifið í liðband. Ekkert sport í 10 daga var niðurstaðan..... Svo var haldið á karateæfingu. Ekki lætur maður liðband stoppa sig í því... ekki mitt val heldur hennar. (Við gátum verið fatlaðar saman þar sem ég fór í sterasprautu í öxlina og mátti ekkert gera í 2 vikur,) . Það er alltaf hægt að æfa spörk. Þetta gekk mjög vel en hún var frekar aum eftir...þess má geta að hún er búin að vera í leikfimi og netball í 2 vikur með auma hendi. Daginn eftir var hringt frá sjúkrahúsinu og ég beðin um að koma með hana aftru. Það var kíkt betur á myndina og þá sáu þeir að það var víst brotið. Mamman í panik sótti barnið og það var gert pakkt um að ekki segja frá karatenu. Enn allavega þá er hún í spelku og er enn að drepast. Hjálpaði ekki til að hún fór á karateæfingu í gær,,úr því að Snædís Björk hefur næstum í hótunum við mann um að fara þá var víst eins gott að leifa það.. Gerist ekki oft eða aldrei áður. En hún greijið fékk högg á hendina á æfingu svo það var sárt. En við förum aftun á mánudag í myndatöku og karate er á bannlista til umræðu.

Annars erum við búin að vera með gesti, Inga og Helgi már. Ein og alltaf ef þvílíkt notalegt að hafa þau í heimsókn. Við ræddum sumarferðina okkar í karabíska hafið og það er voða spenna í gangi. Bara svoldið samviskubit í gangi. Að við förum bæði heim til Spiderman og Jack Sparrow og Daníel Þór ekki með. Við ætlum að sigla um á skútu með capirinia í glasi. Helgi stýrir og Siggi aðstoðar.

Og nú eru mamma og pabbi að koma á 12. Mamma að halda upp á afmælið sitt og auvita velur hún stórborgina Belfast. Hvað annað. Svo á þeim tíma verður jólatréð sett upp og skreitt. Hér erum við annars bara sein þar sem flestir eru að gera það þessa helgi. Þá nýtur maður jólanna lengur. Þetta finnst mér voða huggó. Og kannski það verði bakaðar eins og ein eða tvær sortir. Búið að baka piparkökur.....tvisvar. og búið að borða eina. Það voru gerð jólahjörtu og búið að setja þau í gluggan í rauðum borða. Svona getur maður nú verið húslegur að jóla smá.

Ísak er alveg frábær þessa stundina. Hóhó missmass... það er jólasveinninn. Og svo er hann alveg heillaður yfir að það eru pakkar og jólatré og kerti og jóladót. Hann fer út í glugga að kíkja eftir jól,,,,, nei sorry hóhó missmass. Mamma ta e no hóhó missmass úti, Þessi elska talar eins og afdala hippi, hvorki rétt né rangt. Held að það verði gott fyrir hann að komast á klakann í bráð.

Svo var 3 skiptið í kúrsinum síðustu helgi. Það var voða fínt og mikið rætt. Maður var frekar freðin eftir. Það var aðalega verið að tala um Value og Belive. Hvað metum við mest og hvaða value eða gildi höfum við. Hvað þýðir gildi fyrir þig. OG það sem maður trúir er það alltaf rétt. Ég mann eftir fullt sem ég trúði og geri ekki lengur. Td Grýla. Einhver sagði JS. Sonurinn sko að hann væri ekki til .. en þvílíkt bulll.. allir vita að hann er til. svo er það trúin, að það sem þú trúir í dag,, trúiru því þá að þú gætir ekki trúað á það á næsta ári. Þetta eru miklar pælingar. Svo þegar ég kem heim þá verður haldi debate kvöld. Um Belive Value Fear og hvað maður vill út úr lífinu. En engar áhyggjur ,,,, þetta verður allt probono.:-) .

Annars er spennan að verða í hámarki þar sem systir mín góð Eydís er að fara að eiga og Jóa frænka líka. Hvað verður það,,,,bleikt eða blátt. En því miður verðum við ekki á staðnum...ekki heldur þá... Það var annars ferlega spælandi því ástæðan fyrir því að fara ekki heim var útaf kúrsinum í janúar 5 og 6. En það var ein hugrök kona sem bað um að láta færa til 12. og það var bara ekkert mál. Svona er það að láta ekki vaða. Maður er alltaf að bera viðingu fyrir ákvörðun annara. Demitt....nú er það of seint þar sem það kostar eins og heil kú í fátæku landi.... eða heilögu. Þökk sé uppspreyndu verði jólana.

Nú veit ég ekki hverju ég get logið í ykkur meira. Ástkær eiginmaður minn var að færa mér rauðvísglas og aldrei hefur maður flotinu neitað. Það er verið að ath hvort það sé ekki eitthvað í lagi af þessum 18 flöskum sem hann var að kaupa. Hann er svona internetsjoppahollic. Alltaf einhver góð tilboð.

Þar til næst þá segi ég bara góða 2 í aðventu á sunnudaginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

gvuðmunda mín ertu svo bara á lífi, hélt að þú værir bara alveg flutt eitthvað. Sé þig aldrei lengur!

Helga Dís (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 09:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

belfast

Höfundur

Ásdís Líndal
Ásdís Líndal
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband