Helgin

Jæja þá er komið að lokum þessara helgar. Það er eitt og annað sem bar á góma. Þó helst að ég endurheimti karlinn heim frá asíu. Hann var nú heldur ruglaður svo það var ekki annað að gera en planta honum í sólstól úti á nýja fína pallinum. Þess má nú geta að á föstudaginn var kom sumar,,,,,,í einn dag. Það var alveg bongóblíða og ekki verið jafn heitt frá því í júní. Allir hálf berir. Börnin löptu í sig djús og snakk og við hjónin gæddum okkur á ljúfengum ísköldum calsberg citrus. Rann ljúft niður. Svo var bara að baka föstudagspízzu að vanda. Maður sleppur aldrei. Börnin neita að borða keypta pízzu. Mömmu pízza best. ( Jóhönnu frænku fannst það líka.hihihi) Já og svo fengum við skemmtilegt símtal með skemmtilegri frétt. Svo var laugadagurinn notaður í að kaupa snúrur og hátalara stand. Og svona í leiðinni keyptum við kojur handa strákunum. Þegar heim var komið rústaði Siggi stofunni sem var svo fín... En hann var að kaupa suround hljóðkerfi í stofuna sem fer vel við plasma skjáinn minn. Svo nú erum við jafnvíg fyrir framan flotta fína sjónvarpið mitt sem gefur hið truflaða hljóð úr fínu græjunum hans Sigga. EN það þíddi jú að það þurfti að líma upp hátalara snúrur og bora og tengja. En að lokum þá var stofan til tekin og allt snúruflæðið falið bak við hinn hryllilega útlítandi skáp út í horni. Ó mæ god. Nei nú verður að smíða utan um þetta allt saman. Svo var sushi í boði húsins að verkinu loknu. Sunnudagsmorgunin byrjaði seint og vel þar sem drengirnir sváfu til 9. Þá fór ég að róa og vorum ekkert smá lengi í dag. 3 klst. Erum að reina að ná jafnvægi á þessum blessaða bát fyrir keppnina í Amsterdam. En í dag gekk bara nokkkuð vel. Siggi fór svo að sækja meira lím í límbyssuna. Fékk lím og kom heim með meiri græjur í safnið. Dear me. (maðurinn er græju sjúkur) Það var standur fyrir ipodinn svo það sé hægt að spila hann í gegnum græjurnar. Svo með því bættu ofan á staflann er þetta eins og verst skreyttasta jólatré í bænum. En þó þetta sé það ljótasta sem um getur þá er hljóðið úr þessu bara algerlega magnað. Og tónleikadiskurinn með Pink Floyd frá 1994(sem siggi og helgi már fóru á) sem kikkstartaði kaupum á hljóðkerfinu, er nú spilaður hátt svo maður fær gæsahúð niður í r...... Nú þurfum við bara stærra hús utan um þetta allt svo þetta njóti sín. Svo nú er kjúllinn í ofninum sem á eftir að næra familíuna áður en börnin verða lögð til svefns. Það er alveg á hreinu að þetta fiðurkvikindi var ekki drepið til einskins því að vanda þá eiga allir eftir að éta yfir sig og liggja á bístri. En þar til næst hafið góða viku.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

belfast

Höfundur

Ásdís Líndal
Ásdís Líndal
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband