25.9.2007 | 07:38
Og hann lærði að reima (y)
Jæja þá er helgin búin. June og Peter komu í mat. Siggi eldaði svona líka klikkaðan mat. Fyrir ykkur sem áhuga hafið þá var hann með forrétt úr landsliðsbókinni. 1 síðan, rækjur á avokato og ananassalsa. Hvet ykkur að prófa. Þetta var bara gott. Svo mango og engifer gljáðar andabringur. Svona er hann duglegur karlinn. Átum á okkur gat með banoffie pie í desert. Allavega fór maður vel saddur í rúmið. Annars var allur laugardagurinn notaður í að stinga út. Þvílíkt drastl sem getur verið alstaðar. SIggi tók bílskúrinn og þvottahúsið í gegn. VIð fengum 20 fermetra stærra hús við það. Allavega var það svo mikið af öllu sem ég vissi ekki hvað átti að gera svo ég gat ekki feisað þetta. Siggi er meira svona hann bara gerir þetta og er ekki að pæla neitt í því. Kannski er þetta svona kallagen. Svo á sunnudaginn var farið að róa. Nú nálgast Amsterdam ferðin óðum því á föstudaginn verður bordað í vélina og keppnin á laugardaginn. . Daníel fór í afmæli og Snædís fór í tívolí með vinkonum sínum. Þegar Daníel kom heim úr afmælinu settumst við niður og ég kenndi honum að reima skó. Það tók hann cirka hálftíma þá var hann búin að læra þetta. Daginn eftir hélt hann áfram að æfa sig. Ekkert smá duglegur. Bara ekkert mál fannst honum. Svo sunnudagurinn var bara frekar bissí. Á morgun kemur svo kojan sem við keyptum handa strákunum og ný rúmdína handa Snædísi. Í kvöld verður aftur á móti reynt að fara á 1 karateæfinguna með Daníel. Erum búin að reyna að fara síðan í sumar en alltaf eitthvað komið upp. Td að ég hafi bara gleimt því. Alltaf........ Svo nú er Isak að fara í leikgrúbbuna og Daníel í skólan og í afterschool seinnipartinn. Svo þetta verður rólegheita dagur hjá mér.
Um bloggið
belfast
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
en han dugó, baltasar á ekki einu sinni neina sko með reimum. kannski ég ætti að fjárfesta í einum slíkum
Helga Dís (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 10:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.