1.11.2007 | 09:00
Halloween
Halloween var haldið hátíðlegt á mörgum stöðum í gær. Daníel Þór og Ísak Már voru boðnir í partý hjá vinkonu minni. Þar var troðfullt hús af börnum í alskynns búningum. Þetta þótti þeim mikið gaman og þó held ég að Ísak Má hafi fundist skemtilegast að pína húsráðanda soninn. Hann var allavega æpandi góða stund. Ekkert pínlegt. Snædís Björk fór svo í Partý hjá vinkonu sinni þar sem fullt af skólafélögum voru saman komnir. Greinilega mikið fjör þar sem hún hringdi og framlengdi tíman um hálftíma. Alltaf gaman í skólapartýum,,,sem þau hafa annars aldrei haft í skólanum. Engin helvítis skemmtun í skólanum, þar er bara lært og ekkert kelerí. Skrítin stofnum. Annars fór tengdó heim í morgum með stútfulla tösku af jólagjöfum og ungbarnafötum á væntanlegan fjölskyldumeðlim. Það var að vanda gaman að hafa hana í heimsókn. Fann ekki keðjuna til að hlekkja hana hérna svo hún er farin. Þetta var mega lúxus. Í 9 daga vaknaði hún með strákunum á hverjum morgni. Svo vorum við á súpuflippi. Það var borðuð mexikönsk kjúklingasúpa,tómatsúpa og matmikil Chillisúpa. mmmmmmmmmm
Á morgun föstudag kemur 45 manna hópur til belfast frá Grunnskóla Snæfellsbæjar. Þeir eru að koma ingað til að skoða skóla og skemmta sér. Ég er búin að vara í sambandi við skólastjóran Magnús, og aðstoða þau með ýmsar praktískar upplýsingar Svo á sunnudags kvöldið förum við Siggi út að borða með þeim á Japanskann veitingastað. Annars verð ég í kúrsinum alla helgina svo Siggi verður með strákana heima. Daníel verður með bissý laugardag þar sem það er bæði karateæfing og afmæli. Svo Siggi verður á rúntinum.
Þetta er svona það helsta sem hefur borið á góma þessa vikuna. Það verður skemmtilegt að hitta þennan hóp. Meginn hluti íslendinga sem hefur verið í belfast hingað til hafa verið fjölskyldumeðlimir okkar. Og gera aðrir betur. Óska ykkur öllum góðrar helgar.
Á morgun föstudag kemur 45 manna hópur til belfast frá Grunnskóla Snæfellsbæjar. Þeir eru að koma ingað til að skoða skóla og skemmta sér. Ég er búin að vara í sambandi við skólastjóran Magnús, og aðstoða þau með ýmsar praktískar upplýsingar Svo á sunnudags kvöldið förum við Siggi út að borða með þeim á Japanskann veitingastað. Annars verð ég í kúrsinum alla helgina svo Siggi verður með strákana heima. Daníel verður með bissý laugardag þar sem það er bæði karateæfing og afmæli. Svo Siggi verður á rúntinum.
Þetta er svona það helsta sem hefur borið á góma þessa vikuna. Það verður skemmtilegt að hitta þennan hóp. Meginn hluti íslendinga sem hefur verið í belfast hingað til hafa verið fjölskyldumeðlimir okkar. Og gera aðrir betur. Óska ykkur öllum góðrar helgar.
Um bloggið
belfast
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jáhá. Ég hef ekkert borið á góma síðan ég bar Bonjela á gómana hennar Freyju Maríu þegar hún var að taka tennur.
Sigurjón (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 14:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.