12.10.2007 | 07:46
Opnun á Jude
í gærkveldi kom dílerinn okkar yfir. Hann var á leið á opnun á nýjum Bar sem heitir Jude. Og hann vildi vita hvort við hefðum áhuga á að fara með. Og hvað annað. Við hjónin grípum hvert tækifærið til að komast út. Svo það var lagt af stað kl 8 45 pm. Þetta var hinn ágætasti bar. Peter, dílerinn, var ekki alveg jafn hrifin. Hann er búin að vera á opnun allra bara í bænum og fanst þessi vanta eitthvað. Allavega þá bar böns af fólki þarna. Margir höfðu gert sérstaklega mikið úr klæðnaði og útliti enda voru ljósmyndarar út um allt. Æj þið vitið eins og þetta fólk sem kemur í séð og heyrt. ´´Gunna og Birna voru við opnun Carós og skemmtu sér konunglega´´. Það var fullt af sætum stelpum sem stilltu sér upp og voru tilbúnar að láta flasha á sig. En ef það kemur mynd af okkur þá lofa ég að setja hana á bloggið. En engin spurði okkur til nafns. Kannski of sröffí fyrir blaðið. En viti menn á svona snobb opnun, allavega fannst fullt af fólki þeir voða VIP, þá þekkti ég 4. Gera aðrir betur. Þ,etta var fínasta kvöld en við fórum heim fyrir 23. Það var nú bæði vegna þess að Siggi er enn að jafna sig af hæsi og ég var að fara í gymmið daginn eftir. Og hitt var að 14 ára unglingurinn var að skamma foreldra sína fyrir að koma seint heim. ´´Sko, þið segið alltaf að þið verðið stutt svo komið þið allt of seint heim. Ég ætla bara að minna ykkur á að ég á að mæta í skólann daginn eftir´´. Svo maður þorir ekki annað en að hlíða eftir svona pretigun. MAður gæti bara lent í stofufangelsi.
Um bloggið
belfast
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
já við unglingarnir erum enginn lömb að leika sér við...
Sérstaklega hún Snædís
fínt blogg hjá þér og bið að heilsa öllum:D
Sigga Lóa (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 10:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.