18.10.2007 | 09:38
Baby boommmmm
Það er víst alveg á hreinu að það eru margir að taka síðasta strætó eða fara sína fyrstu ferð. Það er allgert babyboom í gangi. Það er nú svo að ég þekki persónulega hvorki meira né minna en 12 stelpur, allar nema 1 yfir 30, sem eru ófrískar. Þá þekki ég 5 sem eru nýýýý búnar að eiga. Þá Yvonne vinkona mín sem átti í nótt. Þetta var þvílík spenna. Ég fór og keypti handa henni bakka af hindberjum í gær morgun sem hún gúmmaði í sig. Svo var hún komin með hreingerningar æði. Ryksugaði og þreif baðherberginn. Svo var hún komin á fæðingardeildina um kvöldið. Hún fæddi svo dreng stuttu eftir miðnætti. Svona fyrir ykkur sem þekkið hana.
Svo við förum aftur í ófrísku stelpurnar. Þá er hvorki meira né minna en 5 í fjölskyldunni minni og ein nýýý búinn. Þetta er bara ótrúlegt. Það virðirst sem þær eiga líka að eiga á svipuðum tíma. Eydís systir 20 des,
jóhanna 2 jan, svo er víst Birna skráð í des líka og Bergþóra í nóv. Svo er Gugga nýbúin að fá strák, ferlega sætur. Og Sigurlaug, verðandi svilkona mín, á að eiga í mars. Ég hef aldrei vitað annað eins. En er svo sem ekkert óeðlilegt við þetta þar sem það þarf að hugsa málið þegar maður er orðin 30. Þess má geta að Beta vinkona hringdi í mig í ofboði, hélt að ég ætlaði að fara að eiga fleiri. En það er nú ekki. Maður lætur 3 nægja og verður bara amma næst. Þó vonandi ekki næstu möööörg árin.
Um bloggið
belfast
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert ekki að standa þig í þessu Ásdís. Þú hefur nú alveg pláss fyrir 2 til!! En annars sama hjá mér - á 2 sem eru að fara að eiga, 1 sem átti í sumar og 2 sem eiga krakka innan við 1 árs. Og allar á miðjum 30 aldri.
Helga Dís (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 13:59
Sæl Ásdís
Alltaf gaman að lesa bloggið þitt.
Svona er þetta með okkur sem tökum mörg ár í að kára barnapakkan þá óneitanlega kemst maður ekki hjá því að vera að klára þetta á besta aldri, sjáður til. Við systur vorum samtaka í þessu þetta sinnið og nóg að gera í fjölskyldunni við fjölgun - enda veitir ekki af að fjölga þessum gríðar góða stofni sem Hvammsættin er .
Hafðu það sem best og gangi þér vel í náminu
Gugga Sig.
Guðríður Sigurjónsdóttir (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 13:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.