skólaferð og moli

Það er nú langt síðan síðast og ótrúlega margt gerst síðan,,,,,,síðast. Það helsta er að Snæfellsbæjingarnir eru komnir....og farnir. Við fórum og hittum þau á bar hérna í bænum. Við komum inn og fundum þau strax. Þetta er ótrúlegt að þeir þekkjast frá öðrum. Bara rosa íslendingaleg. Þau voru svo með stíft prógram í sjopping á laugardeginum og sunnudagurinn fór í rútuferð. En á sunnudagskvöldið var okkur Sigga boðið út að borða með þeim. Ég bauðst til að pannta fyrir þau borð ef þau vildu. Jú Skólastjórinn Magnús fannst það gott og mailaði til baka að það ætti að pannta borð fyrir 47.... Ég hélt að það væri prenntvilla. Hugsaði hvar í fjandanum á ég að fá borð fyrir 47 manns. En þetta var ekki prenntvilla svo ég vissi um einn stað sem var stór. Við fórum á ZEN sem er japanskur staður. Staðurinn bjó til blandaðan matseðil með fullt af mismunandi mat. Og viti menn, það voru allir hæst ánægðir. Nægjusamir íslendingar. Svo var mér þakkað fyrir með fínni ræðu og leist út með gjöf að lokum. Ég fékk í gjöf 2007 jólaporvínsflöskuna frá Holmgaard. Ekkert smá ánægð, hef alltaf langað í svoleiðis og nú var ég heppin. Júbbí. Nú á þriðjudaginn var skóla heimsóknir hjá þeim í skólann hjá Daníel. ÞAð var tekið á móti þeim með samlokum og kaffi. Skólastjórinn í skólanum hafði boðið mér að koma og vera með svo ég var með á kynningu skólans. Mjög áhugavert mál. Svo fóru þau inn í bekkina og töluðu við krakkana. Daníel var alveg rugglaður í þessu öllu og var ekkert að trana sér fram. En Mr Watson skólastjórinn var rosa ánægður með heimsóknina og fannst þetta frábær hópur og með mjög spennandi menntakerfi. Svo hver veit nema það verði farin ferð til íslands frá belfast á næsta ári.

Nú annað er að ég var í kúrsinum alla helgina. Það var löng helgi með miklum pælingum og spurningum. Það helsta var þó að það áttu allir að segja frá hverjir þeir væru og það mátti bara vera eitthvað jákvætt. Þetta var ekkert smá erfitt. Þetta var alveg inn að beini. Mynduð þið geta sagt hver þið eruð? Það er bara eitthvað sem gerir ykkur að þeim sem þið eruð. OG vinna og hárlitur telur ekki með. Nú það voru allir að pæla og átta sig á þessu. Svo gerði ég aðra uppgötvun,. Ég er viss um að það eru margir sem hafa gert þetta. Það er að vera æstur í spennu í lífinu eða hvort maður sækir alltaf í það örugga. Það var þannig að það var súkkulaðidós sem gekk í hring. Þegar hún kom til mín þá leit ég í dósina og vissi ekkert hvað var í þessum bréfum. Ekki nóakonfekt skelinn, með karamellu inn í. Svo ég þurfti að taka sénsin að það var eitthvað ætilegt og greip mola sem leit eins út og makintos molinn með karamellu og hnetu. Líka í fjólubláu bréfi. Og viti menn það var það sama. EN svo kom dósin annan hring..... og hvað geri ég.. ekkert að freista gjæfunar og gríp aftur þann fjólublá. En hikaði og hugsaði,,,,hvern fjandan ertu að gera Tíbískt þú,,,aldrei að hætta á að breita til. Þoli illa breitingar. (nema að flytja á milli landa). Nú ég bara henti helvítis molanum aftur í og tók annan. Gulan. OG viti menn hann var bara ágætur. OG í 3 sinn tók ég nýjan.
Hvað getur maður lært af þessu....? Að það sem maður er vanur er gott en það sem er óþekkt getur verið alveg jafn spennandi. Svo ég hvet alla sem taka alltaf sama molan eða pannata sömu pizzuna að prófa eitthvað nýtt.

Það er óneitanlegt að þetta getur gefið fólki nýja vídd í lífinu. Þetta getur verið með allt. Td að fara einhvert annað en á spán í sumarfrí. Að kaupa aðra tegund af bíl. Þetta krefst þess að fólk fer út af öryggissvæði sínu og inn á nýtt. Það sem við öll höfum í lífinu er val. Það er alltaf val um allt. Svo freistiði gæfunar og takið nýjan mola og látið mig vita hvort þetta færi ykkur af einu svæði inn á annað. Að vera jarbundinn og aldrei að þora stoppar mann í að njóta lífsins til fulls.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

belfast

Höfundur

Ásdís Líndal
Ásdís Líndal
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband