Ónýtt bak

Þá er ég byrjuð í sjúkraþjálfun,,,aftur, Get svariða að það er eins og þetta ætli aldrei að enda. En allavega þá er verið að reina gera við þetta. Það helsta er þó að ég varð að hætta að róa í bili. Það var alveg að drepa mig. Fékk þvílíka mega verki niður í fæturnar að mér varð flökurt. Svo það var lítið point í því að halda því áfram áður en það verður búið laga þetta. En ég held svo sem að það á ýmislegt eftir að lagast. Td öxlin, sem er ekki í stuði. Á að fá sprautu í hana er ég er nú ekki of viss og er viss um að það er hægt að laga þetta með einhverju öðru en að stinga hálfum metra af spreutunál í öxlina á mér. Bara gæti alveg hugsað mér eitthvað annað. Takk fyrir.

Nú nálgast DK ferðin óðum. Hlakka þvílíkt til. 5 dagar barnlaus. Bara eins og fara í orlof. Verð annars að hitta fullt af fólki svo það verður varla tími til að slappa mikið af þannig.

Þessi vika hefur farið ágætlega af stað, krakkarnir aftur skólann svo það kemst rútína á allt aftur
Annars vorum við of sein í skólan í morgun. Var á leiðini út elllldsnemma,, svona einu sinni. Ætlaði að labba og allir að fá ferskt loft. Ég hafði smurt brauð handa Daníel í nesti og bað hann að sækja nestisboxið. Það gerði hann en boxið var sem sagt enn í töskunni frá fyrir frí. Nú ég opnaði boxið og þar var gamalt epli. Aðeins byrjað að slá í það. En Daníel minn sem er svo viðkvæmur fyrir svona byrjaði að kúgast og endaði með því að hann ældi á gólfið. Takk fyrir. Nú þá var ekkert annað að gera en að byrja að þrífa og lofta út sem var til þess að mæta snemma varð að mæta seint. Þetta greij hefur erft klígju girnina eftir mömmu sinni. Get ekki farið út með ruslið eða hent ónítu úr ískápnum. Það er sigga verk. Daníel er svo eina barn sem ég þekki sem hefur ælt á því að sjá sinn eiginn kúk. 18 mánaða var hann þá. Og kúgast yfir einhverju ógeði í sjónvarpinu. Ég held að hann verði góður eiginmaður, með þrifæði.

Annars góð frétt fyrir mig svo við höldum áftam að tala um númer tvö (kúk). Ísak Már er farin að gera plopss í klósettið. Svo það er þá búið bleiju vesen með það. Sá fyrir mér annann horror eins og með Daníel. Skítandi í sig fram að fermingu, Eða svona næstum því. Svo ekki fleiri börn,,komin með nóg af númer 2.

Með kveðju til ykkar allra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En þú óheppin, bölvað bak segi ég nú bara. Góða ferð til köben, vildi óska að ég hefði getað hitt þig þar en er á kafi í verkefnavinnu.

Helga Dís (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

belfast

Höfundur

Ásdís Líndal
Ásdís Líndal
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband