Fish and chips

í gær var lagst í álvöru fitubollu fæði. Djúpsteiktur fiskur og franskar. Þetta var nú samt merkis matur hjá okkur þar sem við höfum verið í UK í 7 ár rúm þá höfum við aðeins einu sinni keypt okkur fish and chips. Það var í sumar og það var klikkað gott. Var reyndar á veitingastað það sem nýveiddur fiskur var notaður. Þetta var svo gott að við vissum að ekkert gæti verið betra. En þegar ég fór að skoða Fiskibók Hagkaups þá er þar jú orlýdeiguppskrift. Þetta máttum við til með að prófa. Áttum íslenska ýsu í frystinum, sem Jóhanna og Grétar komu með, sem var afþídd og dýft í þetta ljómandi fína deig. Það var nú svo að við urðum að fara að kaupa olíu því olían sem við áttum var orðin ónýt. Geymist víst ekki í 3 ár...... Svo var nýja olían komin heim.... Þá var að finna djúpsteikingarpottinn. Það var leitað í bílskúrnum, enn ekki var hann þar. Nú þá var verið að leita annars staðar þar til við fundum hann á sínum stað, í eldhúsinu inní skáp. Þetta var mikil spenna að steikja fiskinn og ég verð nú bara að segja að hann var sko frekar flottur. Þá ákváðum við líka að steikja franskarnar. Þetta var allt löðrandi í olíu og hrikalega gott. Svo nú vitum við að þetta er hægt og getum farið að vera eins og sannir uk búar og borðað fish and chips......á 3 ára fresti,,,,,,eða minna. Svo munaði við stórslysi þegar ég hafði ekki tíma til að bíða eftir olíunni í pottinu að hún kólnaði alveg. Mín að ganga frá. Það tókst nú ekki betur en það að ég hellti henni yfir hendina á mér. Þetta var nú samt ekki slæmt því hún var orðin nógu köld svo hún skildi bara eftir sig smá sviða og skemtilega bleika fingur. Enn ekkert sem kalda vatnið gat ekki bjargað. Svona er maður nú heppin stundum. Óþolinmæðin lengi lifi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

belfast

Höfundur

Ásdís Líndal
Ásdís Líndal
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband