Blessuð jólin..... stressss

ÞAð má með sanni segja að jólin eiga að vera hátíð ljóss og friðar. Allir stilltir og góðir. Jólasveinninn að gefa þægum börnum í skóinn og foreldrar að hóta börnum sínum að ef þau verði ekki stillt þá kemur bara kartafla. Ef þetta væri rétt þá væri fullur pottur af kartöflum á hverjum degi. Þetta er allavega á mínu heimili. Jólasveinninn sendi drengjunum mínum mandarínu og hótunarbréf. Sá eldri bara glaður með að það var hægt að fjölga manarínunum í skálinni niðri. Og var smá skömmustulegur yfir að fá hótunarbréf. Sá litli er því miður ekki með skilning á jólasveininum. Lítið hægt að hóta honum, enda væri hann með heila kartöflumús í skónum sínum ef það væri. Það sem hann gerir ekki. Maður þarf að fylgjast með honum eins og ungabarni. í dag er búið að rekja upp hálfan tannþráðspakka, Hella úr brúsa yfir eldhúsið, Henda nammi kassanum á fæturnar á sér og steipa sér kodhnís úr sófa og ofan á baðvikt. Allur kramboleraður. OG allt þetta fyrir hádegi. Ég sverða held ég biðji um orlof í jólagjöf. Pollýanna hipjaðu þig bara heim. Þú og þitt væl. Nei nú er ég bara að fá nóg. Tækla þetta bara eins og sannri húsmóður sæmir. hehehehe.
Það er mikil örtröð allstaðar. Allir að kaupa jólagjafir eins og aldrei fyrr. Og ég að stressast yfir því að eiga að eftir að taka myndir af börnunum sem eiga að fara í jólakort. Reyni töku 3 í dag.

Svo er verið að bíða eftir að Eydís eigi barnið. ÞAð ætlar að láta standa á sér. Gerir bara það sem það vill að hætti sönnum Líndal meðlim. Ég var viss um að það væri eitthvað að gerast í gær seinnipartinn. Ég var með þvílíka verki. Það var sko þvílík tilviljun að þegar Eydís átti Teitinn þá var ég að drepast úr verkjum,,,,með regglulegu millibili. Vissi bara ekki hver fjandin var að gerast. Svo leið það hjá og hætti eftir nokkra tíma. Þegar ég kom heim þá fór ég til Eydísar. Hún hafði verið á sjúkrahúsinu og verið í mónitor. Þar voru reglulegir samdrættir en hún fann enga, Takk fyrir það. Ég var með þá alla, Þetta þótti okkur skemmtileg tilviljun. Svo í gær seinnipartin sagði ég við sigga að ég væri viss um að eitthvað væri að gerast. Svo ég hringdi í Eydísi og tilkynnti að það hliti að vera að gerast eitthvað. Þá var sagt að hún hefði verið með verki fyrr um dagin og fram undir kvöldmat. Ég meinaða. En nú er bara ekkert að gerast hvorki hjá henni né mér, hihihih. Bara smá seiðingur í mjöðmunum og baki sem kemur og fer. Hafiði vitað það betra. Að taka yfir fæðingarhríðum annarra. Ekki af þvi að þetta er svo gott.

Annars eru Mamma og pabbi komin og farin.Það var voðalega huggulegt hjá okkur. Maður fann það þegar þau voru að fara að maður hefði alveg viljað halda jólin heima. En svona er það. Í framtíðinni verður það jafnvel geranlegt.

Svo er allt í jólafrokostum út um allt. Siggi er að fara 21 des, Byrjar kl 12 á hádegi. Það verður ástand á fólki um kvöldmatarleitið. sveimér þá. Ja fólk verður bara komið snemma heim til sín. Engin leigubílaslagur þar. Svo er 23 des smá hittingur á bar. ÞAð eru vinafólk okkar sem eru að bjóða í þennan hitting. Gaman það.

Svo er verið að leggja hönd á síðustu jólagjafainnkaupin. OG afmælisgjafa. Það virðist vera sem allir eiga afmæli í des. Daníel er boðið í 5 afmæli í desember. Svo það þarf að eiga gjafir á lager.

En nú þarf að sækja Daníel og fara með hann í afmæli númer 2. ÞAð er haldið í W5 sem er vísindasafn. Við ísak förum með og eiðum deginum þar. Hann getur þá eiðilagt eitthvað þar í stað fyrir hér heima., Hann náði nú að crasssa einni tölvu í því safni einusinni. Tölva sem var fyrir börn að leika sér í. Með snertiskjá. Error sýndi hún þegar við vorum búin þar. Hmmm við bara drifum okkur heim.

Svo nú ætlar maður að leita af pollýönnu aftur. Hún er ágæt greijið. Og fara með brös á vör að keyra í afmælið. Set bara rólega mússik á og ímynda mér að ég sé á strönd undir sólhlíf. Góðan dag til ykkar allra.


jólatré og rigning

Í dag var það ógeðslegasta veður sem um getur. 6 stiga hiti og rignin og rok. Þetta var alveg inn að beini. Jakkkk
Tengdó hringi áðan en hún hafði enga sérstaka samúð með okkur þar sem íslendingar eru víst búnir að hafa vægan skerf af þessu upp á síðkastið. Allavega þá var christmasfare í skólanum hjá Daníel í morgun. Þar var verið að seja alskonar drasl sem fólk vildi ekki lengur hafa heima hjá sér. Og luky me, ég eyddi 2 pundum í 10 barnabækur. Svo keypti ég 3 rosa fína bolla. Siggi fékk hjartaáfall. Ásdís, hvað ertu að kaupa svona drasl sem aðrir eru að losa sig vil. En hann viðurkenndi að bollarnir voru sætir. SVo hittu strákarnir jólasveininn. Allir glaðir. Svo var haldið í búðina að kaupa í matinn. Nú er semsagt Siggi að prufukeyra jólamatinn. Hamborgarahryggur með heimagerðu rauðkáli. MMMM. Það var líka keypt jólatré á leiðinni heim. Best að vera tímalega svo að maður fái ekki bara restar eins og einusinni í DK. Ó mæ god. Það var nú meira. Það var pínulítið og ferlega feitt. Maður komst næstum ekki fyrir sjálfur. En við fengum fínt tré sem verður skreytt (komið af skraut) á morgun. Það verður huggulegt að hafa smá jólastemningu hérna heima. Svo á að fara á lífið í kvöld. Eða sko í stelpupartý og Siggi ælta á bar. Drengirnir eru annars upptjúnnaðir af orku þar sem þeir hafa ekkert verið úti í heila viku. En hvar ertu pollýana? Þetta var nú ekki mikið mál þegar ísak velti 2 metra hillu í herberginu sínu eða helti úr smákökuboxinu á gólfið eða flæddi aftur baðherbergisgólfið...elskan mín þetta má ekki.... kisss kisss. Þetta hefði geta verið miklu verra. Held að hún pollýana verði sko bara sett í háttinn ef þetta heldur svona áfram. Enkadóttirinn kláraði prófin í gær og er búin að vera mestmegnis í rúminu í dag. Greyjið.....þreyttur unglingur.
Ef þið hafið tekið eftir þá er ég þvílíkt að vanda mig við stafsetningu og sérstaklega y-lon. Siggi tjáði mér það að þetta sé einskonar fjölskydusyndrom. Það hlítur að vera þó ekki genetiskt því mamma myndi aldrei skrifa vitlaust en þegar pabbi skrifaði Snædís með Y , Snædýs, þá varð mér allri lokið. En við systkinin höfum víst ekki y-lon okkar meginn. Jæja nóg um það. Hér ylmar (y-lon) (er ekki annars y-lon í ylmur? Ilmur? hmmmm) allt af jólum svo best að fara að kíkja á indalasteikina. Lifið í lukku og ekki í krukku.

hóhó missmass

Það er nú víst frekar langt síðan að síðast var bloggað. Ekki er það aðalega vegna innantóms lífs heldur vegna þess að það er bara búið að vera frekar bissý skal ég segja yður. Ég fór jú til Danmerkur og hitti Helle vinkonu mína og gisti hjá henni. (þar sem þessi eini bróðir minn ákvað bara að fara úr landi þegar maður var að koma eftir bara 2 og hálft ár.... maður fer nú bara að leggja saman 2 og 2). En alla vega þá var ferðin stórfín og lærdómsrík. Leið eins og ég hafi verið á námskeyði. Komst þó aðalega að því að sonur minn yngri er bara nokkuð eðlilegur. Þó svo hann sprauti raksápu út um allt baðherbergi, eða láti flæða yfir baðherbergisgólfið, eða hendi bíl í klósettið,,,eða troði honum inn í bassahátalaran, eða helli úr heilum serjóspakka á eldhúsgólfið eða frussi djús og rappar mömmu sína. Elskan,,, þetta má ekki,,en ég skil þig svo vel.... þú ert bara 2 og hálfs...kiss kisssssss (demitt þetta fór nú ekki allt svona vel niður þegar það gerðist) Hvað um það þá eru bara nýjar reglur tekknar upp. Og það er bara miklu betra andrúmsloft á heimilinu. Annars er Daníel eitthvað að óþekktast,,jólastresss,,,,,tilhlökkun....oh elskan ég skil þig svo vel...svo mikil spenna. Ja hérna Gott að fara til DK á indverskt gúru námskeið öðru kverju. Bjóðum henni Pollýönnu í heimsókn öðru hverju. Við gætum öll haft gott af því. Alla vega ég,,,,, já elskan það er allt í lagi,,,ef þú heggur fyrir neðan olboga þá á ég möguleika á að fá gerfilym.

Annars var farið á slysó ( fyrst til læknis auðvita,,,,eða sko hringt fyrst) með SBLS. Hún hafði víst handabrotnað.. fyrir 2 vikum. En ég vissi ekki af því og ekki hún heldur.... Var eitthvað að kvarta í úlnliðnum.. æ mamma mér er svo ílt hérna inni.. núnú hvaða hvaða. Mamma mér er svo ílt hérna ,,,, nú reyndu að hætta að hreifa hendina .... mamma mér er enþá ílt,,, þetta er örugglega sinaskeifubólga.... en mamma mér er enn ílt... þú er t að vaxa. Nú mamman mundi eftir eiginmanninum sem lenti á slysó og inná spítala í 3 daga eftir að vera með kvein og væl í 5 daga... (smá gat á lunganu), svo hún batt um hendina á einkadótturinni svo það myndi styðja við. Ferlega vont svona sinaskeifubólga. Daginn eftir kom hún heim úr skólanum og var þetta líka bólgin og blá í kring um þumalinn. Þá leist mér nú ekki á þetta. Fór að pumpa hana á því hvort hún hafi meitt sig. Nei sagði hún,,, varstu í netball? nei ekki í dag....nei elskan seinhverntíman fyrir 2 vikum? Dastu eða eitthvað? ....nei en ég rann í stiganum og greip í vegginn. Aha hugsar mamman sem alltaf hefur heilsu fjölskyldumeðlima sem númer eitt. Svo það var hringt í doggsa. Og mættum morgunin eftir. OG þaðan vorum við send á slysó. Rönken sýndi að það var ekki brotið, en aftur á móti var sagt að það var rifið í liðband. Ekkert sport í 10 daga var niðurstaðan..... Svo var haldið á karateæfingu. Ekki lætur maður liðband stoppa sig í því... ekki mitt val heldur hennar. (Við gátum verið fatlaðar saman þar sem ég fór í sterasprautu í öxlina og mátti ekkert gera í 2 vikur,) . Það er alltaf hægt að æfa spörk. Þetta gekk mjög vel en hún var frekar aum eftir...þess má geta að hún er búin að vera í leikfimi og netball í 2 vikur með auma hendi. Daginn eftir var hringt frá sjúkrahúsinu og ég beðin um að koma með hana aftru. Það var kíkt betur á myndina og þá sáu þeir að það var víst brotið. Mamman í panik sótti barnið og það var gert pakkt um að ekki segja frá karatenu. Enn allavega þá er hún í spelku og er enn að drepast. Hjálpaði ekki til að hún fór á karateæfingu í gær,,úr því að Snædís Björk hefur næstum í hótunum við mann um að fara þá var víst eins gott að leifa það.. Gerist ekki oft eða aldrei áður. En hún greijið fékk högg á hendina á æfingu svo það var sárt. En við förum aftun á mánudag í myndatöku og karate er á bannlista til umræðu.

Annars erum við búin að vera með gesti, Inga og Helgi már. Ein og alltaf ef þvílíkt notalegt að hafa þau í heimsókn. Við ræddum sumarferðina okkar í karabíska hafið og það er voða spenna í gangi. Bara svoldið samviskubit í gangi. Að við förum bæði heim til Spiderman og Jack Sparrow og Daníel Þór ekki með. Við ætlum að sigla um á skútu með capirinia í glasi. Helgi stýrir og Siggi aðstoðar.

Og nú eru mamma og pabbi að koma á 12. Mamma að halda upp á afmælið sitt og auvita velur hún stórborgina Belfast. Hvað annað. Svo á þeim tíma verður jólatréð sett upp og skreitt. Hér erum við annars bara sein þar sem flestir eru að gera það þessa helgi. Þá nýtur maður jólanna lengur. Þetta finnst mér voða huggó. Og kannski það verði bakaðar eins og ein eða tvær sortir. Búið að baka piparkökur.....tvisvar. og búið að borða eina. Það voru gerð jólahjörtu og búið að setja þau í gluggan í rauðum borða. Svona getur maður nú verið húslegur að jóla smá.

Ísak er alveg frábær þessa stundina. Hóhó missmass... það er jólasveinninn. Og svo er hann alveg heillaður yfir að það eru pakkar og jólatré og kerti og jóladót. Hann fer út í glugga að kíkja eftir jól,,,,, nei sorry hóhó missmass. Mamma ta e no hóhó missmass úti, Þessi elska talar eins og afdala hippi, hvorki rétt né rangt. Held að það verði gott fyrir hann að komast á klakann í bráð.

Svo var 3 skiptið í kúrsinum síðustu helgi. Það var voða fínt og mikið rætt. Maður var frekar freðin eftir. Það var aðalega verið að tala um Value og Belive. Hvað metum við mest og hvaða value eða gildi höfum við. Hvað þýðir gildi fyrir þig. OG það sem maður trúir er það alltaf rétt. Ég mann eftir fullt sem ég trúði og geri ekki lengur. Td Grýla. Einhver sagði JS. Sonurinn sko að hann væri ekki til .. en þvílíkt bulll.. allir vita að hann er til. svo er það trúin, að það sem þú trúir í dag,, trúiru því þá að þú gætir ekki trúað á það á næsta ári. Þetta eru miklar pælingar. Svo þegar ég kem heim þá verður haldi debate kvöld. Um Belive Value Fear og hvað maður vill út úr lífinu. En engar áhyggjur ,,,, þetta verður allt probono.:-) .

Annars er spennan að verða í hámarki þar sem systir mín góð Eydís er að fara að eiga og Jóa frænka líka. Hvað verður það,,,,bleikt eða blátt. En því miður verðum við ekki á staðnum...ekki heldur þá... Það var annars ferlega spælandi því ástæðan fyrir því að fara ekki heim var útaf kúrsinum í janúar 5 og 6. En það var ein hugrök kona sem bað um að láta færa til 12. og það var bara ekkert mál. Svona er það að láta ekki vaða. Maður er alltaf að bera viðingu fyrir ákvörðun annara. Demitt....nú er það of seint þar sem það kostar eins og heil kú í fátæku landi.... eða heilögu. Þökk sé uppspreyndu verði jólana.

Nú veit ég ekki hverju ég get logið í ykkur meira. Ástkær eiginmaður minn var að færa mér rauðvísglas og aldrei hefur maður flotinu neitað. Það er verið að ath hvort það sé ekki eitthvað í lagi af þessum 18 flöskum sem hann var að kaupa. Hann er svona internetsjoppahollic. Alltaf einhver góð tilboð.

Þar til næst þá segi ég bara góða 2 í aðventu á sunnudaginn.


Ónýtt bak

Þá er ég byrjuð í sjúkraþjálfun,,,aftur, Get svariða að það er eins og þetta ætli aldrei að enda. En allavega þá er verið að reina gera við þetta. Það helsta er þó að ég varð að hætta að róa í bili. Það var alveg að drepa mig. Fékk þvílíka mega verki niður í fæturnar að mér varð flökurt. Svo það var lítið point í því að halda því áfram áður en það verður búið laga þetta. En ég held svo sem að það á ýmislegt eftir að lagast. Td öxlin, sem er ekki í stuði. Á að fá sprautu í hana er ég er nú ekki of viss og er viss um að það er hægt að laga þetta með einhverju öðru en að stinga hálfum metra af spreutunál í öxlina á mér. Bara gæti alveg hugsað mér eitthvað annað. Takk fyrir.

Nú nálgast DK ferðin óðum. Hlakka þvílíkt til. 5 dagar barnlaus. Bara eins og fara í orlof. Verð annars að hitta fullt af fólki svo það verður varla tími til að slappa mikið af þannig.

Þessi vika hefur farið ágætlega af stað, krakkarnir aftur skólann svo það kemst rútína á allt aftur
Annars vorum við of sein í skólan í morgun. Var á leiðini út elllldsnemma,, svona einu sinni. Ætlaði að labba og allir að fá ferskt loft. Ég hafði smurt brauð handa Daníel í nesti og bað hann að sækja nestisboxið. Það gerði hann en boxið var sem sagt enn í töskunni frá fyrir frí. Nú ég opnaði boxið og þar var gamalt epli. Aðeins byrjað að slá í það. En Daníel minn sem er svo viðkvæmur fyrir svona byrjaði að kúgast og endaði með því að hann ældi á gólfið. Takk fyrir. Nú þá var ekkert annað að gera en að byrja að þrífa og lofta út sem var til þess að mæta snemma varð að mæta seint. Þetta greij hefur erft klígju girnina eftir mömmu sinni. Get ekki farið út með ruslið eða hent ónítu úr ískápnum. Það er sigga verk. Daníel er svo eina barn sem ég þekki sem hefur ælt á því að sjá sinn eiginn kúk. 18 mánaða var hann þá. Og kúgast yfir einhverju ógeði í sjónvarpinu. Ég held að hann verði góður eiginmaður, með þrifæði.

Annars góð frétt fyrir mig svo við höldum áftam að tala um númer tvö (kúk). Ísak Már er farin að gera plopss í klósettið. Svo það er þá búið bleiju vesen með það. Sá fyrir mér annann horror eins og með Daníel. Skítandi í sig fram að fermingu, Eða svona næstum því. Svo ekki fleiri börn,,komin með nóg af númer 2.

Með kveðju til ykkar allra.


skólaferð og moli

Það er nú langt síðan síðast og ótrúlega margt gerst síðan,,,,,,síðast. Það helsta er að Snæfellsbæjingarnir eru komnir....og farnir. Við fórum og hittum þau á bar hérna í bænum. Við komum inn og fundum þau strax. Þetta er ótrúlegt að þeir þekkjast frá öðrum. Bara rosa íslendingaleg. Þau voru svo með stíft prógram í sjopping á laugardeginum og sunnudagurinn fór í rútuferð. En á sunnudagskvöldið var okkur Sigga boðið út að borða með þeim. Ég bauðst til að pannta fyrir þau borð ef þau vildu. Jú Skólastjórinn Magnús fannst það gott og mailaði til baka að það ætti að pannta borð fyrir 47.... Ég hélt að það væri prenntvilla. Hugsaði hvar í fjandanum á ég að fá borð fyrir 47 manns. En þetta var ekki prenntvilla svo ég vissi um einn stað sem var stór. Við fórum á ZEN sem er japanskur staður. Staðurinn bjó til blandaðan matseðil með fullt af mismunandi mat. Og viti menn, það voru allir hæst ánægðir. Nægjusamir íslendingar. Svo var mér þakkað fyrir með fínni ræðu og leist út með gjöf að lokum. Ég fékk í gjöf 2007 jólaporvínsflöskuna frá Holmgaard. Ekkert smá ánægð, hef alltaf langað í svoleiðis og nú var ég heppin. Júbbí. Nú á þriðjudaginn var skóla heimsóknir hjá þeim í skólann hjá Daníel. ÞAð var tekið á móti þeim með samlokum og kaffi. Skólastjórinn í skólanum hafði boðið mér að koma og vera með svo ég var með á kynningu skólans. Mjög áhugavert mál. Svo fóru þau inn í bekkina og töluðu við krakkana. Daníel var alveg rugglaður í þessu öllu og var ekkert að trana sér fram. En Mr Watson skólastjórinn var rosa ánægður með heimsóknina og fannst þetta frábær hópur og með mjög spennandi menntakerfi. Svo hver veit nema það verði farin ferð til íslands frá belfast á næsta ári.

Nú annað er að ég var í kúrsinum alla helgina. Það var löng helgi með miklum pælingum og spurningum. Það helsta var þó að það áttu allir að segja frá hverjir þeir væru og það mátti bara vera eitthvað jákvætt. Þetta var ekkert smá erfitt. Þetta var alveg inn að beini. Mynduð þið geta sagt hver þið eruð? Það er bara eitthvað sem gerir ykkur að þeim sem þið eruð. OG vinna og hárlitur telur ekki með. Nú það voru allir að pæla og átta sig á þessu. Svo gerði ég aðra uppgötvun,. Ég er viss um að það eru margir sem hafa gert þetta. Það er að vera æstur í spennu í lífinu eða hvort maður sækir alltaf í það örugga. Það var þannig að það var súkkulaðidós sem gekk í hring. Þegar hún kom til mín þá leit ég í dósina og vissi ekkert hvað var í þessum bréfum. Ekki nóakonfekt skelinn, með karamellu inn í. Svo ég þurfti að taka sénsin að það var eitthvað ætilegt og greip mola sem leit eins út og makintos molinn með karamellu og hnetu. Líka í fjólubláu bréfi. Og viti menn það var það sama. EN svo kom dósin annan hring..... og hvað geri ég.. ekkert að freista gjæfunar og gríp aftur þann fjólublá. En hikaði og hugsaði,,,,hvern fjandan ertu að gera Tíbískt þú,,,aldrei að hætta á að breita til. Þoli illa breitingar. (nema að flytja á milli landa). Nú ég bara henti helvítis molanum aftur í og tók annan. Gulan. OG viti menn hann var bara ágætur. OG í 3 sinn tók ég nýjan.
Hvað getur maður lært af þessu....? Að það sem maður er vanur er gott en það sem er óþekkt getur verið alveg jafn spennandi. Svo ég hvet alla sem taka alltaf sama molan eða pannata sömu pizzuna að prófa eitthvað nýtt.

Það er óneitanlegt að þetta getur gefið fólki nýja vídd í lífinu. Þetta getur verið með allt. Td að fara einhvert annað en á spán í sumarfrí. Að kaupa aðra tegund af bíl. Þetta krefst þess að fólk fer út af öryggissvæði sínu og inn á nýtt. Það sem við öll höfum í lífinu er val. Það er alltaf val um allt. Svo freistiði gæfunar og takið nýjan mola og látið mig vita hvort þetta færi ykkur af einu svæði inn á annað. Að vera jarbundinn og aldrei að þora stoppar mann í að njóta lífsins til fulls.


Halloween

Halloween var haldið hátíðlegt á mörgum stöðum í gær. Daníel Þór og Ísak Már voru boðnir í partý hjá vinkonu minni. Þar var troðfullt hús af börnum í alskynns búningum. Þetta þótti þeim mikið gaman og þó held ég að Ísak Má hafi fundist skemtilegast að pína húsráðanda soninn. Hann var allavega æpandi góða stund. Ekkert pínlegt. Snædís Björk fór svo í Partý hjá vinkonu sinni þar sem fullt af skólafélögum voru saman komnir. Greinilega mikið fjör þar sem hún hringdi og framlengdi tíman um hálftíma. Alltaf gaman í skólapartýum,,,sem þau hafa annars aldrei haft í skólanum. Engin helvítis skemmtun í skólanum, þar er bara lært og ekkert kelerí. Skrítin stofnum. Annars fór tengdó heim í morgum með stútfulla tösku af jólagjöfum og ungbarnafötum á væntanlegan fjölskyldumeðlim. Það var að vanda gaman að hafa hana í heimsókn. Fann ekki keðjuna til að hlekkja hana hérna svo hún er farin. Þetta var mega lúxus. Í 9 daga vaknaði hún með strákunum á hverjum morgni. Svo vorum við á súpuflippi. Það var borðuð mexikönsk kjúklingasúpa,tómatsúpa og matmikil Chillisúpa. mmmmmmmmmm
Á morgun föstudag kemur 45 manna hópur til belfast frá Grunnskóla Snæfellsbæjar. Þeir eru að koma ingað til að skoða skóla og skemmta sér. Ég er búin að vara í sambandi við skólastjóran Magnús, og aðstoða þau með ýmsar praktískar upplýsingar Svo á sunnudags kvöldið förum við Siggi út að borða með þeim á Japanskann veitingastað. Annars verð ég í kúrsinum alla helgina svo Siggi verður með strákana heima. Daníel verður með bissý laugardag þar sem það er bæði karateæfing og afmæli. Svo Siggi verður á rúntinum.
Þetta er svona það helsta sem hefur borið á góma þessa vikuna. Það verður skemmtilegt að hitta þennan hóp. Meginn hluti íslendinga sem hefur verið í belfast hingað til hafa verið fjölskyldumeðlimir okkar. Og gera aðrir betur. Óska ykkur öllum góðrar helgar.

skrítin vika

Þessi vika er búin að vera ferlega skrítin. Er aðalega búin að vera í stressi yfir vinkonu minni Yvonne. Hún var að eiga barn fyrir viku, en hún var lögð inn á spítala á þriðjudaginn með mikla verki. Hún er sem sagt enn í dag á spítalanum og engin veit hvað er að henni. Hún er búin að vera í öllum testum og er að bíða eftir MRI skanna. Svo það er smá stress yfir þessu. Maðurinn hennar heima með börnin 4. Og þau þora ekki með litla barnið upp á sjúkrahús útaf sýkingarhættu sem er á sjúkrahúsunum hérna. Það er mega ástand svo hún greijið er alveg í mauki.

En annars er tengdó komin og strax byrjuð að passa og hjálpa til. Held að ég hlekki hana svo hún verði bara kyrr.
Við hjónin erum að fara út að borða svo tengdó er að baka pízzu.
Allir fóru líka til tannlæknis í dag. Erum með bestu tennur í bænum, hvað annað.
ÉG er eitthvað svo utan við mig eftir þessa viku, var að koma af sjúkrahúsinu í heimsókn svo maður er svoldið dasaður eftir þessu. Best að hressa sig við og reini að hafa einhverjar fréttir seinna. Halloween að koma og börnin í fríji núna..... svei mér þá held ég hætti núna ,,,,, þvílíkt ruggl


Charity event, s

Um þessar mundir er allt á fullu í charity. Í gær fór ég á stelpukvöld í nafni Amnesty International fyrir human right. Þetta voru stelpur saman komnar til að drekka vín, borða fingerfood, og kjafta saman. Þegar við fórum heim þá gáfum við pening og fengum barmmerki. Þessi peningur verður síðan sendur til Amnesty.

Í dag er ég að fara í annað, foundraising reindar. Það er í karateklúbbnum. Konan sem er Sensei,þjálfari, er frá Sri Lanka og hún er að safna pening til að senda í heimaland sitt. Þessir peningar fara á munaðarleysingjaheimili barna sem urð foreldralaus í the Sunami. Hún hefur gert þetta og virðirst vera sem hún heldur þessu heimili uppi með að hafa ættleitt 50 börn á heimilið. Þetta fer fram með því að fólk gerir áheiti um að gera ýmislegt í karate. Td 100 spörk eða 20 armbeijur. ÞAð verða líka Scoopydoo klæddar fígúrur og þess háttar. Sem sagt fjölskyldudagur í nafni Sunami söfnun.

Það síðasta í bili er núna á þriðjudaginn 23. Konan sem á Parkside, playgroup og afterschool sem Daníel og Ísak eru í, fékk brjóstakrabbamein í fyrra. Hún er búin með meðferðina sína og allt gekk mjög vel. Hana langaði að gera eitthvað í staðin og ákvað að hafa pub quis. Svo kl 20 á þri verður farið á pöbbin og keyptur miði á spurningarkeppninga. Ágóði af öllum miðunum sem verða seldir og aðrir peningar sem safnast verða sendir á krabbameinsdeild á City hospital.

Þetta var eitthvað sem var svo fjarri mér, að hafa partý og skemmtun til að safna pening í eitthvað annað en félag sem maður er í. Tombóla er víst það sem kemmst næst. En segjandi það þá finnst mér þetta alveg ótrúlega flott hugsun. Og skora á alla halda partý og safna pening í eitthvað sem þeir hafi notið góðs af. Svo þið vitið að þegar ég flyt heim,,,,, þá kostar alltaf smá að koma í partý,,,nema í afmælið mitt þá fer það allt í eigin vasa. :o). Ég varð að fá að viðra þennan fallega hugsunarhátt með ykkur. Hverjum munar um að setja 500 kall í pott í söfnun?


Baby boommmmm

Það er víst alveg á hreinu að það eru margir að taka síðasta strætó eða fara sína fyrstu ferð. Það er allgert babyboom í gangi. Það er nú svo að ég þekki persónulega hvorki meira né minna en 12 stelpur, allar nema 1 yfir 30, sem eru ófrískar. Þá þekki ég 5 sem eru nýýýý búnar að eiga. Þá Yvonne vinkona mín sem átti í nótt. Þetta var þvílík spenna. Ég fór og keypti handa henni bakka af hindberjum í gær morgun sem hún gúmmaði í sig. Svo var hún komin með hreingerningar æði. Ryksugaði og þreif baðherberginn. Svo var hún komin á fæðingardeildina um kvöldið. Hún fæddi svo dreng stuttu eftir miðnætti. Svona fyrir ykkur sem þekkið hana.

Svo við förum aftur í ófrísku stelpurnar. Þá er hvorki meira né minna en 5 í fjölskyldunni minni og ein nýýý búinn. Þetta er bara ótrúlegt. Það virðirst sem þær eiga líka að eiga á svipuðum tíma. Eydís systir 20 des,
jóhanna 2 jan, svo er víst Birna skráð í des líka og Bergþóra í nóv. Svo er Gugga nýbúin að fá strák, ferlega sætur. Og Sigurlaug, verðandi svilkona mín, á að eiga í mars. Ég hef aldrei vitað annað eins. En er svo sem ekkert óeðlilegt við þetta þar sem það þarf að hugsa málið þegar maður er orðin 30. Þess má geta að Beta vinkona hringdi í mig í ofboði, hélt að ég ætlaði að fara að eiga fleiri. En það er nú ekki. Maður lætur 3 nægja og verður bara amma næst. Þó vonandi ekki næstu möööörg árin.


Fish and chips

í gær var lagst í álvöru fitubollu fæði. Djúpsteiktur fiskur og franskar. Þetta var nú samt merkis matur hjá okkur þar sem við höfum verið í UK í 7 ár rúm þá höfum við aðeins einu sinni keypt okkur fish and chips. Það var í sumar og það var klikkað gott. Var reyndar á veitingastað það sem nýveiddur fiskur var notaður. Þetta var svo gott að við vissum að ekkert gæti verið betra. En þegar ég fór að skoða Fiskibók Hagkaups þá er þar jú orlýdeiguppskrift. Þetta máttum við til með að prófa. Áttum íslenska ýsu í frystinum, sem Jóhanna og Grétar komu með, sem var afþídd og dýft í þetta ljómandi fína deig. Það var nú svo að við urðum að fara að kaupa olíu því olían sem við áttum var orðin ónýt. Geymist víst ekki í 3 ár...... Svo var nýja olían komin heim.... Þá var að finna djúpsteikingarpottinn. Það var leitað í bílskúrnum, enn ekki var hann þar. Nú þá var verið að leita annars staðar þar til við fundum hann á sínum stað, í eldhúsinu inní skáp. Þetta var mikil spenna að steikja fiskinn og ég verð nú bara að segja að hann var sko frekar flottur. Þá ákváðum við líka að steikja franskarnar. Þetta var allt löðrandi í olíu og hrikalega gott. Svo nú vitum við að þetta er hægt og getum farið að vera eins og sannir uk búar og borðað fish and chips......á 3 ára fresti,,,,,,eða minna. Svo munaði við stórslysi þegar ég hafði ekki tíma til að bíða eftir olíunni í pottinu að hún kólnaði alveg. Mín að ganga frá. Það tókst nú ekki betur en það að ég hellti henni yfir hendina á mér. Þetta var nú samt ekki slæmt því hún var orðin nógu köld svo hún skildi bara eftir sig smá sviða og skemtilega bleika fingur. Enn ekkert sem kalda vatnið gat ekki bjargað. Svona er maður nú heppin stundum. Óþolinmæðin lengi lifi.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

belfast

Höfundur

Ásdís Líndal
Ásdís Líndal
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband