Gunpoint á barnavagn

VIð hjónin fórum út að borða eina helgina og fórum á bar á leiðini heim. Þar fengum við sæti við borð hjá nokkrum óþekktum stelpum. Ein af þeim gaf sig á tal við okkur. Ung stelpa sem fæddist á þeim tíma sem mestu lætin voru í Belfast. Þar sem okkur hjónum finnst allar þessar upplifanir fólks heldur spennandi og framandi þá sagði þessi stelpa okkur sögu af sjálfri sér þegar hún var 2 mánaða gömul. Ekki það að hún mundi það sjálf. En þar sem þetta lýsir þvílíkt hvað hlutirnir voru tenns hérna þá má maðúr til með ða deila þessu með öðrum. Það var þannig að hún var víst illa huggandi og grét mikið og ein af 5 systkynum. Yngst. Pabbinn ákavað af fara með hana í gönguferð í barnavagninum, þar sem hún var rólegri og gat sofnað. Þetta var eftir kvöldmat að vetrarlagi, en það var þannig að engin var úti eftir kl 19, nema á bíl. En alla vega, þar sem hann er á gangi ítandi barnavagni á undan sér ráðast að honum hermenn og rífa vagnin af honum og byssuskefti beint að hausnum á honum. Restin af hermönnunum beina byssunum á barnavagnin og eru til búnir að skjóta hann í tætlur. Pabbin æpir og gargar að barnið sé í vagninum og eftir þó nokkurn tíma gargar krakkinn. Ástæðan fyrir þessu var sú að herinn hélt að hann væri með sprengu í vagninum og væri að fara að sprengja. Og ástæðan var bara sú að hann var úti með vagn eftir kvöldmat. SVona var þetta nú. Maður bara gapti og átti erfitt með að ímynda sér þetta. En þarna sluppu þau með skrekkin. En í dag er þetta sem beturfer betra. Lítið sem ekkert um sprengingar og engir hermenn út á götu. Löggurnar komnar á venjulega löggubíla í stað brynvarðra skriðdreka og þær eru núna labbandi út á götu sem þær gerðu aldrei. Svo batnandi þjóðfélag.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

belfast

Höfundur

Ásdís Líndal
Ásdís Líndal
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband