Life coach kúrsinn

Kúrsinn minn sem er búið að bíða eftir í heilt ár er loksins byrjaður. Síðasta helgi var undirlögð í kúrsinum. Þetta var allt mjög áhugavert. Fyrsti dagurinn fór að mestu leiti í að tala og kynna kúrsinn. Þar sem ég var búin að lesa bók Soffia Manning 2 þá kannast ég við flest sem er verið að tala um. En það er munur á að kannast við og nota rétt í praksis. Allavega þá var kúrsinn frá 10 til 17. Þegar ég kom heim var ég eins og skotin. Ég var ekki alveg að fatta þetta. Ég meina að á kvöldin vanalega er ég þreitt en þetta var bara svo skrítið. Siggi hafði dauða áhyggjur af að mér líkaði þetta ekki. En það var ekki það. Ég held bara að tilhlökkuninn var svo mikil að þetta var ákveðið spennufall. OG það var svo mikið stressenergy í kropnum á mér þennan dag. Siggi fór og sótti kínamat og svo var ég farin í rúmið kl 22. Á laugardegi. Þetta var ekki eðlilegt. En daginn eftir þá vorum við að tala um líðan okkar eftir kúrsin og þá var önnur kona sem hafði það alveg eins. Skrítið. Ég var að líka að spá hvort að þetta hafi verið út af því að þetta var eitthvað sem ég hafði ekki kontról yfir. Eins og hér heima þá er það ég sem hef kontról yfir öllu á heimilinu. Jæja það var jú annar dagur eftir 1 daginn. Þegar við komum þá var reyndar einn maður sem hafði hætt eftir 1 daginn. Sagði að hann vissi allt sem var talað um og hann væri ósammála mörgu. Talandi um að fólk þurfi á lifecoach að halda. En dagur 2 var æðislegur. Mikið stress samt. Okkur var skipt í grúbbur til að prófa eitt módelið á hvort öðru. Það er í raun upplýsingasöfnun frá klíentinum. Það gekk mjög vel. Svo þegar dagurinn var búinn var ég akkurat öfugt við það sem ég var fyrsta daginn. Alveg high. Svo eru æfinga tímar í þessum mánuði. Það fer allt í gegn um síma þar sem ég coacha 2 úr grúbbunni og ég verð coachuð 2. Svo er bara að safna æfinga tímum með vinum og vandamönnum. Svo ef einhver hefur áhuga að vera tilraunakanína þá bara stígið fram. Nú er ég að lesa í gegnum alla pappírana og skrifa spurningar og reina að muna þetta allt. Reyndar finnst mér þetta svoldið kommon sens. Heppin. En engu að síður þá þarf maður að leggja mikið á sig til að muna þetta allt. Æfinginn skapar meistarann ..

Annars þurfi Siggi að fara til Danmerkur á sunnudeginum. Alltaf í burtu þessi karl. En hann kemur heim miðvikudags kvöldið.....bara til að geta farið aftur á mánudaginn. FInnst ykkur þetta hægt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei blessuð góða skiftu honum út!! Og til hamingju með að vera byrjuð í skólanum, maður er alltaf alveg búin að vera í byrjun þetta venst á endanum!

Helga Dís (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 06:58

2 identicon

Ég skal vera kanína, ekki málið!

Kannast við að vera svona "brain fried" eftir að byrja á einhverju nýju, á ennþá svona daga en þeim fer fækkandi ;o)

Og nei, mér finnst þetta ekki hægt!

Bryndís (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

belfast

Höfundur

Ásdís Líndal
Ásdís Líndal
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband